Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 26
INNLIT Trúarvitnisburður Biblíunnar er bœði tímabœr og áreiðanlegur Litið inn hjá sr. Sigurði Pálssyni, framkvæmdastjóra Biblíufélagsins Hið íslenska Biblíufélag vinnur um þessar mundir að því stórvirki að gera nýja íslenska þýðingu að Biblíunni. Þegar hafa komið út þrjú hefti til kynningar á þýðingu nokkurra af ritum Gamla testamentisins. Bjarmi leit inn hjá sr. Sigurði Pálssyni, framkvæmdastjóra félagsins, til að forvitnast um þýðingarstarfið. Jafnframt lék okkur hugur á að vita hvaða önnur áform félagið er með. Fyrst var Sigurður spurður að því hvers vegna ráðist var í að þýða Biblíuna að nýju á íslensku. - Sú þýðing sem við búum nú við er að mestu frá því laust eftir síðustu aldamót, ef frá eru skilin guðspjöllin og Postulasagan. Á þeirri tæpu öld sem síðan er liðin hefur íslensk tunga tekið nokkrum breytingum þótt þær séu almennt minni en breytingar á tungum nágrannaþjóðanna. Eigi að síður þykir mörgum, einkum af yngri kynslóðinni, málfarið á Biblíunni og setningaskipanin óaðgengileg. Þá má nefna að á þessari öld hafa orðið miklar framfarir á sviði Biblíuvísinda sem rekja má bæði til fornleifa- rannsókna og rannsókna i málvísindum. Þessar framfarir auðvelda þýðingu ýmissa ritningarstaða sem áður voru torskildir. Auk þess eru viðhorf til þýðinga almennt breytt þannig að mikilvægara þykir að koma merkingu textans vel til skila á málinu sem þýtt er á fremur en fylgja frum- textanum eftir föngum frá orði til orðs eins og áður tíðkað- ist. Af þessum sökum þótti ástæða til að þjóðin fengi nýja Stejnt er að því að þýðingín verð i á vönduðu og lípru nútímamá i sem hvorki er óeðlilega upphajið né lágkúrulegt. Við höfumjengið jýsnajákvceð vi ðbrögð við því sem þegar hejur komíð út til kynningar. Biblíuþýðingu um aldamót þegar við fögnum þúsund ára kristni í landinu. - Þýðing á Biblíunni hlýtur að vera gríðarmikið verk. Hvernig er það unnið og hvernig miðar þvi? - Já, þetta er mikið verk, en því miðar skaplega. Þegar Danir gáfu út sína nýju Biblíu fyrir fjórum árum höfðu þeir verið að í um 17 ár. Svíar hyggjast gefa út nýja þýðingu Biblíu sinnar um aldamót og hafa þá verið að í rúm 20 ár. Reyndar hefur heil þýðingarstofnun annast sænsku þýðing- una. Við höfum ætlað okkur skemmri tíma, - kannski er það ofætlun. Hafist var handa við þýðingu Gamla testa- mentisins árið 1988 og hefur einn maður, dr. Sigurður Örn Steingrimsson prófessor, unnið að þýðingunni í fullu starfi. Þá hefur Jón R. Gunnarsson málvisindamaður verið við þýðingar í hlutastarfi og Þórir Kr. Þórðarson vann við þýðingar þar til hann lést. Við texta þýðendanna tekur síðan fimm manna þýðingarnefnd sem fer yfir textann og gengur frá honum til birtingar í samvinnu við þýðendur. Þýðingin er síðan gefin út í heftum til kynningar svo allir sem láta sig málið varða geti komið með ábendingar. Formaður þýðingamefndarinnar er dr. Guðrún Kvaran ritstjóri Orða- bókar Háskólans. Aðrir í nefndinni eru sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, dr. Gunnar Kristjánsson, dr. Gunnlaugur A. Jónsson og ég. Utan um allt þetta heldur svo framkvæmda- nefnd undir forystu biskups íslands. Að því er stefnt að þýða einnig Nýja testamentið ef fjár- munir fást og er dr. Clarence Glad að þýða fyrir okkur Galatabréfið og séra Kristján Búason dósent að þýða Efesus- bréfið. - Nú era Biblíuþýðingar oft á dálítið hátiðlegu máli. Er mótuð einhver stefna varðandi nýju þýðinguna? Verður hún svipuð núverandi þýðingu eða verður hún mjög frá- brugðin? - Stefnt er að þvi að þýðingin verði á vönduðu og lipru nútímamáli sem hvorki er óeðlilega upphafið né lágkúru- legt. Við höfum fengið býsna jákvæð viðbrögð við því sem 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.