Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 30
SJÓNARHORN Þórdís Klara Ágústsdóttir Berum umhyggju fyrir bömum okkar Þórdís Klara Ágústsdótlir, formaöur KFUK í Reykjavík. Eigum við erindi við nútíma þjóðfélag? Hvað höfum við að bjóða? Hvert er andlit okkar út á við? Og loks - hvemig erum við sjálf sem félag? Ég hef setið í stjóm KFUK um tíma. Þessi nánd mln við félögin hefur vakið hjá mér spurningar sem þessar. KFUK er mér einkar kært (KFUM reyndar líka!) og ég lít á það sem vaxandi félag með stórt hlutverk meðal stúlkna og kvenna. Ég segi vaxandi félag vegna þess að þetta félag er barnið okkar og böm vaxa! Til þess að barn dafni vel þarf það: Kærleika, umhyggju, athygli og leiðsögn! Þessar skyldur hvíla því á okkur félagsmönnum gagnvart KFUM og KFUK. Og hvað er þá félag? Félag er hópur manna og kvenna sem sameinast um ákveð- ið málefni og berst fyrir því! Innblásin af anda Guðs erum við sameinuð um að boða kristna trú og efla riki Guðs á jörðu. Ef við lítum á KFUM og KFUK sem barnið okkar ber okkur að sýna hvert öðru kærleika. Fyrst og fremst vegna þess að Guð er kærleikur og við erum börnin hans. Þennan kærleika getum við ekki tekið hjá okkur sjálfum, við verðum að fá hann hjá Guði. Kærleikur hans er mikill og án skilyrða og Guð beinlínis þráir að við sækjumst eftir honum. Umhyggja! Til þess að barn geti vaxið og dafnað þarfnast það umhyggju til líkama og sálar. Það gildir líka um félagið okkar og saman bemm við ábyrgð á vexti þess. Athygli! Barn þarfnast óskiptrar athygli. Við verðum að vera vakandi fyrir því sem er að gerast á meðal okkar, áminna hvert annað í kærleika og bera hvert annars byrðar. Leiðsögn! Félagsfólk gerir þær kröfur til okkar sem emm í forsvari að við mörkum stefnuna. Til þess að gera það sem best þurfum við á hvatningu ykkar að halda og leiðsögn. Þannig náum við betur fram settu marki og stuðlum að enn ferkari grasrótarstarfsemi en nú er. Hér er aðeins stiklað á stóm, en það sem ég er að reyna að tjá mig um er þetta; Ef við stöndum ekki þétt saman innbyrðis, og uppfyllum þau skilyrði sem ég hef rakið hér á undan eigum við lítið erindi út í nútíma þjóðfélag. Barn, sem er elskað, nýtur umhyggju, athygli og leiðsagnar, hefur jákvæða sjálfsmynd. Þar með hefur það líka eitthvað til að miðla öðrum og getur notið sin í hinum ýmsu kringumstæðum. KFUM og KFUK hafa fulla ástæðu til eiga jákvæða sjálfsmynd! í fyrsta lagi emm við öll Guðs börn, sköpuð í hans mynd til að eiga samfélag við hann. í öðru lagi getum við verið stolt af öllu því starfi sem félögin vinna. í þriðja lagi er innan vébanda okkar hópur fólks sem gefur mikið af tlma sínum fyrir málefni Guðs. Og loks vitum við að frá upphafi hafa KFUM og KFUK notið trausts og virðingar í þjóðfélaginu. Það finnum við ekki síst núna í allri umræðu um börn og unglinga. Foreldrar hafa vænt- ingar til okkar varðandi bama- og unglingastarf. Nýlega minntumst við fæðingardags sr. Friðriks Friðriks- sonar. Vemm minnug hvernig hann nálgaðist drengina. Hvernig hann í takt við tímann (jafnvel aðeins á undan honum) mætti þeim þar sem þeir vora staddir með tilboð sem vakti áhuga þeirra. Hann kippti þeim ekki úr sam- hengi við þeirra daglega líf. Hann auðgaði það. Mætti þeim sem einstaklingum. Hvatti þá 1 fótbolta og sagði þeim frájesú. Ef til vill stöndum við á tímamótum varðandi barna- og unglingastarf. Eigum við að fara til bamanna eða fá þau til okkar? Nema hvort tveggja sé. Mikil samkeppni er um börn og unglinga. í sumum KFUM og KFUK deildum em mörg börn og í öðmm em þau fá. Færri börn gefa tilefni til persónulegra samskipta sem hörgull er á í nútíma samfélagi. Hlúum vel að þeim sem við höfum. Stöndum vörð um starf KFUM og KFUK og, eins og sr. Friðrik, verum óhrædd við að fara nýjar leiðir með manneskjuna alla í huga. Við í stjóm KFUK höfum rætt hvernig við gætum t.d. náð til þeirra yngri kvenna sem taka þátt í barnastarfinu en hafa lítil tengsl inn 1 félagið. Við viljum gjarnan mæta þeim á þeirra eigin forsendum þannig að þær finni að KFUK er lika þeirra félag. Ég veit að fólk i félögunum biður mikið fyrir öllum þáttum starfsins. Það er ómetanlegt fyrir þann sem starfar en verður mun áþreifanlegra ef hann á samfélag við þann sem biður. Svo nú er um að gera fyrir okkur sem eldri

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.