Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 31
SJÓNARHORN erum að stuðla að slíkum samskiptum. Verum fús að leggja okkar af mörkum ef leitað er til okkar í þessum tilgangi. KFUM og KFUK eru félög allra aldurshópa og hver og einn má gera tilkall til kærleika, umhyggju, athygli og leiðsagnar. Persónulega vil ég helst ekki flokka fólk eftir aldri. Við getum verið ung sextug og gömul þrítug. Hvernig lítur Guð á KFUM og KFUK? Hann horfir á einstaklinginn því Guð er persónulegur Guð. Hann kallar einstaklinga í þessu samfélagi til ákveðinna starfa. Hann óróar hjarta þess sem hann á erindi við. Sá einstaklingur ákallar Guð í bæn og biður Guð að sýna sér hvað hann vilji. í framhaldi af því getur hann rætt við stjórnarfólk eða okkar ágæta framkvæmdastjóra. Lengi lifi grasrótin! Engir tveir eru eins en öll höfum við hæfileika, hvert á sínu sviði. Finnum okkar hlutverk. Það er pláss fyrir alla og þörf fyrir alla. Ef hver og einn sinnir því sem Guð hefur kallað hann til dreifast verkin á marga. Álagið verður minna og fjölbreytnin meiri. Áminnum hvert annað í kærleika. Verum heiðarleg og einlæg hvert við annað. Ég læt ykkur um að svara spurningunum sem ég varp- aði fram í upphafi. Einu svara ég þó beint. KFUM og KFUK eiga brýnt erindi við nútíma þjóðfélag. Við eigum erindi við foreldra vegna þess að við sækjumst eftir börnum þeirra. Við eigum erindi við einstaklinginn til að boða honum trú á Jesú Krist. Sem meðlimir í KFUM og KFUK rekum við erindi félags okkar daglega. Við erum erindrekar í Krists stað og við viljum að samfélag okkar sé þannig að okkur langi til að bjóða þangað vinum og kunningjum. Elskum Guð, elskum hvert annað, elskum okkur sjálf! - Minnug einkunnarorða KFUK og KFUM: Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn, segir Drottinn allsherjar (Sak. 4.6). Allir séu þeir eitt (Jóh. 17.21). Já, takk! ✓ Eg vil gerast áskrifandi Nafn: Heimilisfang: Póstnr. og staöur: Kennitala: ] Vinsamlegast skuldfærið á greiðsiukort mitt Kortanúmer: □□□□ □□□□ □□□□ □□□□ Gildistími: [[ ] Vinsamlegast innheimtið með gíróseðli Póstfang: Bjarmi - kristilegt tímarit Pósthólf 4060 124 Reykjavík I Kristilegt timarit að Bjarma fyrir aðeins kr. 2.700,- á ári.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.