Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 18
FRÆÐSLA Áður en Jesús skildi við lærisveinahópinn gaf hann öllum lærisveinum þetta fyrirheit: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." í þessum orðum felst árangurinn af jarðvistardögum hans. Hann skildi eftir kristinn söfnuð á jörðu sem átti að bera honum vitni og vinna að því að flytja boðskap hans út um allan heim. Lærisveinar hans mundu geta átt persónulegt samfélag við hann fyrir iðrun og trú. Lögmál og endurgjald gilti ekki lengur. Brot þeirra og syndir væru afmáðar fyrir fórn hans. Hann yrði þeim athvarf í sorg og gleði. Umfram allt mundi líf þeirra eignast hjá honum nýjan tilgang og inni- hald. Þeir ættu að þjóna honum í kærleika, bera honum vitni og breiða ríki hans út til annarra allt til ystu endi- marka jarðarinnar og að lokum ættu þeir bjarta von út yfir gröf og dauða, von um eilíft dýrðarríki Guðs. Menn hafa reynt að þessi fyrirheit hans hafa staðist. Þúsundir og aftur þúsundir hafa eignast nýtt líf fyrir sam- félagið við hann. Þegar Jesús kvaddi lærisveina sína með þessu boði og fyrirheitum var náð stórum áfanga í hjálpræðissögunni. Síðan eru nú aftur liðin nálega 2000 ár og nú bíða læris- veinar endurkomu hans og fullkomnunar ríkisins. Áður en Jesús skildi við lærisveinana forðum ræddi hann ítarlega um endurkomu sína við þá, m.a. í endur- komuræðu sinni sem er skráð í 24. - 25. kapítula Matteusarguðspjalls. Þá skýrði hann okkur frá ýmsum táknum sem ættu að minna okkur á endurkomu hans og búa okkur undir að taka fagnandi á móti honum. 1. Hann talaði um náttúruhamfarir. Þær hafa oft gengið yfir vlða. Á þessari öld hafa þær verið risafengnar. Hefur verið áætlað að á þriðju miljón manna hafi farist í náttúruhamförum það sem af er 20. öldinni. 2. Hann talaði um ofsóknir sem kristnir menn mundu mæta. Þær voru þá á næstu grösum. En þær mestu ofsóknir, sem kristnir menn hafa mætt, hafa átt sér stað nú á 20. öldinni. 3. Hann talaði um villu og falsspámenn sem munu sundra og tvístra hópi hinna trúuðu. Jesús lagði rika áherslu á að allir sem tryðu á hann ættu að vera eitt (Jóh. 17.21). Postular hans lögðu ríka áherslu á sam- félag hinna trúuðu og nauðsyn þess að rækja sinn eigin söfnuð (Hebr. 10:25) Hætta sundrungar hefur ávallt vofað yfir kristnum söfnuðum en sjaldan meir en nú á 20. öldinni. Grónir og blómlegir söfnuðir eru klofnir og nýir söfnuðir eru stofnaðir hver eftir annan og þeir klofna jafnvel aftur á ný. Allt eru þetta alvar- leg tákn sem Jesús bendir á í sambandi við hina síðustu tíma fyrir endurkomu sína (Matt. 24:4-5). 4. Hann talaði um að þeir mundu heyra um hernað og hernaðartíðindi. Þau tíðindi hafa heyrst um allar aldir 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.