Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 19
en aldrei grimmilegri en á 20. öldinni. Áður voru styrjaldir háðar á vígvöllum en nú bitna þær jafnvel miklu meir á óbreyttum borgurum. Og margir óttast hvað muni gerast þegar múslímskir óaldarflokkar hafa náð að nota olíugróða arabalandanna til að framleiða kjarnorkuvopn og geta lagt í rúst fjarlægar stórborgir eins og þeir hafa hótað. 5. Margt fleira benti Jesús á sem tákn endurkomu sinnar, t.d. að lögleysi mundi magnast og kærleikur flestra kólna. Það er margt á 20. öldinni sem getur bent til þess að „endir allra hluta" kunni að vera í nánd. 6. Þó er enn tvennt sem samkvæmt Nýja testamentinu á að vera skýrt tákn um endurkomu Jesú. Það er kristniboðið og heimför og afturhvarf Gyðinga. Á báðum þessum sviðum eru stórkostlegir og nánast sagt ótrúlegir atburðir að gerast á 20. öldinni. Hvernig verður sú framvinda? Hún gefur kristnum mönnum vissulega tilefni til að vaka og vona. Opinberunarbókin hefur að geyma margar táknrænar myndir af endurkomu Jesú. En þær eru, eins og spádómar yfirleitt, ekki fullkomlega skiljanlegar fyrr en atburðirnir sjálfir gerast. Þá verða þær augljósar. Á meðan bíðum við og væntum hins mikla dags. Vissu- lega hafa okkar tímar betri skilyrði til að skilja ýmsar tákn- myndir Opinberunarbókarinnar en nokkur önnur kynslóð hefur haft. Þær myndir þurfa ekki að valda okkur ógn og skelfingu. Þær styrkja okkur einungis í trúnni á það að dagur dýrðarinnar er í nánd. En daginn og stundina veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn (Matt. 24,36). Þegar fylling tímans kom fyrir nærri 2000 árum og meira en 2000 ára spádómar rættust, þá voru það aðeins „þeir kyrrlátu í landinu“ sem þekktu Jesúbarnið og aðeins þeir sem „væntu huggunar lsraels“ sáu hvílíkur sveinn þetta var (Lúk. 2,25 nn). En þegar Jesús kemur aftur mun það engum geta dulist. Allir jarðarbúar, hvar sem þeir búa eða dveljast, munu sjá hann. Lífið mun að vísu ganga sinn vanagang, menn munu eta og drekka og kvænast og giftast (Matt. 24,38). Þá munu þeir atburðir gerast sem binda enda á hina hversdagslegu tilveru. Nýja testamentið lýsir því ekki nánar í einstökum atriðum á annan hátt en að yfirnáttúrlegt afl grípur inn í og bindur enda á það hversdagslega og skapar nýja tilveru. Jesús lýsir því sjálfur með þessum orðum: „Kraftar himnanna bifast. Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni ... með mætti og mikilli dýrð“ (Matt. 24,29-30). Hvernig þessir atburðir gerast getur enginn gert sér fullkomlega grein fyrir fyrr en þeir verða að veruleika. Þá verður til nýr himinn og ný jörð (Op. 21,1 nn). Tuttugasta öldin hejur verið öld hraða og örra breytinga. Margt hejur nú gersí sem gteíí shýrt Ijóslega mörg atriði spádómanna. Ej til vill geto jeir atburðir gerst nú á íilíölulega stuttum tíma sem uppjylla spádómana tiljulls. Við játum í hinni postullegu trúarjátningu: Hann steig upp til himna, situr nú við hægri hönd Guðs föður almátt- ugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Trúin á endurkomu Jesú í þeirri mynd, sem Nýja testa- mentið boðar hana, er engin sértrúarkredda. Hún hefur í allar aldir verið játning kristinnar kirkju og hún er kórón- an á hjálpræðisverki Guðs. Því verki er ekki lokið fyrr en Jesús kemur aftur. Þá verður engin synd til lengur, engin neyð og ekkert böl. Tilveran verður öll eins göfug og unaðsleg eins og Guð hafði ætlast til í upphafi. Kristnir menn í frumkristninni biðu með eftirvæntingu endurkomu Jesú fljótt. Síðan hefur vonin lifað, stundum dofnað og stundum glæðst. Stundum hafa menn jafnvel reynt að reikna út ákveðna daga er Jesús kæmi. En Jesús sagði: „Daginn og stundina veit enginn, aðeins faðirinn á himnum.“ Hann sagði líka: „Vakið, verið viðbúnir. Ég kem.“ Hann mun koma og nú getum við sagt fremur en nokkur kynslóð á undan okkur: Tíminn er í nánd! Tuttugasta öldin hefur verið öld hraða og örra breyt- inga. Margt hefur nú gerst sem gæti skýrt ljóslega mörg atriði spádómanna. Ef til vill geta þeir atburðir gerst nú á tiltölulega stuttum tima sem uppfylla spádómana til fulls. Kristnir menn hafa beðið í nær 2000 ár eftir endur- komu Jesú. Ef til vill er hann nú í nánd, fyrir dyrum. Vökum því og verum viðbúin. Ó, blessaði dagur, sem víst er í vændum, er veröldin orðin er Guðs ríki um síð og mannkyniðjrelsun ogfrið hefur unnið ogjrelsarínn tignast ajgjörvöllum lýð, er syndin er afmáð og dauðinn er dauður og dýrðarsól eilýðar skínyfir hauður. (Fr. Fr. þýddi).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.