Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.06.1996, Blaðsíða 13
Bjarmi leitaði svara hjá forsetaefnunum um trúarlíf og trúarviðhorf þeirra. Voru þeim öllum sendar sömu spurningar sem þau svöruðu skriflega. Fyrsta spurningin var um hvaða trúfélagi þau tilheyrðu og var svar þeirra allra að þau tilheyrðu Þjóðkirkjunni. Aðrar spurningar voru öllu persónulegri og verður frambjóð- endum þvi gefið orðið. Spurningarnar voru þessar: 1. Sækir þú guðsþj ónustur reglulega? 2. Lestu reglulega í Biblíunni? 3. Biður þú til Guðs? (Ef svo er, þá hvenær?) 4. Forseti íslands er æðsti maður Þjóð- kirkjunnar. Finnst þér ástæða til að auka veg kristinnar trúar og siðferðisgilda meðal þjóðarinnar? 5. Munt þú, ef þú nærð kjöri, koma krist- inni trú og siðferðisgildum á framfæri við þjóðina? Ástþór Magnússon 1. Þegarégfinn þörf til. 2. Eg hef Biblíuna við hendina og lít i hana af og til. 3. Mjög reglulega, helst á kvöldin og svo á öðrum timum þegar ég finn þðrf til. 4. Ég mun leitast við, hvort sem ég næ kjöri eða ekki, að landsmenn sameinist i kærleika Krists til friðar og velsældar og verði á þann hátl fordæmi öðrum þjóðum. 5. Ég vil koma á fundi trúarleiðtoga á Þingvöllum árið 2000 þar sem kristnitakan verði innsigluð með alþjóðlegum sáttmála er leiði til friðar í heiminum. Þráttfyrir ítarleg viM fjölmiManna við alla frambjókndur hefur ekkífarið mikiðfyrir umrœðum um trúmál. Guðrún Agnarsdóttir 1. Égsækiguðs- þjónustur helst um hátíðir. 2. Ég lit oft í Biblí- una og sæki þangað styrk og vísdóm. 3. Já. 4. Þjóðfélag okkar er byggt á siðferðisgildum kristinnar trúar og þau ber að efla. Sjálf sótti ég sunnudagaskóla reglulega hjá KFUM þar til ég var 12 ára gömul og lífs- gildi mín eru mótuð af siðferðisboðskap kristinnar trúar. 5. Ég mun standa vörð um og styrkja gildi mannúðar og þeirra siðferðisgilda sem kristin trú grundvallast á. Ég tel einnig mikilvægt að bera virðingu fyrir trúar- brögðum annarra og sýna þeim umburðarlyndi. Sjálf hef ég tekið þátt í ekumenisku sjálfboðastarfi við kirkjubygg- ingu í Grundarfirði 1961 sem var lærdómsrík lífsreynsla. I Guðrún Pétursdóttir 1. Já, ég geri það. 2. Já, Biblían er ein þeirra bóka sem er innan seilingar á nátt- borðinu. Ég lít á Biblíuna sem homstein menn- ingar okkar og siðgæðis og les hana mér til fróðleiks og andlegrar næringar. 3. Samband mitt við Guð er svo persónulegt að mér finnst erfitt að tala um það opin- berlega. 4. Siðmenning okkar er byggð á kristilegum gildum og eðlilegt að forseti efli þann grunn og rækti eftir föngum. Hins vegar verðum við að hafa í huga að forseti íslands er forseti allra íslendinga, sama hvaða trú þeir aðhyllast. Ég tel það rétt hvers einstaklings að ástunda sína trú og vil hafa þar að leiðarljósi eitt hið mikilvægasta af kristilegum trúargildum, umburðarlyndið. 5. Ég er alin upp við almenn kristileg gildi svo sem heiðarleika, náungakærleik, umburð^rlyndi, von og trú. Ég kenni börnum mínum að virða þau sömu gildi, í BRENNIDEPLI bið með þeim og kenni þeim bænir. Ég vona að mér auðnist að koma þeim gildum á framfæri við þjóðina verði ég kjörin til embættis forseta íslands. Ólafur Ragnar Grímsson 1. Áhátíðumog við sérstök tækifæri. 2. Ekki reglulega, en á ýmsum tímum. 3. Ég gerði það á yngri árum. 4. Kristin trú er meðal helstu hornsteina íslenskrar menningar og siðferðisgilda hennar, ríkur þáttur í okkar þjóðfélagi. Hvort tveggja ber að styrkja og efla. 5. Já. Pétur Kr. Hafstein 1. Égsækiguðs- þjónustur oft en ekki á reglu- bundinn hátt. 2. Ég leita iðulega uppörvunar og styrks í Biblí- unni. 3. Ég bið kvöldbænir með sonum mínum og leita tíðum til Guðs endranær bæði í með- byr og mótlæti, gleði og sorg. 4. Já mér finnst ærin ástæða til þess. Það er svo margt sem glepur sýn í nútíma þjóð- félagi og ekkert er betur til þess fallið að styrkja hvern mann en siðferðisboðskapur kristinnar trúar. 5. Ég mun í orðum og gjörðum leitast við að treysta mannrækt og siðgæðisvitund þjóðar- innar og skírskota til þeirra hugmynda sem kristin trú og lífsskoðun kristninnar grund- vallast á. G.K.B.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.