Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 7
Sr. Guömundur Þorsteinsson, dómprófastur: felast í fjölgun biskupa, frekar að lag- færa og styrkja stöðuna eins og hún er eða breyta henni meira í lýðræðisátt." „Sérhver nýr maður í embætti biskups kemur með nýjar áherslur,“ segir Þórar- inn. „Breytingarnar verða þess vegna ekki síst háðar þeim einstaklingi sem sest í stól biskups. Lagalega séð hefur vígslubiskupunum verið falið víðtækara verksvið en áður og ég tel eðlilegt að þeir komi með virkari hætti að stjómun kirkjunnar í framtíðinni, án þess þó að landinu verði skipt í þrjú sjálfstæð biskupsdæmi. Aukin valddreifing innan kirkjunnar er af hinu góða og auðveldar nýjum biskupi að rækja hirðishlutverk sitt og sálgæslu, en á það mun ekki síst reyna í ljósi þverrandi trúnaðar í sam- skiptum kirkju og þjóðar á liðnum misserum.“ „Einn biskup leggur áherslu á eitt atriði og annar á annað. k síðasta áratug 20. aldar hefur biskup lagt áherslu á safnaðaruppbyggingu. Það er mikilvægt að leikmenn hafa komið inn í myndina." Nú verður kristnitöku senn minnst og innan kirkjunnar hefur verið vaxandi áhugi á kristniboði meðal heiðinna þjóða. Er það verkefni sem biskup ætti að koma að með beinni hætti? „Kirkjan, hver söfnuður, þarf að vera meðvitaður um kristniboð og hjálpar- starf heima og að heiman," segir Unnur. „Kristniboðið þarf að vera stór þáttur í sjálfsmynd kirkjunnar. Ég er þó efins um að tengja um of kristniboð meðal heið- inna þjóða og kristnitökuafmæli, kirkjan á að vera stöðugt vakandi íyrir kristni- boðs- og hjálparstarfi. Hver söfnuður ætti að hafa sinn áhugamannahóp um kristniboð en ég tel ekki að biskup ætti að koma að starfi meðal heiðinna þjóða með beinni hætti en nú er.“ „Biskup íslands hlýtur að hafa foiystu í svo stóru máli sem kristnitöku- afmælið er í menningar- og trúarsögu þjóðarinnar. Vitaskuld ætti biskup líka að stuðla að meiri áhuga á kristniboði enda er það og hefur ávallt verið eitt af aðalverkefnum kirkjunnar. Á hinn bóginn hefur biskupsembættið sem og íslensk þjóðkirkja ávallt tengst mjög íslensku þjóðerni í hugum fólks, en vissulega er það verðugt verkefni fyrir nýjan biskup að benda á að kirkjan er almenn og óháð landamærum," segir sr. Halldór. „Tvímælalaust á biskup að láta sig kristniboð varða," segir Þórarinn, „og hvetja til virkrar þátttöku í kristniboði meðal heiðinna þjóða. Það felur þó ekki í sér að gera þurfi Kristniboðssambandið að opinberri kristniboðsstofnun sem lúti yfirstjórn kirkjunnar. Ég tel ágætt að Sr. Halldór Reynisson, safnaðarprestur í Neskirkju: „Á hinn bóginn hefur biskupsembættið sem og íslensk pjóðkirkja ávallt tengst mjög íslensku pjóðerni í hugum fólks en vissu- lega er pað verðugt verkefni fyrir nýjan biskup að benda á að kirkjan er almenn og óháð landamærum."

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.