Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 10
Valdís Magnúsdóttir Ekki gleyma okkur. Biðjið fólkið í landinu ykkar að biðja fyrir okkur!" Þannig grátbað Júlíus, ungur Pókotmaður, okkur þegar við vorum að kveðja söfnuðinn í Cheparería. Kúdyo, einn safnaðarleiðtoginn, bætti við: „Þið verðið nálæg okkur þegar við biðjum hvert fyrir öðru.“ Ábyrgðin á ungu kirkjunum lá þungt á leiðtogunum. Vaidís Magnúsdóttir, kristniboði og kennari í Reykjavík. Neyð þeirra og hróp um fyrirbæn minnti okkur á okkar eigin bæn um hið sama þegar við fórum í fyrsta sinn til Afríku 1981 og öll árin úti í Kenýu. Við héldum út í óvissuna, örugg í hendi Drottins. Hann fékk mikið að gera vegna trúfesti sinnar við eigið orð um að bænheyra og englar hans voru önnum kafnir því að baráttan, sem við áttum í var ekki bara við hold og blóð heldur einnig „við andaverur vonskunnar í himingeimnum". Við erum sköpuð Guði til dýrðar Takmark Guðs með lífi okkar er að við lifum með honum hér og um eilífð og að við séum til vitnisburðar í heiminum svo að fleiri frelsist. Óvinurinn Satan, freist- arinn, gerir allt sem hann getur til að þessu takmarki Guðs verði ekki náð. Þess vegna hefur Guð gefið börnum sínum ýmis hjálpartæki og náðarmeðul í baráttunni sem við eigum í. Þar á meðal er bænin og fyrirbænin. Við skiljum lítið af hveiju, en Guð hefur bundið starf sitt á jörðinni að miklu leyti við bænina. Bænarhendur okkar hreyfa hendur Guðs til að starfa og blessa. Ekkert annað mikilvægt starf getur því komið í stað bænarstarfsins. Jesús er fyrirmynd okkar Jesús fór oft einn síns liðs og bað. Við vitum lítið um hvemig hann bað. En við höfum bænir hans í Faðir vor, Æðsta- prestsbæninni, bæninni í Getsemane og er hann vakti Lasarus upp frá dauðum. í þeim öllum sýnir Jesús okkur mikil- vægi þess að biðja um að Guðs vilji verðí Það ætti því líka að vera bæn okkar fyrir okkur sjálfum og öðmm í ömggu trausti til þess að vilji hans sé alltaf okkur fyrir bestu. Fyrirbæn Jesú í Jóh. 17 var fyrir læri- sveinum hans og öllum öðmm trúuðum eftir þá og þar með okkur líka. Hann bað m.a. um að Guð varðveitti þá í trúnni og frá hinu illa, um að þeir væm fullkom- lega eitt til vltnlsburðar fyrir heiminum og að þeir væru hjá Jesú svo að þeir gætu séð dýrð hans. Þvílík fyrirbæn! Eitt af því sem hefur hjálpað mér í daglegu líf undanfarin ár og skapað þakklæti og lof er að hugsa um hvar Jesús er núna og hvað hann er að gera, hátt upp hafinn yflr allt: „Hann er upp- risinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss,“ er ritað i Róm. 8,34. Ennfremur stendur í v. 27, að „hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs“. Það er svo yndislegt að vita að Jesús biður fyrir mér þegar ég er þreytt og veit ekki hvers ég á að biðja. Þá get ég þakkað honum fyrir það og beðið hann að kenna mér að biðja með honum eftir Guðs vilja. Er það ekki stórkostlegt að vera í samstarfi við Jesú í fyrirbæn Fyrirbæn Jesú í Jóh. 17 varfyrir lærisveinum hans og öllum öðrum trúuðum eftir pá og par með okkur líka. Hann bað m.a. um að Guð varðveitti pá í trúnni ogfrá hinu illa, um að peir væru fullkomlega eitt til vitnisburðar fyrir heiminum og að peir væru hjá fesú svo að peirgætu séð dýrð hans. Þvílík fyrirbæn!

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.