Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 15
(Mt. 5.48) og fær um að veita okkur sérhvað það sem við biðjum um í trausti. Sá sem gengur fram íyrir Guð verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita (Heb. 11.6). I Helgist þitt nafn. í nafni Drottins er vera hans fólgin. Aldrei skyldum við ganga á vit skyldustarfa dagsins öðruvísi en að lofa fyrst Drottin fyrir veru hans: Hann er lífgjafinn í fortíð, nútíð og framtíð. Sem faðir og skapari gaf hann okkur lífið í byrjun og viðheldur því í kærleika sínum hvem dag. Öll okkar næring, líkamleg og andleg, er frá honum. Sem sonur og frels- ari leysir hann líf okkar úr fjötrum fortíðar og hreinsar okkur frá allri synd. Sem heilagur andi og helgari endumærir Guð lif okkar og leyfir okkur að líkjast sér æ meir. Þannig gefur hann okkur lif og lausn inn í það sem liðið er, jafnt og það sem framundan er. Og daginn í dag eigum við undir honum. Með fyrstu bæninni biðjum við þess að svo sé, að við megum í dag treystá himneskum föður fyrir öllu okkar lífi. í þessu felst einnig bænin um að líf okkar sé fyllt Drottni, hveija stund. Þannig gefur hann okkur líf og lausn inn í pað sem liðið er, jafnt og pað sem framundan er. Og daginn í dag eigum við undir honum. og að vera okkar megi endurspegla heilaga veru Guðs í orði og verki. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars (Jóh. 13.35). II og III Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Guðs ríki er réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda (Róm. 14.17). Og vilji Guðs er hið góða, fagra og fullkomna (Róm. 12.2). Þegar við biðjum um riki hans og vilja emm við annars vegar að kalla eftir endurkomu Drottins Jesú þegar riki hans og vilji verður opinber á jörðu sem himni. Hins vegar biðjum við inn í aðstæður okkar nú, að réttlæti Drott- ins, friður hans og fögnuður megi ráða í lífi okkar og þeirra, sem Guð hefur lagt okkur á hjarta, og eins að vilji Drottins megi verða í lífi okkar og annarra. Hér er við hæfi að biðja sérstaklega fyrir fjölskyldu sinni, að heimili okkar megi vera vettvangur ríkis Guðs. Þá er gott að biðja um ríki Guðs og vilja inn í líf þeirra, sem ekki þekkja Drottin Krist af eigin raun. Loks ber okkur að biðja um riki Guðs og vilja fyrir þjóð og kirkju og ráðamönnum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.