Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 13
Ragnhildur Asgeirsdóttir Þorsgotu hópurinn Trúfastur hópur kvenna hefur komiö saman um árabil Bænin er mikilvægur þáttur í kristilegu starfi og í raun er hún undirstaða þess að kristi- legt starf geti vaxið. í bæninni er komið fram íyrir Drottin Guð, hann ákallaður og beðinn um að leiða starfið og allar greinar þess, kalla fólk til starfa og gefa ríkulegan ávöxt. Starf í kristinni kirkju fer ekki fram í krafti þeirra manna sem það vinna heldur einungis fyrir kraft Guðs, en sá kraftur fæst ekki nema fyrir bæn. Bænastarf er starf sem oftast fer fram í kyrrþey. Mörgum finnst kannski sjálfgefið að einhver sé íyrir hendi til að sinna bænaþjónustunni og að hún eigi sér stað sjálfkrafa án þess að nokkuð sé íyrir haft. Bænin felur þó í sér þjónustu sem Guð kallar einstaklinga til. Hann kallar fólk til bæna, gefur því bænar- anda og fólk finnur sig knúið til að biðja fyrir ákveðnum bænarefnum. Bænir fólks geta farið fram í einrúmi eða þar sem fleiri koma saman og eiga bænasamfélag. Trúfastur hópur kvenna hefur komið saman um árabil á heimili Vilborgar Jóhannesdóttur á Þórsgötu 4 í Reykjavík. Upphaflega kom kona að nafni Ólafía Eiríksdóttir að máli við Margréti Þorkelsdóttur á Akri við Bræðraborgarstíg árið Í938 og bað hana að leiða Biblíu- og bænasamfélag fyrir nokkrar konur úr KFUK. Þessar konur, sem reglulega tóku að hittast, mynduðu bænahóp sem starfaði í 40 ár. Starfi þessara kvenna hefur verið haldið við þar sem að þeim gengnum tóku við aðrar konur sem fundu sig knúnar til að halda starfinu áfram. Hópinn í dag skipa m.a. dætur Mar- grétar, Kristín og Steinunn Pálsdætur, Kristín Guðmundsdóttir og systurnar Kristín og Vilborg Jóhannesdætur en einnig var með í hópnum Sigríður Sand- holt sem nú er látin. Markmið hópsins hefur verið að biðja fyrir öllu starfl KFUM og KFUK sem og kristniboðsstarfi bæði hér heima og erlendis og komu þær konur saman í fyrstunni vikulega fyrir aðaldeildarfundi KFUK. Þórsgötuhópurinn var með að- setur sitt til langs tíma í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg 2B en þegar þau húsakynni voru seld fluttist starfið á Þórsgötu 4. Fulltrúi Bjarma sótti þær konur heim á Þórsgötuna og fékk að vera með á einni bænastund. Bænarefnin, sem lögð eru fram, koma úr ýmsum áttum. Beðið er fyrir starfi KFUM og KFUK í hverri mynd sem það birtist, kristniboðsstarfi og kristilegu starfi almennt. Beðið er fyrir sjúkum og þeim sem eiga í erfiðleikum, ráðamönnum þjóðarinnar og íslensku þjóðinni allri. Þær nefna bænarefnin hvert af öðru og biðja fyrir einu og sér- hveiju. Guð þekkir bænarefnin, þekkir þá einstaklinga sem beðið er fyrir og sam- huga í bæninni leggja þær einstaklinga og málefni fram fyrir Guð. Þær leggja áherslu á nærveru Krists í bæninni og mikilvægi þess að vera í einum anda. Orð Jesú Krists um bænina eru þeim leiðarljós þar sem hann ítrekar að hver sú bæn sem tveir eru einhuga um á jörðu muni faðirinn á himnum veita og að hvar sem tveir eða þrír eru samankomnir í nafni hans þar sé hann mitt á meðal. Oftsinnis er haft samband við þær og þeim sagt frá bænasvörum og hvernig fólk hefur fengið að skynja blessun Guðs og nálægð. Slíkar fregnir fylla þær gleði og þakklæti til Guðs sem þær tjá hon- um í bæn. Þessar konur eru hógværar og auð- mjúkar að sinna þeirri þjónustu sem Guð hefur kallað þær til. Þær sjálfar segja svo frá: „Það er óendanlega mikil blessun fyrir okkur að fá að eiga þetta bænasamfélag saman, það glæðir okkar eigið bænalíf og vekur okkur til að fylgjast náið með fólki sem í kringum okkur er. Við lítum á okkur sem verkfæri i þjónustu Guðs, þar sem við vinnum ekki verkið heldur Guð og þvi er dýrðin hans“. „En honum, sem í oss verkar með krafti sínum og megnar að gjöra langt fram yfir allt það, sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í kirkjunni og í Kristi Jesú um öll æviskeið, öld eftir öld. Amen" ( Ef. 3:20-21 ).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.