Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 25
Það er svo margt, sem orð Guðs segir mér er eykur kraft og þor á lífsins vegi. Og þar á meðal einnig þetta er að englar gæta mín á nótt sem degi. Guð sendir engil, undan mér hann fer, til ákvörðunarstaðar mig hann leiðir og gætir mín því engill minn hann er, úr öllum vanda lífsins sífellt greiðir. Á ævivegi oft er hraun og gijót og ótal hættur kunna þar að vera. Á steini þó ei steyti ég minn fót því stöðugt englar mig á höndum bera Hér englavörður eins er kringum þá sem óttast Guð og hann þeim frelsi gefur. Mín trú og von er byggð hans orði á því aldrei Drottinn brugðist neinum hefur Eins þegar óttinn um sig grípur hljótt ég ei fæ skilið Drottins huldu vegi. Þá birtist engill bjartur mér um nótt með boðin að ég hræðast þurfi eigi. Að engill Drottins einnig sé hjá mér er andvörpin ég tek í hinsta sinni, ég bið og fullviss reyndar orðin er að englahendur lyfti sálu minni. Eins bið ég engla að gæta að minni gröf uns gellur lúður dóms í framtíðinni og holdið mitt ég hlýt að nýju að gjöf úr hendi Krists í dýrðar upprisunni. Lilja S. Kristjánsdóttir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.