Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 14
Sr. María Ágústsdóttir Þannig skuluó þér biðja— Bæn Drottins í daglega lífinu Mt. 6.9-13 og Lk. 11.1-4 Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi... (Mt. 6.7). Jesús varar við þvi, sem þvi miður verður oft þegar við lesum Faðir vor, að við biöjum með orðunum einum án þess að hugur og hjarta fylgi máli. En bæn Drottins er ekki þula. Hún er lærisveinabæn, ætluð þeim sem fylgja Drottni Jesú Kristi. Hana á að biðja af trú til trúar og með fullum skilningi. Þessum hugleiðingum er ætlað að auðvelda lærisveinum Jesú Krists að biðja af hjarta bænina sem hann kenndi. Hér er gripið niður í efni, sem höfundur flutti á kvennadögum í Vindáshlíð og bænanámskeiði á vegum Biblíuskólans við Holtaveg haustið 1996, en rýmis vegna verður að stikla á stóru. Bók bandariska predikarans Larry Lea, Geturðu ekki staldrað við eina stund? er góð hvatning til að biðja Faðir vor heilshugar og einnig má benda á útskýringar Fræða Lúthers minni við hina drottinlegu bæn sem er m.a. að finna i riti dr. Einars Sigurbjömssonar, Kirkjan játar. Aðferðin er í stuttu máli sú að biðja hverja bæn Faðir vors fyrir sig, með íhugun og fyrirbæn, skref fyrir skref. Þegar þannig er beðið er mikilvægt að hafa nægan tíma. Klukkustundar dagleg bænastund, að morgni, um miðjan dag eða að kvöldi, er algjört lágmark! En íyrir þau, sem ekki geta tekið frá eina klukkustund á dag, er gott að vita að bæn Drottins má biðja allan daginn, eina bæn eða fleiri, þegar færi gefst. Flest getum við gefið Guði stundarfjórðung eða svo að morgni, þar sem við i einrúmi lofum hann, lesum í orðinu og leggjum daginn í hans hendur. A.m.k. fyrsta bæn Faðir vors er beðin þá. Að morgni ættum við einnig að klæðast alvæpni Guðs sem lýst er í tengslum við sjöttu og sjöundu bænina hér að neðan. Síðan göngum við út í daginn í bænarhug og biðjum þegar næði gefst, á leið í vinnuna, á göngu í hádeginu, við uppvaskið, í þvotta- húsinu eða í baði... Sr. María Ágústsdóttir. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Þannig hefst bænin sem Drottinn Jesús kenndi lærisveinum sínum. Ávarpið Faðir lýsir andblæ bænarinnar. Hér er beðið til persónu- legs Guðs sem lætur sér annt um bömin sín og væntir trausts á móti. Þá felst í orðunum Faðir vor að við emm ekki ein i þessum heimi, held- ur tilheyrum við stórum systkinahópi sem biður með okkur. Þegar við biðjum þannig i trú fáum við sem sagt rétta mynd af Guði, að hann er kærleiksríkur faðir; af okkur sjáljum, að við emm dætur og synir Drottins; af heiminum, að hann er undir valdi Guðs; og af öðm fólki sem okkur ber að annast sem systkini okkar. Við upphaf hverrar bænar er mikilvægt að játa mikilleik Guðs. Skoðum trú okkar. Er sá Guð, sem við biðjum til, á himnum, heilagur og máttugur Guð? Eða er hann líkur okkur sjálf- um, jarðbundinn og máttlítill? Bænasvörin verða sjaldan stærri en sú játning sem fer á undan. Okkar himneski faðir er fullkominn

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.