Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 22
Það var alltaf gott að eiga hana að - hún notaði kannski fullmikinn varalit og vandaði sig lítið í að velja sér kærasta og átti til að skvetta illa í sig. Hún var hávær, en skemmtileg í partýum og fyndin. En þá kom Hósea spámaður til sögunnar með skilti dingl- andi bæði framan á og aftan á sér. Á öðru skilt- inu stóð: HEIMSENDIR í NÁND! en á hinu: VERIÐ VIÐBÚIN! í íyrsta skipti sem hann bað hana að giftast sér hélt hún að hann væri að grínast. Eftir bónorð númer tvö vissi hún að honum var alvara og áleit hann klikkaðan. Hann gafst ekki upp og þegar hann hafði beðið hennar í þriðja sinn sagði hún já. Hósea var enginn stuðbolti, en hann hafði góðlegan svip, var örlátur og kannski ekkert mikið ruglaðri en hver annar. Þar að auki elskaði hann hana, það gat hver maður séð. Hún endurgalt ást hans fyrst í stað og þau eignuðust saman þijú böm sem Hósea gaf skrípa- nöfn, eins og Farinní Hundana, Náðvana og Ekki- minn Lýður og gerði þau þar með að athlægi í hvert sinn sem þau vom lesin upp í skólanum. Það lá í augum uppi að hjónabandið myndi ekki endast og það stóð heima. Þegar Hósea gekk um strætin og auglýsti heim- sendi gekk Gómer milli karlmanna og var engu líkara en hún kepptist við að verma eins margar hvílur og hún mögulega gat. Eftir það var tilviljun ef börnin, sem hún fæddi, líktust Hósea. Þetta gekk næstum því frá honum, eins og gefur að skilja. í hvert skipti sem hann reyndi að taka hana í gegn endaði það með þvi að hann brast sjálfur í grát. Þegar hún reyndi að siða hann til þá endaði hann alltaf á því að biðjast afsökunar. Nokkrum sinnum sagðist hann myndu læsa hana úti ef hún væri ekki komin heim kl. 5 að morgni, en það endaði alltaf með því að hann opnaði hurðina um leið og hann sá hana og hjálpaði henni upp í rúm ef hún réð ekki við það sjálf. Einn daginn kom hún ekki heim. Hósea sagði þá með sjálfum sér að nú myndi hann skilja við hana, en auðvitað gerði hann það ekki. En auðvitað hafði hann ekki fengið nóg. Þegar hann fann hana loks, hafði hún lognast út af í mjög sérhæfðu atvinnuhúsnæði sem var staðsett fyrir ofan verslun sem seldi bækur fyrir fullorðna. Hann þurfti að borga framkvæmda- stjóranum háa upphæð til þess að losa hana undan samningnum hennar. Hún var búin að missa framtennumar og var öll meira og minna krambúleruð. En Hósea fékk hana aftur. Það skipti hann öllu máli. Hann letraði nýjar áritanir á auglýsingaspjöldin. „Guð er kærleikur“ stóð á öðm, en á hinu „Mæðu- dalur er orðinn að Vonarhliðil" Frá götuhominu heyrðist hann kalla: Hvemig ætti ég að sleppa hendi afþér. EJraím, ofurselja þig, ísrael? Því að ég er Guð, en ekki maður. Ég hý á meðal yðar sem heilagur Guð og kem ekki til yðar í bræði. (Hósea 11:8-9). Það er erfitt að segja til um hvort hann hafi snúið mörgum til trúar, en eitt er þó vist, að líflð á heimili Hósea og Gómer varð aldrei eins eftir það. Hér eftir vom augu Gómer uppspretta gleðitára. Byggt á Spádómsbók Hósea 1-3 Höfundur: Frederick Buechner Þýöing: Guömundur Karl Brynjarsson og Henning Emil Magnússon

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.