Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 4
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson Biskupsembætti saman eins og matseðil Hugleiðing um biskupsembættið OAndspænis fjölbreytileika í trúmálum og fjölhyggju í trúarhugsun og trúar- mótun verður maður var við kröfu á kirkjuna um skýra stefnu og leiðsögn í lífi einstaklingsins. Margir vilja líta á hana sem athvarf íyrir gnauði vinda hverfullar samtíðar og er það skoðun sumra að sá eða sú sem sinni biskupsembættinu eigi að vera n.k. húsráðandi í þessu athvarfi. Ef þess- ar væntingar eru athugaðar nánar kemur i ljós að þær innihalda þijá megináhersluþætti. Fyrir það fyrsta ber að nefna kröfuna um að biskup sé n.k. „for- stjóri" kirkjunnar. Allt skipulag og stjórnarform kirkjunnar hefur langt frameftir þessari öld miðast við sveitakirkjuna og í raun og veru er kraftaverk hversu vel það hefur nýst. Auk þess hefur efnahagur og skipulag kirkj- unnar tekið stakkaskiptum og eru kirkjur og söfnuðir orðnar stórar „rekstrareiningar'1. Sam- fara þvi er hlutverk prestsins sem rekstrarstjóra í söfnuð- inum orðið miðlægt og endurspeglar sú staða mjög þá ósk innan kirkjunnar að biskupsembættið taki tillit til þessa. í samræmi við það vilja allmargir sjá biskupsembættið sem n.k. forstjóraembætti og líta svo á að biskupinn eigi að hafa fullt vald á rekstri þess „stórfyrir- tækis“ sem þjóðkirkjan er. Spurning er hvort menn gera ekki of mikið úr þessum þætti. í annan stað hefur ur getur sinnt þeim og óneitanlega bera þær einkenni vissrar „messí- anskrar" vonar enda samrýmast þær þremur embættum Krists: Hinu konunglega þar sem hann er leiðtogi og stjómandi; prestlega þar sem hann er hirðir, huggandi og styrkjandi; og hinu spámannlega þar sem hann boðar vilja Guðs skýrt og skorinort. Biskup er Ef við tökum allar þessar væntingar saman þá er ljóst að enginn einn mað- áherslan á prestslega þjónustu biskupsins gagnvart prestum og söfnuðum verið miðlæg í starfl biskups (t.d. í visitasíum). Þónokkra þörf er að finna fyrir biskupinn sem sálusorgara presta, annarra starfsmanna kirkjunnar og þjóðarinnar í heild. í þvi hlutverki á biskup að koma fram sem fremstur meðal jafningja. Loks verður maður var við þær væntingar að biskup verði að vera merkur guðfræðingur sem verji játningu kirkjunnar og taki skýra afstöðu til þjóðfélagsmála í ljósi hennar. Þessi áhersla tengist þeirri kröfu að biskup sé andlit kirkjunnar út á við sem svari spurningum samtíðarinnar jafnt í riti sem ræðu. í nágrannalöndunum og i Þýskalandi er þessi þáttur biskupsstarfsins einnig mjög miðlægur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.