Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.02.1997, Qupperneq 30

Bjarmi - 01.02.1997, Qupperneq 30
er ekki háð þvi að vígðir prestar gegni hlutverki leiðtoga, 60-80% af starfi kirkjunnar er unnið af leikmönnum og það er skýringin á vexti kirkjunnar. Fólk, sem á lifandi trú á Jesú, vitnar íyrir fjöl- skyldum sínum og vinum. Einföld trú á Bibliuna sem orð Guðs einkennir einnig kirkjuna. Fólk hefur séð að Guð er sterk- ari en galdrar og illir andar. Kirkjan hefur notið andlegrar endur- nýjunar síðastliðin 20-25 ár sem hefur einkum heillað yngra fólkið og gefið miklum tíma við eyðum í guðrækni. Menningin hér er öðruvísi en i Afríku. Hér er fólk mjög tímabundið og upptekið af veraldlegum gæðum. Munstur neyslu- þjóðfélagsins hefur truflað og dregið athygli fólks frá Guði til dauðra hluta. Þetta hefur líka áhrif á siðferði og gildis- mat fólks. í Afriku höfum við ekki ráð á að kaupa dýra hluti, við kaupum minna og sjaldnar. Ef við lítum á skipan kirkjumála þá sjáum við líka mun. Hvemig getur kirkja, Það er sama um hvaða kristniboðsfélag er að ræða, efekki er par innri vakning getur félagið ekki borið ávöxt íformi kristniboðs. Við verðum að gefa fesú rúm í hjörtum okkar og byrja að lifa heilögu lífi. kirkjunni mikla uppskeru. Brýnustu verkefni kirkjunnar eru kristniboð meðal hópa, sem enn hafa ekki heyrt um Jesú, og uppfræðsla safnaðarfólks um trúmál og Biblíuna. Mekane Yesus er ein af mörgum mótmælendakirkjum landsins en eina lútherska kirkjan. Samtals eru rúmlega átta milljónir Eþíópíumanna mótmæl- endatrúar, í kirkju baptista eru um þrjár milljónir manna, í kirkju hvítasunnu- manna um milljón og síðan bætast við aðrar kirkjur. Eins eru margir sértrúar- söfnuðir, t.d. Vottar Jehóva. Hvemig er sambancLið á milli Mekane Yesus og rétttrúnaðarkirkjunnar? Leiðtogar rétttrúnaðarkirkjunnar saka Mekane Yesus um rangar áherslur í trú- málum en rétttrúnaðarkirkjan leggur mikla áherslu á Maríudýrkun (meiri en kaþólska kirkjan). Þeir saka Mekane Yesus einnig um að stela safnaðarfólki. þess eru dæmi að lútherska kikjan sé ofsótt af rétttrúnaðarkirkjunni á sumum svæðum í Eþíópíu. í hveijufelst munurinn á kristindómn- um í Eþíópíu og á Vesturlöndum? Munurinn felst aðallega í þvi hversu sem ríkisvaldið stýrir og styður, starfað sem skyldi? Kirkjan á að vera sjálfstæð og algjörlega óháð ríkisvaldinu. Kirkjan ætti að lúta stjórn fólks, sem er trúað, en ekki ríkisvaldsins. Hvemig getur það verið til góðs að ríkið útnefni mann til biskupsembættis? Kirkjan virðist held- ur ekki vera í góðum tengslum við fólkið sem hún á að þjóna. búther sagði að kirkjan ætti að boða orð Guðs og nota náðarmeðulin og að hvar sem orð Guðs væri boðað og náðarmeðulunum útdeilt á réttan hátt, þar væri kirkja Guðs. Starf kirkjunnar á ekki að snúast um stjóm- mál og valdabaráttu. Þetta hefur að mínu mati skapað mörg vandamál fýrir kirkjuna í hinum vestræna heimi. Mekane Yesus kirkjan er sjálfstæð og þiggur hvorki aðstoð frá ríkinu né lýtur hún valdi þess. En heimurinn er sífellt að minnka og það sem er hér að finna er á leiðinni til Afríku. Sjónvarpið, alnetið og allir þessir hlutir em að koma til Afríku. Menning hins vestræna heims hefur áhrif og er að breyta heimsmyndinni i Afríku. Það er því mikilvægt fyrir okkur kristna menn að fylgjast með þróun mála og biðja Guð um að leiðbeina okkur í heim- inum eins og hann er í dag. Þú nefndir illa anda. Biblían talar um illa anda og í Eþíópíu þekkjum þá og lítum á þá sem raun- veruleg öfl. Hér á Vesturlöndum birtast þeir kannski á annan hátt en þeir em ekki síður raunvemlegir hér en í Afríku. Hver eru brgnustu verkefni kristni- boðsins um þessar mundir? Þegar við gefúmst Jesú á vald þá verð- ur kristniboð eðlilegur þáttur þess að lifa honum. í því samhengi vil ég leggja áherslu að kristniboðið byrjar í Jerú- salem (Post. 1,8). Við megum ekki gleyma nágrönnum okkar og nánasta umhverfi. Hvort sem við tölum um kristniboð nær eða fjær þá er það mikilvægasta að gef- ast sjálfur Kristi. Það er ekki hægt að hugsa sér kristniboð áður en fólk gefst Kristi. Það er ekki hægt að búast við því að einhver, sem þekkir ekki Jesú, fari að segja öðmm frá honum. Það er sama um hvaða kristniboðs- félag er að ræða, ef ekki er þar innri vakning getur félagið ekki borið ávöxt í formi kristniboðs. Við verðum að gefa Jesú rúm í hjörtum okkar og byrja að lifa heilögu lífi. Ég tel eina svarið við stöðunni í dag vera vakningu. Hvaða væntingar hefur þú til íslands- ferðarinnar? Þetta er í fýrsta sinn sem ég kem til lands eins og íslands. Það er gaman að hugsa til þess, þegar maður kemur frá 60 milljóna manna þjóð, að íslendingar em einn fjórði úr milljón. Ég hlakka til að sjá hvernig íslendingar tilbiðja Guð og með hvaða hugarfari þeir koma til kirkju en fyrst og fremst vil ég deila fagnaðarerindinu um Jesú með þeim. Ég var syndari og ég er syndari en ég er frelsaður af Jesú Kristi, um það snýst vitnisburður minn. Þegar við frelsumst þurfum við að lifa nýja lífinu, við þurf- um að lifa heilögu lífl. Við emm frelsuð til þess að lifa heilögu lífi.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.