Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 23
BÓKASKÁPURINN
■nternetið
og trúin
Time Magazine fjallaði í desember sl. um trú
og upplýsingatækni undir yfirskriftinni „Jesus
Online". Þar kom margt athyglisvert fram,
m.a. það að „Guð er nú að finna" á
410.000 heimasíðum á Intemetinu.
Upplýsingatæknin breiðist nú
hratt út meðal kirkna og trúar-
samfélaga, meira að segja meðal
trúarhópa sem hafa snúið baki við
nútímatækni á ýmsum öðrum
sviðum. Gott dæmi er Amish-fólkið í
Bandaríkjunum, en þrátt fyrir að
nota enn hestakerrur í stað bíla hef-
ur það tekið upplýsingatæknina í
sína þjónustu. Annað dæmi, sem
Time Magazine nefnir, er hópur
munka af Benediktsreglu sem hefst
við í óbyggðum Nýju-Mexikó og
uppfærir heimasíðuna sína reglu-
lega með hjálp sólarrafhlaðna. Þetta
eru aðeins dæmi um þann mikla
hafsjó upplýsinga um trú og trúmál
sem er að flnna á netinu.
Time lýkur umfjöllun sinni með því að
velta fyrir sér áhrifum Intemetsins á fólk og
hugmyndir þess um Guð. í huga margra
hefur það að tengjast Internetinu miklar
breytingar í för með sér. Ekki bara það að
tengjast fjölda annarra tölva heldur megi líkja
því við að ganga inn í risastóran hugmynda-
helgidóm þar sem trúin er skilgreind og
mótuð af eins konar sameiginlegum „anda“
netsins.
Titill: Know why you believe
Höfundur: Paul Little
Hvers
vegna
trúir
þú?
Baldur Hallgrímur Ragnarsson
Það er ekki laust við að margir kristnir menn snúi höfði sínu
undan þegar talað er um að rökstyðja trú sína af ótta við að
hafa ekki „upplifað" neitt eða lent í einhverju sérstöku á lífs-
leiðinni. Oft er talað um að efi sé eitthvað sem ekki eigi heima í lífi
sannkristins manns en að svara efasömum trúsystkinum þannig
leysir sjaldnast vandann.
Know why you believe var fyrst gefin út 1967 og hefur síðan verið
endurútgefin tvisvar sinnum, nú síðast 1988. í upphafi bókarinnar
varpar höfundurinn fram spurningunni: „Er kristin trú rökrétt?"
Hann bendir á að ekki sé nauðsynlegt að henda heilanum þegar
maður verður kristinn,
en þannig vilja margir
túlka Kól. 2:8 („Gætið þess, að enginn verði til að hertaka yður með
heimspeki og hégómavillu, sem byggist á mannasetningum, er
runnið frá heimsvættunum, en ekki frá Kristi"), heldur sé hægt að
færa rök fyrir ýmsu hvað varðar trúna. Rökin koma ekki í stað
trúar. Þau geta leitt til hennar, þó ekki án verks heilags anda. Það
að trúa einhveiju gerir það ekki satt og það að trúa því ekki gerir
það ekki ósatt.
Þó að höfundur hætti sér stundum út á hálan is þá gengur honum
vel að fóta sig að minu mati. Hann varpar fram spumingum eins og
„Eru vísindin og Biblian sammála?" og „Af hveiju leyfir Guð þján-
ingar?" og skoðar málin í ljósi Bibliunnar. Við kristnir menn verðum
líka að horfast í augu við það að í ýmsu verðum við einfaldlega að
treysta Guði. „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfær-
ing um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá“ (Hebr. 11:1).
Viðfangsefni bókarinnar eru spumingar sem engin auðveld svör
fást við: Vísindi, fornleifafræði, kraftaverk, hvort Jesús sé Guð,
þjáningar og fleiri efni sem mér finnst nauðsynlegt að standa klár á,
ekki endilega gagnvart öðrum heldur fyrst og fremst sjálfum mér.
Það má eiginlega segja að bókin sé eins og kynningarstandur í
stórmarkaði. Við fáum að smakka á hinu og þessu til þess að við
kaupum það. Þannig fær maður aðeins lítinn hluta af staðreynd-
unum sem til staðar em en þær eiga að hvetja okkur til að kaupa
meira.