Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 18
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson Þættimir Ráðgátur, eða X - Files, hafa verið sýndir hjá Sjónvarpinu um all- langt skeið. Búið er að framleiða marga tugi slíkra þátta og bíómynd í fullri lengd sem er væntanleg í kvikmyndahús. Á síðasta ári var haldin X - Files sýning í Bandaríkjunum sem var gífurlega vel sótt. Þar var ejtt og annað til sýnis er notað hafði verið við gerð þáttanna svo sem sviðs- myndir og búningar. Aðsóknin kom fáum á óvart því Ráðgátur eiga sér marga dygga aðdáendur og em án efa meðal vinsælustu sjónvarpsþátta í heiminum. Vinsæld- irnar felast án efa að verulegu leyti í viðfangsefninu, en þeir fjalla um yfirnáttúm- leg og óútskýranleg fyrirbæri. Hið dularfulla, ókunna og mystíska hefur því greini- lega mikinn hljómgrunn í dag. Smurolía haldin illum geim-anda Aðalpersónur X - Files eru lögreglumenn- irnir Fox Mulder (David Duchovny) og Dana Scully (Gillian Anderson). Þeim eru fengin verkefni sem FBI hefur ekki tekist að leysa. Verkefni þeirra tengjast nær undantekningalaust yfirskilvitlegum fyrir- bærum. Segja má að Mulder og Scully séu málsvarar íyrir mismunandi skoðanir fólks á slíku. Þar er Dana Scully mjög efins, en Fox Mulder er haldinn sjúkleg- um áhuga á furðum. Hann þráir að kom- ast að því hvað er bak við heimsins duldu rúnir og telur einu færu leiðina vera að komast til botns í hinu yfirskilvitlega. Ráðgátumar sem þau Mulder og Scully fást við em af ýmsum toga. Fyrir þá les- endur sem ekki hafa horft á þættina er rétt að gera grein íyrir nokkrum þeirra. Oftar en ekki koma geimverur við sögu, einkum furðusögur sem eiga sér stoð í raunveruleikanum. Til er fjöldi fólks, einkum í Bandaríkjunum, sem heldur þvi fram að þvi hafi verið rænt af geimvemm, jafnvel verið brottnumið um borð í fljúg- andi diska. Þar segist það hafa verið rann- sakað í bak og fyrir af geimverunum, sem í flestum sögunum em smávaxnar, grá- leitar, höfuðstórar með svört augu. Aðrir þættir fjafla um meinlausari dellu, eins og tölvustýrða manndrápskakkalakka úr málmi. í öðmm þáttum er fengist við trúar- leg fyrirbæri eins og endurholdgun og ból- festu illra anda. Frumlegasta samsuðan hingað til er sennilega þátturinn sem fjall- aði um afturgengna geimvem sem tók sér bólfestu í smurolíu, rann inn í fólk og vann hin verstu voðaverk gegn um það. Loksins, loksins? Margir fagna þvi efalítið að loksins sé farið að gera lögregluþætti sem fjalla ekki að- eins um dóp, morð og spillingu. í sjálfu sér er það hið besta mál. Það sem er slæmt við Ráðgátur er leiðin sem farin er til að nálgast hið yíimáttúrulega. í X - Files er heimurinn, hið sýnilega og ósýnilega, fyrst og fremst séður gegn um gleraugu okkúltismans, dultrúarinnar. Occult er latína og merkir það sem er heimullegt, dulið. og er merkingin tengd yfimáttúrlegum fyrirbæmm1. Til er tvenns konar þekking sem gengur inn á hið dulda, yfimáttúmlega svið. Önnur tegund þekk- ingarinnar kemur frá Guði í gegnum orð hans, Biblíuna, og fyrir trú á son hans, Jesú Krist. Guð opinberar fyrir jarðnesk- um mönnum andlega leyndardóma hennar fyrir íhugun orðsins og bæn2. Hin tegund dulinnar þekkingar, sem ekki er frá Guði, kemur frá Satan. Hann apar eftir verkum Guðs en andlegar leiðir hans enda í villu og glötun. Hér er m.a. átt við stjömuspeki, spíritisma, galdra, spár, fjölkynngi og djöfladýrkun að ógleymdri geimveru- dýrkuninni því margir telja geimvemr vera það sem fólk forðum taldi vera engla. Jafn- vel boðskapur Biblíunnar hefur verið skmmskældur í átt að geimvemdellunni3.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.