Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 16
I leiðinni má minna á Róm. 12.2 þar sem við erum hvött til að taka háttaskipti með endur- nýjun hugarjarsins svo að við fáum reynt vilja Guðs. Þegar við biðjum um háttaskipti með endurnýjun hugarfarsins og vilja Guðs inn í aðstæðumar getum við treyst þvi að erflð sam- skipti, t.d. í hjónabandi, breytist. IV Gef oss í dag vort daglegt brauð. í fjórðu bæninni er fólgið frelsi frá daglegum kvíða. Daglegt brauð merkir einfaldlega allar okkar þarfir þann daginn, allt sem er á inn- kaupalistanum. Meðal þess sem Lúther telur upp í sínum skýringum er heimili, peningar, guðhrædd fjölskylda, góð veðrátta og góðir vinir. Vemm minnug þess að Guð er skaparinn, sem annast manninn í heild sinni, jafnt líkama, tilfinningar og félagstengsl sem andlegt líf. Hér biðjum við ekki bara fyrir okkur sjálfum og okkar þörfum, heldur einnig fýrir þeim sem em á bænalistanum okkar og þarfnast íýrirbænar. V Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Orðið skuldir er þýðing á gríska orðinu ofelema sem merkir einmitt skuld. í útgáfu Lúkasar af bæn Drottins er orðið hamartia notað sem þýðir að missa marks. Með þessari bæn játum við fýrir Guði að við skuldum honum allt og miss- um svo oft marks í lífinu. En Guð er frelsarinn og leysir okkur undan sekt og vanmætti. Um það biðjum við. Fimmta bænin er tvöföld. Soo sem vér og fyrirgefum... segir í guðspjallinu. Guð er Guð fýrirgefningar. Þó getur okkar eiginn biturleiki komið í veg fyrir að fyrirgefning Guðs verði staðreynd í lífi okkar. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða, segir síðar í Fjall- ræðunni (Mt. 7.2). Við eigum einfaldlega að fýrirgefa en hvemig gerist það? Jú, fyrir bæn. Bænin breytir. Hún breytir vissulega oft að- stæðum okkar og þeirra sem við biðjum fýrir en fyrst og fremst breytir bænin okkur sjálfum. Þegar við biðjum af einlægni um fyrirgefandi huga og hreint hjarta mun Drottinn gefa okkur elsku, bæði til okkar sjálfra og einnig til þeirra sem hafa sært okkur djúpu sári. Leyndardómur fýrirgefningarinnar felst í þeirri náð sem gleymsk- an er. Með krossdauða Jesú Krists hefur Guð varpað öllum syndum okkar í djúp hafsins (Mík. 7.19). Við erum dáin með honum og upprisin til nýs lífs, fyrirhuguð til að líkjast mynd sonar Guðs (Róm. 8.29). Vörpum þvi syndunum, bæði okkar eigin og þeim, sem aðrir hafa meitt okkur með, í gleymskuhaf Guðs. VI og VII Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Guð, sem er skaparinn og frelsarinn, er líka helgarinn. í sjöttu og sjöundu bæninni biðjum við Heilagan anda um handleiðslu, vöm og kraft í baráttunni. Þvi líf kristins manns er barátta, ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tign- irnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrk- urs... (Ef. 6.12). Lúther talar um að djöfullinn, heimurinn og hold vort séu þeir aðiljar, sem sviki okkur og tæli til vantrúar, örvæntingar og annarrar stórrar svívirðingar og lasta... Hér biðj- um við um að Guð veiti okkur vemd og varð- veislu gegn öllu þessu. í sjötta kafla Efesusbréfsins, vers 10-18, má finna afar myndræna lýsingu á þeim vopnum sem Guð hefur handa okkur í baráttunni gegn myrkri og illsku. En þau vopn em gagnslaus ef við tökum ekki við þeim. Það er alveg upplagt að sameina létta morgunleikfimi og leiðbein- ingar Páls postula. Þegar við t.d. fömm fram úr rúminu klæðum við okkur hreinlega í vörn heilags anda með því að fara með orð Efesus- bréfsins og gera viðeigandi hreyfingar um leið. Hver segir að við verðum að biðja krjúpandi með álútt höfuð og lokuð augu? Ekki er rúm fyrir nánari útleggingu á þessum áhrifaríku hertygjum ljóssins (Róm. 13.12), en lesendur em hvattir til að kynna sér Ef. 6.10-18 vel og lifa sig inn í þá vemd sem dagleg tileinkun ráð- legginga postulans veitir. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen. Eins og við byijuðum með því að lofa Drottin og játa mikilleik hans ættum við einnig að enda bænina með því að dvelja í tilbeiðslu frammi fyrir lífgjafa okkar. Lokaorð bænarinnar, sem Drottinn Jesús kenndi lærisveinum sínum, em sönn og djúp trúarjátning lærisveinsins sem þekkir sinn Guð. Og vemm einnig minnug þess að við eigum þetta allt með Guði: Ríki hans, mátt hans og dýrð. Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður rikið (Lk. 12.32). Við skulum því breyta eins og samboðið er Guði sem kallar okkur til rikis síns og dýrðar (1. Þess. 2.12). Verði svo í Drottins nafni! Með pessari bæn játum við fyrir Guði að við skuldum honum allt og missum svo oft marks í lífinu. En Guð er frelsarinn og leysir okkur undan sekt og vanmætti. Um pað biðjum við.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.