Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 20
ENGLAND Sunnudaga- skóli í „Kringlunni“ Sunnudagamir verða í æ ríkari mæli verslunardagar og fólk hættir að koma í kirkju. Af þessum sökum hefur Hjálp- ræðisherinn á Englandi komið á fót sunnudagaskóla í verslunar- miðstöð í bænum Maidstone. Ekki íylgir fréttinni hvemig við- brögðin hafa verið. 156 þúsund píslarvottar Á árinu 1995 voru um 156 þúsund manns líflátnir vegna trúar sinnar á Jesú Krist. Á árinu 1996 urðu þeir líklega enn íleiri og búast má við að þeim fari fjölgandi á komandi ámm. Þessar upplýsingar koma frá David Barrett, en hann er þekktur vísindamaður á sviði kirkjutölfræði. í fimmtán ár hef- ur hann rannsakað hve margir hafa látið lífið íyrir trú sína frá þvi í frumkristni. NOREGUR Söngbók í 140 þúsund eintökum Söngbókin Rop det ut, sem kom íyrst út fyrir nokkrum ámm og er ætluð ungu fólki, hefur nú verið endurskoðuð og gefin út í tíu þúsund eintökum. Þar með hefur hún komið út í 140 þúsund eintökum sam- tals. Söngbókin inniheldur bæði gamla og nýja sálma og söngva og virðist blandan falla fólki vel í geð miðað við upplagstölur. Það er Lunde-forlag í Noregi sem gefur bókina út. JAPAN BANDARÍKIN í fangelsi fyrir íkveikjjur í kirkjum Um 450 manns vinna nú að rannsóknum á 280 kirkju- brunum í Bandaríkjunum og hafa 112 manns þegar verið handteknir. Flestar íkveikj- urnar hafa átt sér stað í Suðurríkjunum. 750 þúsund evangelísk- kristnir 30. nóvember sl. minntust kristnir menn í Japan fjöldamorða á kristn- um mönnum í landinu fyrir 400 árum. Þá voru ein milljón manns drepnir vegna trúar sinnar. í engu öðru landi eru eins margir kristni- boðar að störfum og í Japan. Samt sem áður eru hvergi eins fáir krístn- ir í allri Asíu. Talið er að aðeins séu um 750 þúsund evangelísk-kristnir í landinu. Til samanburðar má nefna að það eru jafnmargir og meðlimir einnar kirkju í Seoul í Suður-Kóreu, Yoido Full Gospel Church. Friöartextar til Mió-Austurlanda Norska Biblíufélagið hefur, í samvinnu við Biblíufélög í Mið-Austurlöndum, haft forgöngu um óvenjulegt friðarátak. Á árinu 1997 verður 170.000 eintökum af biblíutextum á hebresku og arabísku dreift í Mið-Austurlöndum. Textamir em bæði úr Gamla og Nýja testamentinu og fjalla allir um frið og sáttargjörð. SVÍÞJÓÐ Aldrei of seint að fermast í Svíþjóð láta æ færri unglingar ferma sig. Á landsvísu em það 59,7% en dæmi eru um mun lægra hlutfall eins og t.d. í Gautaborg en þar fermast aðeins um 36% unglinga. í Svenska Kyrkans Tidning kem- ur fram að tveir skólaprestar sem starfa þar í borg hafa heimsótt bekki í framhalds- skólum og bent unglingum á að það sé aldrei of seint að fermast þótt það hafi ekki verið gert á hefðbundnum aldri. Ekki kemur fram í fréttinni hvort prestunum hafi orðið eitthvað ágengt. Alnæmi heldur áfram aö breiöast út Ekki virðist draga úr al- næmifaraldrinum. Um það bil 3,1 milljón manns smitaðist af HlV-veirunni á árinu 1996. Af þeim eru 2,7 milljónir yngri en 25 ára. Um helmingurinn eru kon- ur og 400 þúsund böm hafa smitast á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Sam- einuðu þjóðanna er talið að um 22,6 milljónir séu smit- aðar af HlV-veirunni. 1,6 milljónir muni deyja af völd- um alnæmi í ár og þar af um 350 þúsund börn. Frá því að faraldurinn braust út hafa 30 milljónir smitast og af þeim hafa 6,4 milljónir þegar látist. Afríka sunnan Sahara hefur orðið verst úti en þar hafa um 14 milljónir smitast.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.