Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Síða 29

Bjarmi - 01.02.1997, Síða 29
Neysluþjóðfélagið dregur athyglina frá Guði til dauðra hluta - segir Eshetu Abate Nú dvelur á íslandi góður gestur. Eshetu Abate, eþíópskur presta- skólastjóri og doktor, deilir um þessar mundir lifssýn sinni og reynslu með íslendingum. í haust hefúr hann kennt við Fjellhaug kristniboðsskólann í Osló). Vegna fyrirhugaðrar ferðar hans hingað til lands mœlti Leifur Sigurðsson, tíðindamaður Bjarma í Noregi, sér mót við hann og lagði fyrir hann nokkrar spumingar. Getur þú sagt okkur dálítiðfrá sjálj þér, hvaðan ert þú? Ég er frá Suður-Eþíópíu, nánar tekið Sídamó, og er starfsmaður Mek Yesus kirkjunnar sem er eina lúther kirkjan i landinu. En segja má að kirkja sé bæði kirkja kalvínskra lútherskra manna. Ég ólst upp hjá föður mínum sem h fyrir starf Norska kristniboðssambar ins (NLM) komist til trúar á Jesú K en hann hafði áður tilheyrt rétttrúnai kirkjunni (koptisku kirkjunni). En _ er sú kirkja sem flestir Eþíópíumenn til- heyra og vandamál þeirrar kirkju eru rangar kenningar. Þegar NLM byrjaði að starfa í Sídamó komst faðir minn í kynni við boðskap Biblíunnar. Hann tók trú á Jesú sem frelsara mannanna og hann læknaðist af líkamlegum kvillum og öðrum sjúkleik- um sem tengdust illum öndum. Boð- skapurinn um Jesú gerði hann heil- brigðan bæði andlega og líkamlega. En ég á sjálfur mína eigin reynslu- sögu um það hvemig ég öðlaðist lifandi trú á frelsarann. Á menntaskólaárum mínum átti ég erfitt með að gefa Jesú þann sess sem hann á að hafa hjá öll- Eshetu Abate, eþíópskur prestaskólastjóri og doktor. í haust hefur hann kennt við Fjellhaug kristniboðsskólann í Osló. um mönnum. En þegar ég hafði lokið náminu kenndi Guð mér að hann er herra og skapari og að við mennirnir erum takmarkaðir og getum ekki gert hvað sem okkur dettur í hug. Það er mikilvægara að trúa og treysta honum fyrir lífi sínu öllu. Eftir að hafa séð alvör- una í þessu gafst ég upp fyrir Guði og gekk honum á hönd. Ég fékk að sjá hvað hann hafði gert fyrir mig með kross- dauða sínum og upprisu. Von um eilíft líf var gjöf Guðs til syndugra manna. Eftir menntaskóla fór ég á prestaskóla kirkjunnar í Addis Abeba og var þar í fjögur ár, 1976-80. Síðan kenndi ég í þijú ár við Tabor-prestaskólann í Avasa. Síðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem ég lagði stund á guðfræði í fjögur og hálft ár (meistaragráða). Árin 1989-92 kenndi ég við prestaskóla kirkjunnar í Addis Abeba og 1992-96 gegndi ég stöðu skólastjóra við skólann. Er líf í lúthersku kirkjunni? Mekane Yesus kirkjan er ung kirkja, ekki nema 36 ára gömul, en hún var stofnuð árið 1959. Þá voru safnaðar- menn rúmlega 20.000 talsins, en nú eru þeir rúmlega 2.000.000. Styrkur kirkjunnar felst í því að leik- menn eru öflugir innan hennar. Kirkjan

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.