Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 31
Til áskrifenda Bjarma Bjarmi hefur nú komið út í 90 ár. Með þessu tölublaði hefst 91. árgangur blaðsins. Það hljóta að teljast nokkur tíðindi að lítið blað skuli hafa komið út allan þennan tíma. Allt frá upphafi hefur blaðið viljað vera boðberi fagnaðarerindisins um Jesú Krist enda er það mikilvægasti boðskapur í heimi. Jafnframt hefur blaðið leitast við að flytja fréttir af viðburðum og starfl innan kirkju og kristni og taka þátt í umræðu um trúarleg málefni. Á síðastliðnu ári leitaðist ritnefnd blaðsins við að auka enn á fjölbreytni í efnisvali og efnistökum. Viðbrögð þeirra sem í sér hafa látið heyra hafa yflrleitt verið mjög jákvæð. Vonandi tekst að halda áfram á sömu braut á þessu ári. Það er mat þeirra sem að blaðinu standa að það gegni mikilvægu hlutverki í trúarlegri umræðu í samtímanum. Ein breyting verður á ritnefnd blaðsins nú í ársbyijun. Benedikt Amkelsson, sem verið hefur í henni um margra ára skeið, lætur af því starfi. Hér með eru Benedikt færðar þakkir fyrir fórnfúst starf í þágu blaðsins á liðnum árum. Fjáirhagur Bjarma hefur verið slæmur síðustu árin og mikil þörf á að bæta þar úr. Ritnefnd heitir hér með á liðsinni áskrifenda og hvetur þá til að kynna blaðið fyrir vinum og vandamönnum og afla blaðinu þannig nýrra áskrifenda. Árgjaldið verður óbreytt eða kr. 2.700,- fyrir sex tölublöð. Ef það gæti orðið einhverjum hvatning til dáða býðst þeim áskrifendum, sem útvega blaðinu tvo nýja áskrifendur, ókeypis áskrift á árinu 1997. Benedikt Arnkelsson, sem verið hefur í ritnefnd Bjarma um margra ára skeið, lætur afþvístarfi. Hérmeðeru Benedikt færðar þakkir fyrir fórnfúst starf í þágu GJG Útvegið BJARMA tvo nýja áskrifendur og fáið áskriftina árið 1997 ókeypis Nafn: Kennitala: Heimilisfang: Póstnr. og staður: □ Vinsamlegast skuldfærið á greiðslukort mitt Kortanúmer: Gildistlml: j Vinsamlegast innheimtið með gíróseðli Nafn þess er útvegar áskriftina: □ □□□ □ □□□ □ □□□ □□□□ □□□□ Póstfang: Bjarmi - kristllegt tímarit Pósthólf4060 124Reykjavík Nafn: Kennitala: Nafn: Kennitala: Heimilisfang: Póstnr. og staður: | Vinsamlegast skuldfærið Kortanúmer: á greiðslukort mitt Glldistlml: j Vinsamlegast innheimtið með gíróseðli Nafn þess er útvegar áskriftina: □ □□□ □ □□□ □ □□□ □□□□ □□□□ Póstfang: Bjarml - krlstilegt tímarlt Pósthólf 4060 124 Reykjavík Nafn: Kennitala:

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.