Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 27
ýta sannleikanum undir teppið heldur benda afdráttarlaust á hann þó að það valdi óþægindum og hatri. Raunverulegur kærleikur er kærleikur Guðs sem opinber- aðist í Jesú Kristi. Sá kærleikur sér glötunina og þá kvöl sem þar er og leggur allt í sölumar til þess að bjarga frá henni. Sami kærleikur og knúði Guð til þess að senda Jesú í heim- inn knýr kristna menn til þess boða öllum mönnum fagnaðar- erindið um Jesú. Það er ekki hjálpræði í neinum öðmm og ekkert annað nafn um víða veröld sem getur frelsað (Post. 4,12). Til þess að menn bjargist frá hinni eilífu pínu glötunar- innar getum við ekki annað en vitnað um Jesú. Innra með þeim sem eiga kærleika Krists brennur ástareldur sem getur ekki horft upp á að menn glatist. Ég hef velt fyrir mér hvers vegna Guðs orð talar svo oft um dóm og að dæma. Hvers vegna er ekki bara talað um hjálp- ræðisverk Guðs? Er það ekki nóg? Getur Guð ekki frelsað menn nema jafnframt að dæma og refsa? Svar Guðs orðs er nei. Hann getur það ekki. Syndin verður að fá sinn dóm. Heilagleiki Guðs krefst þess. Syndina verður að uppræta og allt, sem er andstætt heilagleika Guðs, verður að aðskilja frá honum. Að frelsa er að bjarga frá þeim öflum sem íjötra og eyðileggja. Að frelsa er að bjarga úr fjötrum djöfulsins, drottnara myrkursins, og frá andaverum vonskunnar í himingeimnum (Ef. 6,10-17). Þessi öfl sleppa ekki takinu af frjálsum vilja. Þess vegna verður að dæma þau og kasta þeim og öllum sem þeim fylgja út í ystu myrkur til eilífrar refsingar þar sem þeir geta ekki framar táldregið og spillt gleði þeirra sem vilja lifa með Sannleikurinn verður ekki umflúinn. Fyrr eða síðar verða allir að horfast í augu við sannleikann. Þetta er alvara lífsins. Guði. Þeir sem hlýða ekki boði Guðs hér á jörð munu ekkert frekar gera það í eilífðinni (Lúk. 16,30-31). Okkur flnnst ef til vill erfitt að sætta okkur við það en við getum ekki gert okkur grein fyrir öllu sem viðkemur eðli Guðs og ráðsályktun. Það verður að hreinsa burt alla synd og óhreinleika til þess að ríkið, þar sem réttlæti og friður býr, geti orðið bústaður manna. Hér á jörðu fær hið illa að vaxa við hlið þeirra sem vilja fylgja Jesú en á degi dómsins verða hinir vantrúuðu skildir frá þeim sem trúa á Jesú. Það verður eins og í frásögu Jesú um illgresið meðal hveitisins (Matt. 13,24-30). Illgresið hindrar vöxt hveitisins, veldur ýmsum óþægindum og kæfir jafnvel sumar plöntumar en svo verður ekki endalaust. Þegar kom- skurðarmaðurinn kemur verður illgresinu safnað sér og það brennt en hveitið fer i hlöðuna. Skúli Svavarsson er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Ég get ekki lokið þessum hugleiðingum án þess að minna á að dagur dómsins verður fagnaðardagur fyrir þá sem varðveitt hafa trúna á frelsarann. Þeir munu gleðjast, þegar þeir sjá hann, og ganga inn til fagnaðar herra sins og munu siðan vera með honum alla tíma (1. Þess. 4,17). Þar mun ekkert böl, þjáning né sorg vera til (Op. Jóh. 21,1-4). „Eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan ílýja“ (Jes. 35,9). Lærisveinar Jesú heyrðu hann tala um alvöru syndarinnar og að erfltt yrði að standast í dóminum. Þeir óttuðust hvað yrði um þá og spurðu: „Hver getur þá orðið hólpinn?" (Matt. 19,25). Mörgum árum seinna gaf Jesús einum þeirra, Jóhannesi, opinberun sem svaraði spumingunni. Jóhannes sá mikinn múg, sem enginn gat tölu á komið, af alls kyns fólki og kyn- kvíslum og lýðum og tungum frammi fyrir hásæti Guðs. Allir vom skiýddir hvitum skikkjum. Þetta vom hinir hólpnu og ástæðan fyrir því að þeir vom í dýrð Guðs var að þeir höfðu þvegið skikkjur sínar í blóði lambsins (Op. Jóh. 7,9-17). í dag er náðardagur og Jesús vill hreinsa af allri synd þá sem til hans koma.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.