Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 21
ÞÝSKALAND SUÐUR-AMERÍKA Atvinnulífið styrkir kirkju- starf Styrkir fyrirtækja verða æ algengari i mótmælendakirkjum í Þýskalandi. Ástæðan er vaxandi peningaskortur vegna þess hve margir Þjóðveijar segja sig úr kirkjunni eða um 350 þúsund á ári. Margir gera það til að losna við að greiða kirkjugjöldin. Eftir sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands voru lögð á aukagjöld til að mæta kosnaði vegna sameiningarinnar og sleppur fólk við að greiða þau með því að segja sig úr kirkj- unni. EÞÍÓPÍA Tvær milljónir í Mekane Yesus kirkjunni Fjöldi þeirra sem tilheyra Mekane Yesus kirkjunni í Eþíópíu er nú kominn yfir tvær milljónir. Þeim fjölgaði úr 1.847.116 í 2.091.851 á árinu 1996. Megersa Guta, aðalframkvæmdastjóri kirkjunnar, lofar íýrst og fremst Guð fyrir að þetta er orðið að veruleika og þakkar jafnframt öllum sem hafa tekið þátt í því með kirkjunni að vinna að verki Drottins meðal Eþíópíu- manna. MAROKKÓ Fagnaðar- erindið í sjónvarpi Fréttir frá Marokkó herma að mikill áhugi sé í landinu á fagnaðarerindinu um Jesú Krist. Ástæðan er meðal ann- ars sjónvarpssendingar um gervihnött en þær ná tvisvar í viku til margra millj- óna manna í Norður-Afríku. Aðstand- endur sjónvarpssendinganna hafa fengið mörg bréf frá þakklátum áhorfendum og lýsa því sem er að gerast sem vakn- ingu. Moon hyggurá herferð Sértrúarflokkur Kóreumannsins Moon, sem þekktur er m.a. fýrir mikil auðæfi og íjöldabrúðkaup, býr sig undir að hefja melri háttar átak í Suður-Ameríku, segir í norska blaðinu Dagen. Nokkru fyrir s.l. áramót var búist við 4200 trúboðum til Montevídeó í Úrúgvæ en þar áttu þeir að sækja námskeið og dreifa sér síðan um bæi og sveitir álfunnar og hefjast handa í þágu safnaðarins. Trúflokkurinn tók íþróttaleikvang á leigu þar sem trúboðarnir áttu að gista meðan námskeiðið stóð yfir, en þeim sem komust ekki fyrir þar var búinn staður á lúxushóteli sem flokkurinn á í borginni. Þátttakendur námskeiðsins voru flestir frá Japan. San Myung Moon, leiðtogi samtakanna, hafði dvalist um nokkurra mánaða skeið ásamt konu sinni í borginni og vann að þvi að festa fé einingarkirkjunnar, eins og þeir kalla sig, í enn fleiri fyrirtækjum en þeir áttu þar fyrir. Þeir hafa einkum áhuga á að verða hluthafar í fyrirtækjum á sviði ferðamála og í fjölmiðlum. Á þessu ári ætla þeir að endumýja Hótel Victoria Plaza. í þvi em 550 herbergi og verður það fyrsta flmm stjörnu hótelið í Montevideó. Forystumenn kaþólsku kirkjunnar líta „innrás“ Moons og liðsveita hans alvarlegum augum og ákváðu biskupar hennar að taka saman höndum til að spoma við starfi þeirra.' Leiðtogi einingarkirkjunnar í Japan segir að kirkjan stefni að því að ná eins góðri fótfestu í Suður-Ameríku og í Banda- ríkjunum. Þvi marki ætli hún að ná með hjálp tækni og með þvi að eíla menntun og styrkja fjölskyldulíf. í nóvember kom út fyrsta eintak vikuritsins Tiempos del Mundo. Það á að verða dagblað og koma út í 16 löndum þar sem spænska er töluð. Til stóð að George Bush yrði viðstaddur þegar fyrsta eintakið yrði kynnt. Með útgáfu blaðsins er m.a. reynt að vinna fylgi i Argentínu. Moon tilkynnti forseta landsins fyrir skömmu að trúflokkurinn hyggðist fjárfesta fyrir 30-40 milljarða króna í landinu á næstu ámm. Jarðir hafa þegar verið keyptar og ráðgert er að leggja fé í verksmiðjur, hótel, ferðamannastofnanir og sjónvarpsrásir. Starf- semi trúflokksins nær allt frá þvi að framleiða hunang til bíla- smíði. Þess er að geta að samkvæmt argentínskum lögum mega samtök, sem kalla sig kirkju, einungis stunda trúarlegt starf. í Brasilíu áformar einingarkirkjan að byggja heilt þorp og auk þess háskóla. Tímaritið Atencion í Sao Paulo telur að Moon og fýlgjendur hans hafi fest fé í 180 löndum fýrir upphæð sem samsvarar a.m.k. 500 milljörðum islenskra króna. Moon heldur þvi fram að hann sé Messías enda hafl Jesú frá Nasaret mistekist í þvi hlutverki. Nánar má lesa um þennan trúarleiðtoga og kenningar hans í 4. tölublaði Bjarma á sl. ári.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.