Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 9
taka af skarið oftar þótt það kosti kirkj- una vinsældir? „Kirkjan er ekki bara prestar og bisk- upar,“ segir Þórarinn. „Hún er víðtæk- ari. Hinn almenni safnaðarmeðlimur er líka hluti af kirkju Krists. Rödd kirkj- unnar þarf vissulega að heyrast þó að það sé henni ekki til framdráttar að gaspra í tíma og ótíma. Hún verður að vera trú Drottni sínum og trúararfi og getur ekki látið stjórnast af skoðana- könnunum. Það er ekki sjálfgefið að biskup sé alltaf rétti aðilinn til að gefa svör. Það getur verið um að ræða sér- hæfð mál sem eðlilegra er að aðrir innan kirkjunnar svari. Það er ósann- gjöm krafa að biskup viti allt um allt.“ „Kirkjan hefur vissulega skoðanir á málum,“ segir Unnur, „samanber um- ræður á prestastefnu, kirkjuþingi og viðar. Sumt veldur deilum en hún tek- ur samt afstöðu, samanber umfjöllun um málefni samkynhneigðra. „Óvin- sældir" eða umræður eins og þær sem kirkjan hefur upplifað á síðustu miss- erum em auðvitað erfiðar en ég tel að í raun eigi kirkjan öruggan sess í lífi fólks og mörgum þyki vænt um hana.“ „Þetta mál er afar vandmeðfarið," segir sr. Guðmundur. „Það má vel vera að kirkjan ætti að láta rödd sína heyr- ast. Hún ætti að taka afstöðu með þeim sem eru minni máttar og bágstaddir. Við þekkjum það sem páfi hefur verið að gera - boð og bönn, en fáir fara eftir því. Kirkjan verður að fara varlega í sakimar. Það mega ekki vera deilur og sundmng í kirkjunni. íslenska kirkjan hefur ævinlega verið víðsýn, opin og umburðarlynd og styrkur hennar hefur falist í þvi." „Þjóðkirkjan er í eðli sínu „regnhlífar- samtök“,“ segir sr. Halldór. ,Af því leiðir að hún þarf að geta umborið ólík við- horf innan sinna vébanda. Ég held að það væri óæskilegt að biskup sem sam- einingartákn kirkjunnar færi að tjá sig mjög ákveðið um einstök deilumál. Betra væri að ólík sjónarmið fengju að njóta sín í anda valddreifingar frekar en að raddsterkur biskup kvæði upp úr með öll mál.“ Er sambúð ríkis og kirkju „þar til dauðinn aðskilur“ - eða þarf kirkjan undir forystu nýs biskups að móta sér stefnu í þeim efnum? „Eins og málum er háttað í dag held ég að það sé ekki betra íyrir kirkjuna að slíta sig frá ríkinu. En vegna auk- innar umræðu þurfa biskup og kirkjan að íylgjast með og hlusta á rök þeirra sem mótmæla einni sæng ríkis og kirkju á gmndvelli mannréttinda," segir Unnur. „Spumingin felur í sér ákveðna hjóna- bandslíkingu," segir Þórarinn. „Hjóna- bönd geta verið þannig að annar aðil- inn sé sá sterki en hinn þjóni og fómi öllu. Samband ríkis og kirkju hefur stund- um verið þannig. Hins vegar geta hjón líka „vaxið hvort frá öðru“. Ýmislegt ---^ a o <D 3 o bendir til að slíkt sé að gerast núna í sambúð ríkis og kirkju. Ég teldi hins vegar far- sælla að ríki og kirkja bæru gæfu til að vaxa saman á ný líkt og sjálfstæðir einstaklingar sem lifa saman í fullri hrein- skilni og leitast við að auðga líf hvor annars.“ „Kirkjan hefur verið að móta sér stefnu,“ segir sr. Guðmundur. „Hún hefur sóst eftir auknu sjálfstæði í sínum innri málum, meðal annars fjármálum, en það kostar uppgjör að slíta sambandi rikis og kirkju og spurning hvor skuldar hvomm þegar öll kurl koma til grafar." „Samband ríkis og kirkju hefur þró- ast í þá átt að kirkjan sé sjálfstæðari um sín mál. Sú þróun heldur óefað áfram undir forystu nýs biskups. Að mínu viti væri æskilegt að kirkjan hefði fullt sjálfstæði í fjármálum og setti sér eigin lög og reglur sem og úrræði til að framfylgja þeim. Á hinn bóginn ber að varðveita hið sérstaka menningarband sem bundið hefur saman þjóð og kristna kirkju í þúsund ár og birtist til dæmis í skólakeríinu," segir sr. Halldór og það verða lokaorðin. Þórarinn Björnsson, guðfræðingur: Ég teldi hins vegar farsælla að ríki og kirkja bæru gæfu til að vaxa saman á ný líkt og sjálfstæðir einstaklingar sem lifa saman ífullri hreinskilni og leitast við að auðga lífhvor annars."

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.