Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 24
Benedikt Arnkelsson Sjaldgæft er að menn játi syndir sínar opinberlega. Þó kemur það íyrir, t.d. í vakningum. Þá ganga menn fram, viðurkenna syndir sínar í heyranda hljóði og biðjast íyrirgefningar. Segja má að þeir séu að skrifta. Skriftir eru þó að jafnaði leynilegar. Maður játar syndir sínar í áheym annars sem hann ber traust til. Sá sem hlustar á hann er leikmaður eða prestur. Presturinn er stundum kallaður skriftafaðir. Þegar syndirnar hafa verið játaðar lýsir sá er hlustar yfir því að syndirnar séu fyrirgefnar. Hann veitir aflausn. Skriftirnar eiga rætur Biblíunni. Benda má á að Jesús sagði við lærisveinana: „Ef þér fyrir- gefið einhverj- um syndirnar eru þær fyrir- gefnar" (Jóh. 20,23). Jesús sendi 70 lærisveina til starfa og sagði þá: „Sá sem á yður hlýðir hlýðir á mig“ (Lúk. 10,16). Hann sagði við lærisveinana eftir upprisuna að boða ætti iðrun til fyrirgefningar syndanna (Lúk. 24,46-47). Kristnir menn hafa því umboð Jesú til að boða þeim, er játa syndir sínar af hreinskilni, fyrirgefningu og sátt við Guð. Fólk skriftaði opinberlega í söfnuðunum til foma en seinna tíðkuðust skriftir í einrúmi. Kaþólska kirkjan setti reglur um hversu oft ætti að skrifta og hvaða syndir skyldi þá játa. Síðar var tekið að bæta við játninguna og aflausnina svo- kölluðum yfirbótarverkum sem mönnum var skylt að vinna. Algeng yfirbótarverk voru bænir, föstur, ölmusugjafir og pílagrímsferðir. Menn gátu dregið úr yfirbótarverkum eða losnað undan þeim með þvi að kaupa sér aflát en þau vom fengin úr góð- verkasjóði sem rekja mátti til dýrlinganna og kirkjan réð yflr. Þannig hófst aflátssalan. Hún færði kirkjunni ógrynni fjár. Leó X. páfi lét selja aflát í stómm stíl til þess að afla peninga til að byggja Péturskirkjuna í Róm. Einn aflátssalinn hét Jóhann Tetzel. Hann fór að stunda viðskipti í grennd við Wittenberg í Þýskalandi þar sem Marteinn Lúther var prestur þegar hann var í kaþólsku kirkj- unni. Sóknarbörn Lúthers versluðu við hann og þegar Lúther vildi finna að við þau drógu þau upp aflátsbréf Hvaö eru skriftir? sm og skelltu skollaeyrum við öllum áminning- um. ;••• !•;% *:•! *;•;« •;•;• ;•;•;;;;* '•;;•;•;•;•;•* •*•*•••• •!•#••*« • m9 m 4 * mw m mmmm t t ^m mm m •»•*•*•' Þá var Lúther nóg boðið og hann ritaði hinar frægu 95 greinar um yfirbótina og festi á hurð hallarkirkjunn- ar í Wittenberg. Er venjulega talið að þetta hafi verið upphaf siðbótarinnar. Róttæk breyting varð í mörgum málum kirkjunnar í siðbótinni eins og kunnugt er, m.a. varðandi skriftir. Lúther lagði áherslu á að skriftir væm tvennt, að játa syndir sínar og síðan taka á móti aflausninni, trúa því að Guð fyrirgæfi syndimar sakir Jesú Krists. Lútherska kirkjan hætti ekki við skriftimar en í Ágsborgar- játningunni segir að „halda skuli leynilegri aflausn í söfnuð- unum þó að upptalning allra synda sé ekki nauðsynleg i skriftunum. Þvi að það er ókleift samkvæmt orðum sálmsins: „Hver verður var við yfirsjónimar?" (Dav. sálm. 19.13).“ Með þessari rökfærslu var ekki verið að hvetja til hirðuleysis. Menn litu svo á um daga Lúthers að fyrirgefningin í skrift- unum væri ógild ef einhveijar tilteknar syndir hefðu gleymst. Því er verið að uppörva menn að þeir trúi náð Guðs þó að þeim hafi yfirsést eitthvað þegar þeir skriftuðu. Biblían skipar ekki svo fyrir að játa beri syndirnar fyrir mönnum svo að Guð íyrirgefi þær. Guð fyrirgefur án milli- göngumanns, sakir Jesú Krists. En það er gömul reynsla og ný að skriftir geta orðið mönnum til hjálpar. Syndarinn getur áttað sig betur á sjálfum sér og stöðu sinni ef hann ræðir við trúnaðarmann. Og stundum á syndarinn erfitt með að trúa íyrirgefningunni. Þá getur verið gott að leita til einhvers sem viðkomandi treystir, létta á sér við hann og hlýða á íyrirheitið: „Ef vér játum syndir vorar þá er hann trúr og réttlátur svo að hann íyrirgefur oss syndimar og hreinsar oss af öllu ranglæti" (1. Jóh. 1,9). Heimildir: • Magnús Jónsson: Saga kristinnar kirkju, Reykjavík. • Kirkjan játar, Salt hf, Reykjavík. • Etisk oppslagsbok, Lunde Forlag, Osló. > w m m » ^ m m * m99 ' .•«•#

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.