Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 19
Að greina gottfrá illu Vinsældir X - Files þáttanna eru mjög skiljanlegar. Þeir eru í takt við tíðarand- ann í andlegum málum á Vesturlönd- um. Marflöt vísindahyggjan sem áður tröllreið öllu er að ganga sér til húðar. Sífellt fleiri vilja gefa hinu yfirskilvitlega og trúarlega meiri gaum og íhuga and- leg mál af fullri alvöru. En á meðan fólk reynir í mjög auknum mæli að fá and- legum þorsta sínum svalað er lindin hreina, lífsins eina ekki sú mest aug- lýsta. Markaðurinn býður að vanda upp á vatnslausa brunna og vindrekin ský í ótal myndum. Sem kristið fólk höfum við ekki leyfi til að loka augunum íyrir því að Ráð gátur hafa að mörgu leyti mjög vafa- saman boðskap að flytja. Það er langt því frá að um sé að ræða aðeins saklaust bull og þvaður. Þættimir þurfa ekki að vera hættu- legir þeim sem em vel grundvallaðir í kristinni trú, svo framarlega að horft sé á þá með réttu hugarfari. Það er mikilvægt að þekkja óvininn, en til þess verðum við að leita Guðs og biðja hann um vernd og greiningu góðs og ills. Þeim er hinsvegar mest hætta búin sem ekki þekkja Guð Biblíunnar, en eru „andlega leitandi", ekki síst unglingar. Fýrir því fólki eru þættimir vegur sem virðist greiðfær en endar þó á helslóðum (Ok. 14:12 og 16:25). Hállzon, Stig. 1974. Den ockulta vágen. Evangeliipress, Örebro. Sjá grein Sigurbjörns Einarssonar, Kristni og mystík í 4. tbl. Bjarma 1996. Til dæmis sýn Esekíels í köllunarfrásögu spámannsins í fyrsta kafla spádómsbókar hans. Ungt fóllc tjair sig um X - FUgs Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir (18) Ég horfi á þættina þegar ég get og finnst það mjög gaman. Eftir því sem ég best veit þá hafa þessir þættir engin slæm áhrif á mig trúarlega. Sumt í þeim stangast vissulega á við trú mína, t.d. þættir sem fjalla um endurholdgun og illa anda, þessvegna held ég að þeir séu ekki hollir þeim sem ekki em kristnir. Gunnsteinn Geirsson (16) Ég sækist ekkert sérstaklega eftir því að horfa á X - Files, en þegar ég er á annað borð að horfa á sjónvarpið þá geri ég það. Mér finnst þættirnir alveg ágætir og held að þeir hafi ekki slæm áhrif á mig trúarlega. Erla Arnmundardóttir (16) Ég horfi stöku sinnum á X - Files og finnst þeir alveg ágætir. Þetta er að visu oftast algjört kjaftæði, en sumt er nokkuð gott. Sérstaklega einn þáttur þar sem verið var að rannsaka komu geimvera til jarðarinnar, sem kom svo í ljós að var sett á svið af mönnum. Mér fannst það vera ílottur endir. Það em svo margir að pæla í geimver- um og svoleiðis. Upp á síðkastið hafa þættimir verið sífellt ógeðslegri og þess vegna er ég ekki eins spennt fyrir þeim og áður. Þættimir em mjög vinsælir meðal krakka á mínum aldri og það má segja að föstudagar séu X - Files dagar í skólanum. Sigurgeir Gíslason (22) Ég horfi á Ráðgátur af og til og finnst þætt- irnir, í hreinskilni sagt, þrælskemmtilegir. Þeir em þó mjög vafasamir á köflum, þar sem efnið miðar að því að draga fram ótta innra með manni og dulrænan er á mörkum þess að teljast uppbyggileg og andlega holl. Mér finnst að það megi vel fækka þessum hallæris legu geimvemm í þáttunum. Þær em löngu komnar úr tísku. Þóra Þorsteinsdóttir (19) Ég horfl oftar á X - Files en ég þori að viðurkenna. Mér fmnst gaman að bera þær hugmyndir sem koma fram þáttunum saman við kristna trú. Ég fæ visst kikk út úr því að horfa á þessa vitleysu og vera ósammála. Mér fannst einn þátturinn athyglisverður sem fjallaði um fólk sem fékk sármerki Krists. Þar snerist lögmálið með Mulder og Scully við. Hún á að vera trúaður kaþólikki og rannsókn málsins hafði mikil trúarleg áhrif á hana, en hann, sem venjulega er sá trúaði og trúgjami, var alger efasemdamaður í þessum eina þætti.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.