Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.02.1997, Qupperneq 11

Bjarmi - 01.02.1997, Qupperneq 11
fyrir öðrum? „Þakka þér fyrir það, Jesús, að þú biður fyrir mér að Guðs vilji verði í lífi mínu! Opnaðu augu mín svo að þau sjái hver vilji þinn er, svo að ég geti gert hann!“ Jesús lagði okkur á hjarta eitt sérstakt fyrirbænarefni í Matt. 9,38: „Uppskeran er mikil en verkamennirnir fáir, biðjið því herra uppskerunnar að hann sencLi verkamenn til uppskeru sinnar." Þetta á bæði við um starf okkar í Guðs ríki úti á meðal heiðingjanna og hér heima. Það er auðvelt að missa móðinn þegar svo fáir eru fúsir til að starfa og verkefnin óþrjótandi. En við megum treysta því að Jesús, herra uppskerunnar, hefur miklu meiri áhuga á að bjarga uppskeru sinni í hús en við. Við getum verið fullkom- lega örugg í þessari bæn að hún sé eftir Guðs vilja og að við munum þvi fá svar. Bænir Páls postula Aðrar bænir, sem við getum verið fullviss um að eru eftir Guðs vilja, eru fyrirbænir Páls í bréfum hans. Þær megum við nota til að biðja fyrir öðrum. Það hefur blessað mig ríkulega að nota þær í fyrirbænarþjónustunni fyrir fjölskyldu og vinum, leiðtogum safnaða og félaga, leiðtogunum úti á kristniboðsakrinum og hinum nýju kristnu sem eiga svo stuttar rætur í trúaijarðveginum o.fl. Dæmi um fyrirbænir Páls eru t.d. í Efes.1,17-19; 3,14-19; 6,19-20; Fil.1,9; Kól.1,9-14; 2,2-3; 4,3-4 og 4,12. Það má nota þær beint eða skrifa þær upp þannig að eyða komi í stað þeirra sem Páll var að biðja fyrir og setja þær persónur í staðinn sem beðið er fyrir hveiju sinni. Dæmi úr Fil.1,9: „Þetta bið ég um, að elska______aukist enn þá meir og meir

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.