Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 26
Skúli Svavarsson Dómur og eilíf glötun Fyrir skömmu kom ég þar sem ungt fólk var að ræða um dóm Guðs, helvíti og eilífa glötun. Ég var spurður hvað yrði um þá sem glatast. Spumingin var óþægileg. Svarið, sem ég gaf, var að við skyldum hugsa fyrst og fremst um að menn yrðu hólpnir og vinna að þvi. Eftir á hefur það angrað mig að ég svaraði ekki spurningunni en reyndi í þess stað að tala um eitthvað ánægjulegra en glötun- ina og aðstæður þar. Það er auðveldara að tala um hjálp- ræðisverk Guðs en um dóm og glötun. Jesús kemur brátt og mun þá dæma lifendur og dauða (2. Tim. 4,1). Hann gæti því komið í dag. Þess vegna er nauðsynlegt að gera sér grein íyrir hvað verður um þá sem lifa án Guðs i synd. Við vitum ekki mikið um eilífa glötun og það sem Biblían segir um hana er oftast i myndmáli. Þó svo sé getum við ekki leitt hjá okkur að að tala um hana. Hún er eitt af grundvallar- atriðunum í kenningu kristinnar trúar. Það var til þess að við glötuðumst ekki að Guð sendi son sinn í heiminn (Jóh. 3,16). Það var til þess að við glötuðumst ekki að Jesús dó á kross- inum. Staðreynd glötunarinnar er óhagganleg. Hún er alleiðing syndarinnar. Jesús talaði óhikað um dóm, glötun, helvíti, pinu, grát, gnístran tanna og eilifan eld sem hlutskipti þeirra í eilífðinni sem ekki hlýddu orði Guðs. Hann var ekki að hræða menn með glötuninni heldur talaði hann um hana af kærleika til þeirra sem fóru villir vegar í von um að þeir snéru frá villu sinni og veittu viðtöku hjálpræði Guðs. Eilíf glötun er eilífur aðskilnaður frá Guði. Jesús segir að þeir sem glatast fari á þann stað sem búinn er djöflinum og árum hans (Matt. 25,41). Nýja testamentið dregur ekki dul á að staðurinn er kvalastaður (Mark. 9,48; Matt. 22,13; Op. 14,9-11). Það er þvi ekki rétt af okkur að reyna að leyna þessu svo að það sem gerist á dómsdegi komi mönnum á óvart og þeir ásaki okkur, sem þekkjum Guðs orð, fyrir að hafa ekki sagt rétt frá. Guð vill að allir menn fál tækifæri til þess að horfast í augu við sannleikann sem orð hans flytur. Hann „vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum" (1. Tím. 2,4). Með hógværð eiga þjónar Guðs að aga þá sem skipast á móti Guði með það í huga að „Guð kynni að gefa þeim sinnaskipti, sem leiddi þá til þekkingar á sannleikan- um, þá gætu þeir endurvitkast og losnað úr snöru djöfulsins, sem hefur veitt þá til að gjöra hans vilja" (2. Tím. 2,25-26). Umhugsunin um dóm Guðs rænir okkur gleði og þvi viljum við helst ekki hugsa um hann og því síður um afdrif þeirra sem dæmdir verða til eilífrar glötunar. Sannleikurinn verður ekki umflúinn. Fýrr eða síðar verða allir að horfast í augu við sannleikann. Þetta er alvara lífsins. Djöfullinn kennir mönn- um að flýja komandi reiði Drottins. Þannig var það á dögum Jóhannesar skírara (Lúk. 3,7) og við sjáum að hann reynir að blekkja mennina á sama hátt nú á dögum. Glötunin minnir okkur á nauðsyn þess að allir snúi sér frá syndum sínum og gefist Jesú Kristi. Það er ekki kærleikur að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.