Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.02.1997, Blaðsíða 8
hafa sjálfstæða kristniboðshreyfingu innan kirkjunnar. Á síðustu árum hefur Kristniboðssambandið lagt áherslu á vaxandi tengsl við söfnuði og það tel ég mjög af hinu góða. Virk þátttaka í kristniboði er auðgandi fyrir kirkju Krists.“ .JVuðvitað er það helgasta frumskylda kristins manns að styðja kristniboð og fylgja orðum meistara síns, að gera allar þjóðir að lærisveinum. Það má ef til vill segja að íslenska kirkjan hafi ekki sinnt þessu sem skyldi en nú er vax- andi skilningur í kirkjunni. Það hefur verið unnið markvisst í þessum málum og kirkjuráð hefur komið með tillögur. Auðvitað er það sterkt að biskup hafi á þessu máli mikinn og brennandi áhuga," segir sr. Guðmundur. Við lifum á tímum menningarblöndunar og talsvert ber á nýöld, „borgaralegum“ uppákomum og fleiru þess háttar. Hvemig á væntanlegur biskup að bregð- ast við? „Fjölhyggja og menningarblöndun eru eðlilegar afleiðingar nútíma lýðræðis og frelsis. Eina svar kirkjunnar er að reyna að koma sem best til móts við þarfir almennings i trúarefnum, til dæmis með aukinni fjölbreytni í helgihaldi og safnaðarlífi. Einu tilvikin þegar biskup á að skipta sér af nýhreyfingum í trúar- efnum er þegar þær ganga á svig við almennt siðferði,” segir sr. Halldór. „Biskup er andlegur hirðir kirkjunn- ar og þess vegna hvílir skylda á honum að vera málsvari þess hvað kristin trú Unnur Halldórsdóttir, djákni og kennari: I „Við purfum pvert á móti að láta rödd kirkjunnar heyrast betur og setja boðskapinn fram á sýnilegri hátt. Þar er ég ekki síst að hugsa um kærleikspjónustuna." snýst um. Hann getur þurft að leiðrétta þann misskilning að hvað sem er rúmist innan kristinnar trúar. í þessari menn- ingarblöndu er besta svar kirkjunnar lifandi starf, að gera sig sýnilega, vera trúverðug í þeirri boðun og þjónustu sem henni er falin. Ég mæli ekki með skæruhemaði heldur að fólk fái að vita fyrir hvað kirkjan stendur," segir Þórar- inn. „Ég hef ekki trú á að væntanlegur biskup geti bmgðist við með boðum eða bönnum. Nýöldin ber þess kannski vott að fólk sé leitandi og hlutverk kirkj- unnar er að mæta þvi með boðun sinni um Krist krossfestan og upprisinn," segir sr. Guðmundur. „Fjölhyggjan er til staðar hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Unnur. „Sá sem tekur við biskupsembættinu þarf auðvitað eins og við öll að viður- kenna fjölhyggjuna í menningu okkar án þess að agnúast út í þá sem boða aðra siði eða fara aðrar leiðir en kirkj- an. Miklu frekar á að nota tækifærið og leggja áherslu á það sem kirkjan hefur fram yfir. Boðskapur kirkjunnar á erindi við alla og við þurfum ekki að vera hrædd þótt aðrar raddir heyrist í þjóð- félaginu. Við þurfum þvert á móti að láta rödd kirkjunnar heyrast betur og setja boðskapinn fram á sýnilegri hátt. Þar er ég ekki síst að hugsa um kærleiks- þjónustuna." Sumir kvarta um skoðanaleysi kirkj- unnar og segja að hún andmæli aldrei neinu og sé alltaf „þæg“. Á biskup að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.