Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 6
294 Heima er bezt Nr. 10 ----------------•'i VÍSNAMÁL því, að hann hafði dottið. Hann var með lasnara móti í vetur og þráði að fá hvíld. Hann var jarðsettur 1. marz í mjög góðu veðri . . — Svo að hann er dáinn, bless- aður karlinn, sögðum við næst- um einum rómi. í sömu and- rá lyftu sér nokkrar flugvélar af Brommaflugvellinum, og við sáum þær stíga hærra og hærra og hverfa út í geiminn. Eitthvað fór á sveim í undidrvitund minni, en stöðvaðist þegar gnýr- inn var þagnaður: Þau höfðu ekki svona hátt við sig andvörp- in þrjú, sem liðu út í geiminn norður í Ærlækjarseli hinn 10. febrúar. Nei, það verður enginn hér- aðsbrestur þótt einn af lausa- mönnum landsins hafi lesið bænirnar sínar í síðasta sinn og sofnað svefninum langa. En allt um það var hann lifandi hluti af þeirri mynd, sem mannlíf er kallað, og án hans er myndin önnur en áður. Og þó er eins og myndin breytist ekki við brott- för einnar persónunnar. Hún heldur áfram sínu lífi, meðan til eru þeir sem muna hana — og kannske lengur. Á einveru- stundum sé ég oft hvar Einar vinur minn stendur á bökkum hinnar miklu móðu með kíkinn sinn fyrir augum og bíður þess að sjá Karon ferjumann koma til að flytja sig yfir til eilífðar- landsins til Guðsins og góðu englanna, þar sem hann fær að sofa óáreittur af aðsókn Ijóta karlsins. Litla stelpan mín sagði, þeg- ar hún frétti að hann væri dá- inn: — Ætli hann gefi nú ekki litlu englunum súkkulaði, þegar þeir eru að gráta? — Það gerir hann áreiðanlega, svaraði ég og kyssti hann ang- urvær. Og þótt ég sé heiðinn maður, síðan ég gekk af Mú- hameðstrúnni, sagði ég þetta af fyllstu sannfæringu. Mér fynd- ist það svo hróplegt ranglæti af alvaldinum, ef þessari saklausu sál hefði ekki orðið að trú sinni, að ég vil ekki trúa þvi fyrr en ég fæ órækar sannanir fyrir því. Og ekki þurfa María og meyjar hennar að kvíða því, að þær fái ekki hoffmannsdropa í sykur- Kveðin staka, ef að er engum vaka leiðist. ENGINN SKÁLDSKAPUR hefur að líkindum verið alþýðunni eins mikið inn- legg í önn dagsins og ferskeytlan. Hún hef- ur mörgum orðið nokkurskonar höfuðlausn í lífsbaráttunni. — Hún var kveðin á löngum og dimmum skammdegiskvöldum í flestum sveitum landsins, til þess að stytta veturinn og þreyja þorrann og góuna. Hún var rauluð við árina og orfið, ef vel beit og engið var slétt. Hún var kveðin í kaupstaðarferðum á haustin, þegar menn voru á ferð í náttmyrkri yfir heiðar og fjallvegi, eftir krókóttum og ósléttum veg- um. — Og hún var kveðin við raust í réttum og á Hákonardögum, eins og það var orðað, einkanlega ef eitthvað var á glasinu. Konurnar rauluðu við rokkinn sinn og kvörnina og meðan þær slógu vef- inn. —‘ — En flestum fannst hún hljóma bezt og ylja hjartanu heitast, ef setið var á góð- um gæðingi og glasið var í vasanum. Svo segir gömul vísa: Gaman er í góðu veðri’ að ríða, á góðum vegi og góðum klár, glasið þegar fellir tár. — Á þeim árum er ég var að alast upp, var vísna-öldinni ekki farið að halla, það var hlustað eftir hverri nýrri vísu, sem vel var gerð, hún lærð og kveðin. Og margar komu þær svífandi austan yfir Laxárdals- heiði alla leið norðan úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum og sumar austan úr Þingeyjarsýslum, sem þótti langt í þá daga. En þetta var iifandi orð, sem þekkti engan farartálma, hvorki fjarlægðir né fanna vetra. — Þegar ég var unglingur í Pálsseli, sem er fremsti bær sunnan Laxár, kom maður að nafni Þórarinn Jónsson, ættaður úr Húnavatnssýslu, alltaf við í Pálsseli, þeg- ar hann var á ferð vestur um Dali. Ég hlakkaði alltaf til þess, að hann kæmi, mola til að hressa sig á, þegar þær standa í stórþvottum. Hann vildi öllum gott gera, blessaður gamli maðurinn. Bromma í apríl 1950 Einar Bragi. því að hann fór oftast með vísur, bæði eftir sig og aðra. En stundum fór mikill tími hjá honum í það að tala um hestana sína, sér- staklega ef hann var við skál, því að hann var mikill hestamaður, laginn að temja og oft talaði hann við hestana eins og menn. Stundum kom það fyrir, að reiðhestur hans, sem hann kallaði: „Gamli minn‘, týndi beizlinu. Þá sagði hann klárnum að finna það aftur, rölti þá klárinn æfinlega af stað og stansaði þar sem beizlið Iá, sem oftast var þá milli þúfna. — Þórarinn var laginn maður til allra verka og sláttumaður góður. Einu sinni, þá var hann á ferð sem oftar, vakna ég við það, að hann situr á rúmstokknum og segir að ég skuli eigi slá hratt, heldur láta ljáinn hafa það sem hann nái, hafa ljáfarið sem breiðast. — Þá var hann eitthvað hýr af víni. Flestar eru vísur þær gleymdar ,sem hann fór með, en þær sem ég man eru þessar. Eitt sinn heyrði hann á tal tveggja stúlkna, sem voru að tala um karlmenn og heyrir hann þá að önnur þeirra segir, að hún hafi fáa karlmenn kysst. Þá sagðist Þórarinn hafa gert þessa vísu: Sterk þó hjá mér leynist lyst, lipur tjáir meyja, ég hef fáa karlmenn kysst, kvöl er frá að segja. Einhverju sinni kom Þórarinn á bæ, þar sem hann var kunnugur og heilsaði fólk- inu með kossi, eins og þá var siður. Þá var þar gestkomandi ung stúlka, sem Þórarinn þekkti ekki. Skorar þá einhver á hann, af glettni, að gera þá þegar vísu, þar sem hann biðji stúlkuna um koss, eða minni maður heita. Kvað hann þá þegar vísu þessa: Mér ef veita vilt það hnoss, vafin dyggðum fínum, ég þá heitan kærleikskoss kýs af vörum þínum. Þessa gerði hann um sjálfan sig: Oft þó sóða ösli veg og illur bjóðist fengur, segir þjóðin samt að ég sé mjög góður drengur. Og var það sannmæli, því' Þórarinn var vel kynntur. Eitt sinn sagðist hann hafa kastað vísu þessari fram við klerk einn, sem talið var að væri hneigðari fyrir að safna nokkrum kringlóttum en túlka kenn- ingu Krists:

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.