Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 13
Nr. 10 Heima er bezt 301 á meðan jörð var þíð. Þó skrapp hann oftast til Reykjavíkur einu sinni á ári, oftast til að finna systur sína, sem búsett var þar, og svo til að finna einhvem lækni og fá hjá honum meðal, sem hann þurfti hrein ósköp af árlega. Var það heilt apótek, sem hann átti af allslags meðulum og kann ég fæst af nöfnum á þeim. Þó voru nokkur lyf, sem hann taldi sig þurfa að eiga miklar birgðir af, svo sem: hoffmannsdropa, kamfórudropa, verk- og vindeyðandi dropa, laukdropa, kínadropa, Kína- lífs-elexír, sódapúlver, krons- augnadropa, allmikið af hómo- patameðulum frá ýmsum smá- skammtalæknum, svo sem Gunnlaugi á Kiðjabergi, Ólafi ísleifssyni við Þjórsárbrú, Lár- usi Pálssyni o. fl. Líka fann hann marga aðra lækna, svo sem Konráð Konráðsson, sem oft kom hér á ferðalögum sínum á yngri árum og þekkti hann Gunnl. Claessen o. fl. o. fl. Hafði hann lengst af trú á því, að í sér væri einhver ólukkans ormur í maganum, sem þyrfti að drepa. Einkum var það á fyrri árum, sem hann hafði þessa trú, en aldrei losnáði harin við þá trú að fullu. Engum tókst að drepa þetta kvikindi að fullu, en með öllum þessum meðulum tókst honum að halda honum í skefjum. Mik- ið brúkaði Ingvar af plástrum, var hann með þá stundum víða á sér og sagði að þeir drægju burt ýmsa illa vessa. Frá einum lækninum vissi ég hvað í meðulunum var, var það frá Konráð Konráðssyni. Við þekktum báðir Ingvar og vissum vel hvaða meðul dugðu bezt til að lækna hann, það var sterk- asti spítitus með örfáum hjarta- styrkjandi dropum í. Þetta með- al dugði langbezt af öllu, þegar hann fékk þunglyndisköst eöa ætlaði að hætta að vinna. Og í rauninni allt sterkt vín. Ég hef engan mann þekkt, sem vín hafði eins góð áhrif á sem Ingv- ar. Það mátti heita, að áfengi væri honum allra meina bót, en það varð að gefa honum það, því frá sjálfum sér týmdi hann ekki að drekka, þótt hann ætti nóg til af því, sem alltaf var til dauðadags. En það eignaðist hann með því móti, að þegar hann var búinn að slétta þenn- an og þennan blettinn, greiddi húsbóndinn vanalega fyrir hann nokkrar krónur og hressti hann vel og gaf honum svo það, sem eftir var í flöskunni og flöskuna með. Átti hann því ótal flöskur og ótal slatta á þeim eins og bezt kom í ljós við dauða hans, sem síðar verður sagt frá. Frekar mátti telja hann hófsmann á tóbak, en allar sortir af því brúkaði hann, þó aðallega í nef- ið. Átti hann marga bauka og reykjarpípur, sem honum hafði verið gefið. Ekki tók hann mikið í nefið, en ef hann kveikti í pípu, reykti hann eins og skorsteinn, svo að myrkur varð í herberg- inu. Væri honum gefinn vindill, og hann neyddur til að kveikja 1 honum, — því helzt vildi hann geyma hann, og þá að sjálfsögðu alla ævi — reykti hann hann af krafti og tuggði svo það, sem ekki var hægt að reykja. Enginn óhófsmaður var hann í mat, en vann framúrskarandi vel að mat sínum, skóf og nagaði hvert bein, sem tönn á festi. Þegar hann fékk þorskhöfuð til matar, át hann ekki einungis hvert roð, heldur hvert tálkn ósteikt og þótti það mata bezt. Alltaf átti hann geymdan mat á hillunni hjá sér, og vildi láta skammta sér fullan mat, þótt hann væri lasinn dag og dag, sem oft kom fyrir. Borðaði hann þá kannski tvo mata í einu, þegar hann hresstist aftur, og varð aldrei meint af. Jólamat sínum smakk- aði hann aðeins á á jólunum og geymdi svo fram á góu og vor. Til dæmis kom matur upp úr dóti hans eftir að hann dó um vorið, vandlega umbúinn. Það skal tekið fram, að þá var siður að skammta hverjum fyrir sig jólamatinn og var það eini dag- urinn á árinu, sem ég létti undir með konunni að skammta. Var það gamall vani frá foreldrum okkar hjóna, en ekki af því að mig langaði svo sérstaklega að gera það. Ingvar átti mikið af fötum, bæði ytri og nærfötum, svo og sokkum, vettlingum og skóm, einnig gott rúm. Mikið af þess- um fötum fór hann aldrei í, enda hafði enginn séð þau, nema ef hann viðraði þau. Þó mátti hann teljast yfirleitt þokkalega til fara daglega við starf sitt, og aldrei neitt sóðalegur, hvorki með sjálfan sig né föt sín, bað- aði sig oft og þvoði, en vel sleit hann úr fötum sínum, og skó lagði hann ekki niður fyrr en ekkert var eftir af þeim nema vörpin, og þau að sjálfsögðu geymd og pokalögð. Ef hann fór eitthvað til bæja, eða Reykjavík- ur, var hann ævinlega þokka- lega til fara. Svo og líka, þegar hann skrapp fyrir okkur Pál á Hjálmsstöðum vestur í Borgar- fjörð að sækja trippi á vorin, sem við áttum þar yfir veturinn. Fyrir þá ferð varð hann að fá nýja og væna skó, og einhverjar krónur fyrir. En ekki voru þeir skór ævinlega notaðir í þessa ferð, nóg var til af öðrum skóm. Á síðari árum rakaði Ingvar sig einu sinni á ári, var það á vorin, og alrakaði sig þá, en stundum klippti hann skegg sitt þess á milli. Eins og fyr getur, voru aðal- störf hans túnasléttur vor og sumar, en viðgerð á böslum á veturna, svo og að tvinna band, vinda af snældu og flétta hross- hár. Að spinna það, lagði hann aldrei út í að læra, en tvinna það gat hann og kembt. Vildi hann hafa hvern lit sér og sort- eraði það vandlega áður en hann fór að kemba það, raðaði hann svo litunum af hinni mestu list í töglin og beizlin, svo að þau yrðu sem fallegust. í beizli not- aði hann ekki annað en taglhár, kvað hitt ónýtt. Sárt var honum um þessi „bösl“ og sáust þau ó- gjarnan, enda komu þau aðal- lega í leitirnar þegar eftir dauða hans. Var það bæði að ég vissi hvað sárt honum var um þessa hluti og ég þekkti safnnáttúru hans, og að ég vissi að þetta var þó til, og bezt geymt hjá honum. Komu upp eftir hann 30 beizli ný, 60 hnappheldur og annað eins af klyfberagjörðum, fyrir utan reiptögl. En vel hélt hann við því gamla, svo að manni þótti nóg um. Varð ég stundum sár í geði þegar ég var að leysa úr heyi

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.