Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 22
310
Heima er bezt
Nr. 10
Rey k j a ví kurþáttur
Framh. af bls. 307.
að varðveita, þótt þess virði séu. Nú held
ég, að á þessum kafla miðbæjarins hafi
aidrei staðið nein bygging, sem ekki hafi
mátt hverfa sökum sögulegs verðmætis.
Einu sinni voru þar fyrirferðarmiklar
geymslur, svört timburhús, sem fransmenn
höfðu reist og notuðu fyrir birgðaskemmur
flandrara. Þær voru síðan rifnar og timbrið
notað í Franska spítalann við Lindargötu.
Þegar bruninn mikli varð, 1915, stóð þar
þriggja hæða bárujárnshótel, kennt við
höfuðborgina; og austast við Pósthússtræt-
ishornið hús það, sem kallað var Syndikat-
ið — en allt þetta hvarf á einni nóttu. Nei,
það er ekki mikið um fornar minjar á
þessu svæði. Þeim mun kynlegra þótti mér
því, þegar kunningi minn einn, sem gekk
með mér austureftir strætinu eitt kvöldið,
benti niður fyrir sig á gangstéttina þar sem
stórir bókstafir voru letraðir og spurði:
„Hvað er þetta?“ Og það sem hann benti á,
það nálgast nefnilega að vera sögulegar
minjar, merkilegt nokk. Yfir þvera gang-
stéttina stendur letrað orðið VÍFILL, og
síðan liggur breið ör, sem bendir inn í
húsið við hliðina. Líklega vita fæstir,
hvers vegna þetta orð er greypt þarna á
almannafæri, en svo vel vildi til, að ég gat
svarað spurningunni. Fyrir tæpum tveim
áratugum var um skeið veitingahús á hæð-
inni fyrir ofan verzlun Ragnars H. Blön-
dals. Þetta veitingahús hét Vífill; og ef ég
man rétt, þótti það eitthvert glæsilegasta
veitingahúsið í borginni meðan það var við
líði. Nafn þess bendir manni ennþá inn í
húsið, — minjar liðins tíma. Öllu merki-
legra fyrirbæri er þó veggskreytingin á húsi
því sem Jón Þorláksson reisti á sinni tíð
og stendur á Pósthússtrætishorninu. Efst á
stafni þeirrar byggingar er nefnilega lág-
mynd, greypt í vegginn, og mun vera ein-
asta veggskreyting utanhúss á nokkurri
byggingu á Islandi. Nú skyldi maður ætia,
að Reykvíkingar bentu til dæmis erlendum
ferðamönnum á þessa mynd sem einskon-
ar fenomen; því að sennilega væri hægt að
gera Reykjavík heimsfræga fyrir það, að
þessari einu byggingu af öllum á landinu
skuli hafa hlotnazt sá heiður að vera snert
af listamannshöndum. En svo nærtæka
auglýsingaraðferð á sérkennum íslenzkrar
menningar höfum við fram til þessa ekki
kunnað að nota. Það sem meira er: svo til
enginn Reykvíkingur virðist hafa tekið eftir
myndinni. £g skal alveg láta liggja milli
hluta, hvort myndin er góð eða eitthvað
annað, en hitt skal ég viðurkenna, að enda
þótt ég telji mig ekki ókunnugri þeirri
Ný heimili á nýju landi
Framh. af bls. 109.
að gæta, að nokkur tími hlýtur
að líða frá því að búið er að ræsa
fram land og þar til það kemst
í rækt. Það er þessi nýræktun,
þetta landnám, sem blasir við
augum vegfarendanna um land-
ið og vekur bjartar vonir um það,
/ grösugri hlíS leikka þau sér að blóm-
um. Öryjrgi þeirra er meira en barnanna
á götum Reykjavikur, kyrrðin meiri i
kringum þau og náttúran gjöfulli fyrir
barnssálina en malbik og bifreiðaorg.
að innan skamms fjölgi býlum í
sveitum landsins, að þúsundir
þeirra, sem nú búa við öryggis-
leysi á mölinni við sjávarsíðuna
og lifir — og lifir ekki — við
vafasama atvinnuvegi, sem
stundum eru líkastir happdrætti,
geti þar fundið sér fótfestu með
vinnu sinni og striti við íslenzka
mold.
Heima er bezt sýnist sem varla
gefi betri veraldlegan jólaboð-
skap en þennan á þessum tíma.
ysy.
borg þar sem ég hef alið aldur í tuttugu
og sjö ár en gerist og gengur um aðra bæj-
arbúa, þá vissi ég ekki eftir hvern þessi
mynd var -— eða hvers vegna henni hafði
verið kúldrað einmitt þarna, þar sem eng-
inn tekur eftir henni (nema ef vera kynni
nokkrir skrifstofumenn hjá bænum). Eg
tók mig því til og reyndi að fá vitneskju
um uppruna listaverksins. Það gekk ekki
vel að fá svar. Enginn í byggingunni vissi
um höfundinn. Ýmsir gamlir og nýir Reyk-
víkingar, sem ég hitti, höfðu aldrei tekið
eftir því, að þarna væri mynd. Og ég var
búinn að spyrja álitlegan hóp af myndlist-
armönnum, áður en mér var sagt það, að
hún væri eftir Guðmund frá Miðdal. Það
er ekki mér að kenna, ef ég gef hér rangar
upplýsingar um uppruna hennar. En hún
mætti vera frægari en hún er, —- því hún
er að sínu leyti unique. Svo er það önnur
mynd, eða öllu heldur partur af mynd, sem
um leið kemur mér í hug. Þeirri mynd
verður að líkindum aldrei sýnd nein rækt-
arsemi, enda gegnir þar öðru máli, því hún
er skemmd. Eg á hér við veggmálverk eftir
Jóhannes Kjarval. Standi maður á tröpp-
um Sjálfstæðishússins og líti á vesturvegg
þess hússins þar sem er verzlun Ragnars
Blöndals, sér maður leifar af freskómál-
verki eftir Kjarval neðst á veggnum til
hægri. Mynd þessa gerði listamaðurinn
fyrir ca. 18 árum, og það sem enn sést, er
aðeins tæpur fjórðungur hinnar uppruna-
legu myndar. Mér er ekki vel minnisstætt,
hvað á þessu málverki var, en ennþá má
sjá, að það hafa verið einhverjar fígúrur.
Sennilega hefur listamaðurinn ekki gert
ráð fyrir, að það myndi varðveitast á slík-
um stað og ekki valið litina með tilliti til
þess, að þeir þyldu heimskautaveðráttu.
Enda er mjmdin senn búin að vera. En
húsið, sem ég rétt minntist á, Sjálfstæðis-
húsið svokallaða, það á sína sögu. Einungis
elztu borgarar þessa bæjar minnast þess, að
forðum tíð var hús þetta menntasetur. Þar
var kvennaskólinn um þrjátíu ára skeið, og
húsið upprunalega reist undir þá stofnun.
Aður stóð þar lítill kofi, sem Hannes
nokkur Johnsen hafði látið smíða sér ein-
hverntlma kringum 1835, og I þeim húsa-
kynnum höfðu Melsteðshjónin, Páll og
Thora, stofnsett kvennaskólann og starf-
rækt fyrstu árin. Fyrir þann, sem les sögu
bæjarins og notfærir sér jöfnum höndum
kynni sín af staðnum og því fólki, sem
„setti svip“ sinn á samtíðina, líða hjá
skyndimyndir af horfinni byggð, gengnum
kynslóðum, fyrndum málefnum, gleymdum
tíma. Það er árið 1881: Austurvöllur er
ógirtur blettur, óræktarlegur og með stór-
um polium þegar rignir. Umhverfis hann
eru lítil timburhús á þrjá vegu, en til suð-
urs dómkirkjan og nýreist stórbygging —
alþingishúsið. Vestanvert eru kvennaskól-
inn, nyrst; næst fyrir sunnan hann tveggja
hæða íbúðarhús skáldsins Steingríms Thor-
steinssonar, og syðst apótekið, reist árið
1833 af þáverandi lyfsala höfuðstaðarins,
Oddi Thorarensen. Verið er að laga til
götuna vestur í Aðalstrætið, og hún et