Heima er bezt - 01.12.1951, Síða 40

Heima er bezt - 01.12.1951, Síða 40
328 Heim'a er bezt Nr. 10 Starf fjármannsins hefur lengi verið í heiðri haft á íslandi, en fjármennska var vandasöm. Sumir voru sannkallaðir listamenn við þau störf. Margir gamlir bændur hafa skýrt frá unaðsstundum er þeir hafa átt með fé sínu. Hér er fjármaður að því starfi. Sofðu, sofðu góði! — Úti er hríð og kuldi, en hann hvílir inni, umvafinn hvítu líni, ást og um- hyggju. Hið unga líf ber ávexti framtíðarinnar í skauti sínu, en það gefur og lífi hinna fullorðnu tilgang og innihald. Á gamlárskvöld er mikið um dýrðir víða. Þá er flugeldum skot- ið og er þá mikil og margbreytileg ljósadýrð yfir Reykjavík. Þessi mynd er tekin á gamlárskvöld, og sýnir hún flugelda á lofti yfir húsa þökum. Dúfurnar eru frægir fuglar, eng inn fugl hefur verið taminn til sendiboðastarfa sem þær. Þessum fuglum hefur fjölgað mjög í Reykjavík á síðari árum, mörgum til gamans, en ýmsum til angurs. Lögreglan hefur í haust lógað all- mörgum dúfum, sem voru umhirðu lausar. Pabbi hefur skroppið frá og þá er tækifærið gripið, setzt við stýr- ið og flogið inn í hugmyndaheim hinna fullorðnu. En annað hvort lízt Trygg ekki á blikuna, eða hann langar með í ferð. í Reykjavík fara mörg börnin á mis við félags- skap og vináttu dýranna. Hér er mynd af sögufrægasta lögregluþjóni Reykjavíkur, Þor- valdi Björnssyni. Hann var lög- regluþjónn í 30 ár. Þorvaldur var ríðandi alla jafna og átti fallegan, gráan hest. Eru til margar sagnir um Þorvald og gæðinginn hans. 1 sögu Reykjavíkur segir, að Þor- valdur hafi ekki notið vinsælda, en það mun ofmælt.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.