Heima er bezt - 01.03.1954, Síða 2

Heima er bezt - 01.03.1954, Síða 2
66 Heima er bezt Nr. 3 leiksýningar, og upp úr því hófst leikritun hér svo nokkru nemi, með Nýársnótt Indriða Einarssonar og Skugga-Sveini Matthíasar. En helzta skemmtun bæjarbúa á sumrum munu hafa verið útreiðar. Áttu þá ýmsir hér ágæta hesta. Var oft farið til Þing- valla og annarra staða hér nærlendis. Einni slíkri ferð lýsir Gröndal í kvæði sínu „Þingvallaför“. Myndin á forsíðu er af hópi ferðafólks, sem er að leggja upp í ferðalag út úr bænum. Þó að miðbærinn beri í aðaldráttum sama svip og áður fyrr, hafa þó margar breytingar átt sér stað. Áður féll lækurinn opinn út úr tjörninni til sjávar. Var þá brú á honum þar sem Bankastræti og Austurstræti mætast, svo sem myndin hér að neðan sýnir. Áður en vegir voru lagðir og vagnar komust í notkun almennt, urðu menn að flytja allar nauð- synjar sínar á klökkum. Var oft mannmargt í bæn- um af bændum, sem voru í lestaferðum hingað. Margir bjuggu hjá vinum og kunningjum í bæn- um, eða í kotunum í kring, en aðrir tjölduðu og lágu í tjaldi meðan dvalizt var hér. Var þá lengi tjaldað á Austurvelli. Oft var glaumur og gleði með- an á lestum stóð, og nóg var að gera. Unglingarnir fengu þann starfa að gæta hesta ferðamanna í hög- um umhverfis bæinn. Fékk margur unglingurinn góðan skilding fyrir það, og vænan bita af nesti ferðamanna, sem þeir urðu ekki síður fegnir, þvi að kjarngóður var gamli íslenzki sveitamaturinn. Myndin á bls. 70 er af ferðamannalest hjá Melkoti í Reykjavík, en Melkot stóð rétt fyrir ofan, þar sem ráðherrabústaðurinn er nú. Það er oft bæði fróðlegt og skemmtilegt að skoða gamlar myndir frá stöðum og mannvirkjum. Allar þær myndir, sem hér hefur verið getið, eru frá þeim tímum, þegar flest var ennþá í gamla horfinu. Gefa þær einkar glögga mynd af bænum og þeim bæjar- brag, sem þá var. Geta menn svo séð þá breytingu, sem orðið hefur. Fáar höfuðborgir í Evrópu hafa tekið eins gagngerum stakkaskipt- um á jafn skömmum tíma og höf- uðstaður íslands. í minni núlifandi fólks hafa gerzt þær breytingar, að til stórbyltinga má teljast. Ekki eru nema rúm fjörutíu ár síðan vatns- leiðsla var sett í bæinn. Áður varð fólk að sækja vatn sitt í brunna. Var þá til sú „stétt“ manna, er vatnsberar voru nefndir og getið er viða í ritum, sem fjalla um sögu bæjarins, en kunnastur þeirra mun Sæfinnur gamli hafa verið. Til upp- hitunar húsanna notuðu menn mikið mó, sem tekin var í mýrun- um í kring, sem nú er búið að rækta og gera að túnum. En rafmagns- veitan, og fyrst og fremst hitaveit- an, hafa stuðlað að því, að þessi störf féllu niður með öllu. Bæjar- bragnum í bænum fyrrum hefur verið lýst í mörgum ritum. Var þá fremur fátt til skemmtunar lengst af. Á vetrum voru dansleikir Og l.íkfylgd i Hankastrœti. Myndin mun vera tekin fyrir siðustu aldamát. ð I e g t h e i m i i i s r i t HEIMA ER BEZT ■ Heimilisblað með myndum • Kemur út mánaðar- lega • Áskriftagjald kr. 67.00 • Útgefandi: Bókaútjráfan Norðri • Ábyrgðarmaður: Albert J. Finnbogason • Ritstjóri: Jón Björnsson • Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f. Efnisyf irlit Bls. 67 Úr endurminníngum Magnúsar læknis Hjaltasonar. Kristmundur Bjarnasqn. — 71 Frá Grímstugu í Vatnsdal, EFTIR ÞORSTEIN KONRÁÐSSON. — 74 Á förnum vegi, EFTIR PÁL ÓLAFSSON. — 76 Milli svefns og vöku, EFTIR BjÖRN ÞORKELSSON. — 80 Frá Algeirsborg til Bou Saada, EFTIR SlGURJÓN FRÁ ÞORGEIRSSIÖÐUM. — 86 Vinnubrögð, EFTIR HELGA VALTÝSSON. — 87 Um börn. — 90 Fjallabúar, framhaldssaga, EFTIR KRISTIAN KrISTIANSEN. — 96 Myndasagan: Óli segir sjálfur frá. Skrítlur og margt fleira. Frá liðinni tíð

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.