Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 5
Nr. 6
165
Heima er bezt
Ólafsdalur. — Myndin er úr árbók Ferðafélags Islands um Dalasýslu, tekin af
Þorsl. Jósepssyni.
ýmsum framkvæmdum, var hann
oft lengur og skemur frá heim-
ilinu. Kom þá mest til húsfreyj-
unnar, frú Guðlaugar Zakarías-
dóttur, um alla stjórn þess og
forsjá. Hún var stjórnsöm og
frábær afkastamanneskj a um
allan verkshátt. Þegar hér var
komið, naut hún aðstoðar dætra
sinna, sem heima voru. Þær
sögðu sig ekki úr ætt um mynd-
arskap og allt atgjörfi.
Þegar Torfi kom heim um vor-
ið heill á húfi, var honum vel
fagnað af öllu heimilisfólki. Áttu
þá allir frí frá störfum daginn
þann. Hverjum heimilismanni
gaf hann eitthvað til minning-
ar um heimkomuna.
Vélarnar og efni til hússins
kom um vorið. Allt var komið í
lag fyrir veturinn. Mátti það
kraftaverk teljast við þau skil-
yrði, sem fyrir hendi voru um
aðdrætti og annað. Orkað mun
hafa tvímælis, hversu heppilegt
væri að koma þessu fyrirtæki
upp á þessum stað. Torfi var á
undan sínum tíma um margt.
Viðfangsefnin því stærri, en
framfarahugur og fjárhagsgeta
alls almennings var á þeim tíma.
Þegar Torfi hóf baráttu sína fyr-
ir þessu tóvinnuvélamáli, mun
hann hafa fært það í tal við
ýmsa málsmetandi menn í nær-
liggjandi sýslum. Margir komu
að Ólafsdal og margháttuð
kynni og bréfasambönd hafði
hann við málsmetandi menn.
Þá mun hann hafa orðið að leita
til sýslunefnda um ábyrgðir, því
að lítið fé var fyrir hendi. Ég
minnist þess, að veturinn áður
kemur Torfi á sýslufund
Strandasýslu, sem haldinn var á
Broddanesi að vanda. Mun hann
þá hafa verið í þeim erindum.
Jafnframt er það víst, að ekki
mun hafa legið laust fyrir já-
kvæði við þessari málaleitan.
Samt fór svo, að fram kom Torfi
sínu erindi. Til þess bendir að
nokkru það, sem haft var eftir
einum velþekktum mennta-
manni, er að nokkru leyti fylgd-
ist með því, sem gerðist.: „Hafa
þeir nú látið hann Torfa dá-
leiða sig?“ Vera má, að þarna
hafi verið túlkaðar hugsanir
ýmsra til þessa máls. Maður sá,
er hér um ræðir, var sjaldan
myrkur í máli og heflaði lítt orð-
færi sitt, þó að kunningjar ættu
í hlut.
Þegar búið var að koma fjár-
hagshlið málsins í það horf, að
hefjast mátti handa um fram-
kvæmdir, Torfi búinn að brjót-
ast í siglingu, útvega vélar og
efni til húsagerðar og það allt
komið til landsins, þá var eftir
að koma öllu því heim á stað-
inn. Það var sannarlega ekki
áhlaupaverk, eins og samgöngum
þá var háttað. Timbrið kom á
Salthólmavík, var tiltölulega
stutt að sækja það. Allt var flutt
á áraskipum og floti stundum
hafður i eftirdragi. Ekki varð
komist nema í logni eða í með-
byri og sæta varð sjávarföllum.
Einu sinni vorum við komnir á
skipinu inn á fjörðinn nokkuð
inn fyrir allar grynningar, vor-
um þá með flota aftan í. Þá
hvessir á norðan út fjörðinn, svo
að við urðum að flæmast upp að
landi yzt á Holtahlíð og bera þar
af skipinu. Sumt var sótt út í
Skarðsstöð, einnig á áraskipi.
Erfiðast var þó að koma vélum
í áfangastað. Þær komu með
skipi til Stykkishólms. Til þess
réðst roskinn skipstjóri úr
Stykkishólmi, Bjarni Jóhanns-
son. Flutti hann þær á litlum
þilfarsbáti alla leið utan úr
Hólmi inn að Ólafsdalseyrum.
Uppskipun gekk vel og eins að
koma öllum flutningi til stöðv-
arhússins, er stóð í dalnum nokk-
urn spöl fyrir ofan túnið.
Gestkvæmt var mjög í Ólafs-
dal, þó jókst það að miklum mun
meðan kembingarvélarnar störf-
uðu. Menn komu með ull úr nær-
liggjandi sveitum. Einnig sunn-
an úr Borgarfirði og austan úr
Húnavatnssýslu. Margir voru
nætursakir og biðu meðan
kembt var, þegar um smásend-
ingar var að ræða.
Þó að Torfi beitti sér fyrir
framgangi ýmsra máli bæði um
búnaðarframkvæmdir og verzl-
unarmál, þá mun hann sjaldan
hafa haft jafnmikið og erfitt
starf með höndum og þurfti til
að koma þessu tóvinnumáli í
framkvæmd. Þessa vegna drap
ég á það hér, þó að það falli ekki
saman við venjulega heimilis-
hætti.
Gleggst minnist ég kennslu-
stundanna hjá Torfa. Ég hef
ekki annarrar skólagöngu notið
og get því engan samanburð gert
eða við aðra miðað. Mann heyrði
ég segja frá því, sem gengið hafði
á Möðruvallaskóla eftir að hafa
notið kennslu hjá Torfa, að hann
teldi hann beztum kostum búinn
sem kennara, af þeim mönnum,
er hann hafði notið kennslu hjá.
Var það þó þjóðkunnugt, hversu
mikilhæfir kennarar störfuðu
við Möðruvallaskóla. Þó að náms-
efnið væri stundum tyrfið óg öll-