Heima er bezt - 01.06.1954, Page 26

Heima er bezt - 01.06.1954, Page 26
186 Heima er bezt Nr. 6 sýnilegt merki þess, að veturinn var nær. Lækir og tjarnir frusu. Norðanvindurinn fyllti allar lautir og að síðustu var dalurinn ein rennislétt eyðimörk. Skíðaför sáust í hlíðunum og menn voru þegar farnir að leggja snörur fyrir rjúpuna. En það leit út fyrir, að allir fuglar hefðu flúið úr dalnum. Vor- ið hafði verið svo hart, að eggin frusu í hreiðrun- um. Og þeir ungar, sem komu, gátu ekki lifað vegna kuldans. Einstaka gamlar rjúpur flögruðu um und- an refum og öðrum rándýrum, sem voru tryllt af hungri. Kæmi það fyrir, að rjúpa flæktist í snöru, voru aðeins fjaðrirnar eftir, þegar farið var að vitja um þær. En þeir áttu púður og kúlur. Það var þeirra ein- asta von. Bara að hreindýrin létu sjá sig.--Sagt var, að stór hreindýrahjörð héldi sig í Kivknefjöll- unum. Það var sennilega sú sama, sem þeir höfðu orðið varir um sumarið. Hreindýrin hlutu að koma. Þeir gátu varla trúað öðru. Ástandið versnaði sí og æ. Þeir voru orðnir svo soltnir, að þeir fóru að kenna máttleysis. Verst var það fyrir drenginn. Augu hans voru óhugnanlega djúp og hvöss og andlitið var orðið svo magurt, að svo var sem skinnið væri límt utan á ber kjálka- beinin. En hann kvartaði ekki. Jens hafði verið að tala um að senda hann burt upp á síðkastið. Þetta gat ekki gengið til lengdar. Hann hafði skyldur og ábyrgð. Ef til vill var bezt að gefast upp strax. Það var ekkert að segja til þess, að hann yrði sjálfur settur í fangelsi, bara ef drengnum liði vel. Það var óðs manns æði að freista tilverunnar á mjöllunum eins og nú var ástatt. Það sagði Jens. Einkum ámálg- aði hann það, þegar sulturinn svarf fastast að. Nei, Ingólfi datt ekki í hug að segja, að sér liði illa. Það var ekki karlmannlegt að kvarta. — En gætu þeir ekki reynt að ganga inn á fjöll- in, stakk hann upp á einn morguninn, meðan þeir lágu undir sauðskinnsteppinu og voru svangir. Ef þeir færu kringum Híárvötnin. —------- Þeir fóru. Allan guðslangan daginn færðust þeir smátt og smátt lengra inn í eyðimörk frosts og snjóa. Vötnin lágu undir álnarþykkri íshellu og austanvindurinn hvirflaði snjónum á undan sér út yfir auðnirnar. Þeir höfðu ekkert kvikt séð á allri leiðinni. Tveir úlfar höfðu farið í áttina til Blá- eyrar. Aðrir höfðu stefnt í vestur eftir sporunum að dæma. Seinnipart dagsins brunuðu þeir sér niður í Svartadjúp. Lausamjöllin þyrlaðist eins og reykur umhverfis þá. Það var engu líkara en að þeir væru hræddir við að ganga inn í hellinn. Þeir mæltu ekki orð frá vör- um, en margt var að lagfæra. Voru þeir þreyttir? Nei, ekki svo mjög. Eða soltnir? Hja — eiginlega ekki.----- Þeir hertu sig upp. Drengurinn þ o r ð i ekki að kvarta, og hann, sem var fullorðinn, vildi það ekki. En þegar þeir sátu við eldinn í hellinum, tók svefninn að sækja á þá. Ingólfur sat á skinntepp- inu dálitla stund, en Jens fór að mylja bein, sem hann ætlaði að sjóða. Þau voru hið eina matarkyns, sem þeir áttu. Öðru hverju kenndi drengurinn svima og hann var alltaf að loka augunum og opna þau aftur. Honum fannst sem Jens væri alltaf að stækka og höggin á beinin hljómuðu eins og þruma fyrir eyrum hans. En svo virtist honum allt í einu sem Jens yrði minni og minni, unz hann varð að engu og höggin urðu svo veik, að þau heyrðust ekki. Hann sveið í andlitið af hitanum frá eldinum og augun sviðu sárt. Honum fannst hann ekki þurfa að loka augunum af því að hann væri þreyttur, en loginn var svo allt of bjartur. Svona var það líka, þegar sólin skein á snjóinn. Það suðaði og hvein allt í kringum hann. Hann sá skíðatærnar fyrir framan sig og snjóinn, sem fauk umhverfis hann. Eins og eilíf skriða — flatt og tindrandi — ekkert annað — — ekkert.------ Jens vakti hann og mataði hann með seyðinu af kjötbeinunum ásamt gulum bitum af merginum. Hann var alls ekki soltinn, en honum fannst þetta gott og hann kingdi jafnóðum og Jens mataði hann. -----Og svo gerðist ekkert annað. Hann sofnaði. Næsta dag fundu þeir rjúpu í snörunni. Litla, hor- aða rjúpu, sem var heil enn. Aldrei hefur nokkrum matarbita verið skipt svo jafnt sem í þetta skipti. Þennan sama dag undir kvöldið var engu líkara en að Jens hefði algerlega tapað sér. Hann ætlaði að fara að hátta, enda þótt skammt væri liðið á kvöldið. Það var ekki hægt að fá orð úr honum. Ing- ólfur skildi ekki þetta háttalag. Hann hafði verið að taka eftir augunum í Jens undanfarna daga. Þau voru orðin svo stór. Og það var kominn einhver framandi glans yfir þau, sem hann hafði ekki tekið eftir áður. Og nú, þar sem hann lá og umlaði, að hann vildi fá að vera í friði, líktist augnaráð hans augnaráði dýrs. Þannig hafði Ingólfur séð augna- ráð refsins, þegar hann lá hryggbrotinn og gat enga hjálp sér veitt. Drengurinn stóð við dyraskinnið og vissi ekki, hvað hann átti af sér að gera. Var Jens reiður? Eða var hann veikur? Hann læddist út fyrir hellinn. Þar lágu skíðin eins og hann hafði skilið þau við sig, þegar hann kom. Hann hristi af þeim snjóinn og stillti þeim upp við hellismunnann. Tunglið var komið upp. Svartadjúp var nærri óþekkjanlegt í tunglsljósi. Á daginn var það gjá, líktist stundum ófreskju, stærri og óhugnanlegri en nokkuð annað í veröldinni. En í tunglsljósinu hvarf þessi ófreskja, og tvær aðrar verur komu í stað hennar. Annað var sú hliðin, sem tunglið skein á, bláhvít, eins og maður horfði í gegnum íssprungu. Hin veran var sú hliðin, sem lá í skugga. Hún var ekkert annað en stór, svartur veggur.----------f kvöld skein máninn beint ofan í djúpið og báðar hliðar þess voru hálfdimmar. Hann stóð þarna lengi og sá hvernig hliðar Svartadjúps börðust um völdin. Báðar vildu fá sem mest af birtunni, en sú hliðin, sem hann stóð við, varð ofan á. Hann varð að ganga lengra út til þess að finna tunglsljósið. Hann óð gegnum snjóinn og honum fannst eins og hann ræki tunglskinið á undan sér. Honum virtist, sem hann hefði aldrei fyrri séð tunglið svona stórt. Drottinn ætlaði sjálfsagt að fara að brúka hnífinn sinn aftur og skera stjörnur utan af því. Kannske kastaði hann einni stjörnu niður við sænsku landamærin, þar sem Malí átti heima. Hugsunin um Malí greip hann allt í einu. Hann varð að loka augunum til þess að kalla svip

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.