Heima er bezt - 01.01.1956, Page 9

Heima er bezt - 01.01.1956, Page 9
I.jósm. Edv. Sigurgeirsson. mikil, að hún geymi gildi heils lífs, heillar eilífðar, og þá er vel og jafnt keypt, þó að mikln kunni að vera teflt fram: Fyrir gleði eina nótt læt ég gæfu mína að veði. Guðs ríki er þeirra, sem elska lífið mest. Og lífið er svo gjöfult og náttúran um bæinn við fjörðinn er svo dýrleg, að: Merkilegt er, að menn, sem þar hafa dvalið til margra ára skuli ekki vera betri. Því gleðin angar frá iðjagrænum hlíðum. Hér gætu menn numið af náttúrunni einni að njóta lífsins — fagna af öllu hjarta. Lífsjátning skáldsins er hvorki naum né fyrirvara- gjörn: Nú elska eg svörtu sorgirnar jafnt sólargleði minni, því guð er allt og alls staðar í allri veröldinni. Það er sjálfu sér samkvæmt, að lífsjátning skálds- ins sé rík og djúp og heit, því að list þess er efling í lífi. Listin er að vísu dularfull, og mér er ekki kunnugt unr neina fullgilda skilgreiningu á henni, enda á hún þar upptök, sem ræða skynsetni þrýtur. Eitt ætla ég þó að auðkenni öll góð listaverk: Að sá, sem nýtur þeirra, verður af því skarpskyggnari, greindari, vitrari. Þannig t. d., að einhver vandamál eða þrautir, sem hann hefur glímt við, verða skyndi- lega ljós og einföld, og getur þrautin verið með öllu óskyld listaverkinu, en hugsun þess er nýtur, „vex og hœkkar“. Heima er bezt 7

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.