Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 12
io Heima Nr. 1-2 -------------------------------- er bezt -------------------------- var ekki snjólétt nema fyrri hlutann. Mest af úr- komunni féll sem snjór en ekki regn, og meiri hlut- inn af snjókomunni kom á stuttum tíma skömmu fyrir jól, en síðan kom engin þíða fyrr en um ára- mót. Fyrstu daga mánaðarins var framhald á nóvem- berveðrinu, stillt veður en snjómugga víða. Þann 5. gekk hann í útsynning, en síðan fljótlega í norðr- ið með kuldakasti fram að 12., og snjóaði þá hvern dag norðan lands, en sunnan lands var bjartviðri. Fyrir miðjan mánuð komu nokkrir mildir dagar, með allt að 5 stiga hita. Síðan kólnaði á ný, og rétt fyrir jólin snjóaði talsvert með austanátt á Suður- landi. Snjókoman færðist norður yfir landið og verður að stórhríð þ. 22. Liggur sá snjór fram á gamlársdag. Slysfarir á landi urðu með meira móti í þessum mánuði, bæði af völdum snjóa og ótraustra ísa. Aft- ur á móti tókust sjóferðir giftusamlega, þó að stund- um væri mjótt á mununum. Og nú er nýtt ár byrjað. í tilefni þess ætla ég að rifja upp í stuttu máli veðurfar ársins 1955. Arið gekk í garð með 6 daga blíðviðri, en janúar og febrúar urðu þó kaldir, meðalhitinn víða um tveim stigum lægri en í meðalári. Einkum gerði harðan frostakafla um miðjan janúar, og komst klaki þá djúpt í jörð. Máttu heita harðindi á Norð- austurlandi, en sunnan lands var fremur lítill snjór og oft góðviðri. Marz var mildur og þurrviðrasamur, snjóléttur og hagstæður. Á Vestfjörðum var þó haglítið. Hiti var um einu stigi hærri en í meðallagi. Apríl var mjög mildur og góður lengst af, og um þ. 19. var gróður víða byrjaður, þrátt fyrir mikinn klaka í jörðu. En þá gerði kuldakast og síðan þurr- viðri, sem hnekkti gróðri. Hitinn var um þrem stigum hærri en í meðallagi. Maí var kaldur og fremur hretsamur fram um þ. 20. Gerði þriggja daga hríð með fannburði og allmiklu frosti á Norðurlandi rétt fyrir miðjan mánuð, en snöggbatnaði með blíðviðri um þ. 20., qg hélzt svo til mánaðarloka. A Suðurlandi var allt of þurrt fyrir gróður í maí, og vætti ekki að ráði fyrr en um mánaðamót. Hitinn varð í tæpu meðal- lagi um land allt. Júní var of þurr og fremur kaldur, þar til um 20., þá hlýnaði með vætu, einkum gerði stórrign- ingu á Norðausturlandi aðfaranótt þ. 29., og hafði hún ómetanlega þýðingu fyrir gróðurinn í þurrk- um þeim, sem nú fóru í hönd. í Skriðuklaustri rigndi þá t. d. 30.5 mm, en aðeins 10.3 mm í öllum júlí. A Suðurlandi var of þurrt framan af, en um miðjan mánuð brá til vætutíðar, og spratt þá vel. Hiti var um meðallag. í júlí og ágúst og fram undir miðjan september var framúrskarandi þrálát sunnan og suðvestan átt, með miklum og tíðum úrfellum sunnan lands og vestan, en einmuna hlýindum og miklum þurrkum á Norðausturlandi; einkum á Fljótsdalshéraði. Hag- stæðust var tíðin í þeim héruðum, sem lágu á mörk- um regnsvæðis og þurrka, t. d. um Skagafjörð. Þar voru hlýindi mikil, væta nóg fyrir gróður, en eklci til baga við heyskap. Um miðjan september brá til þurrka á regnsvæðinu, og náðust þá mikil hey. Þó nýttist þessi þurrkur illa á Vestfjörðum sakir hvass- viðris. Meðalhitinn var í lægra lagi á óþurrkasvæð- inu, en allt að því 3 stigum hærri en í meðalsumri í þurrkahéruðum. Október var fremur kaldur, en þurrviðrasamur og fremur hagstæður. Nokkurt hret gerði þó á Austurlandi um miðjan mánuð, en fé gekk víðast sjálfala. Hitinn var einu stigi lægri en í meðallagi. Nóvember var lengst af mjög hlýr og hagstæður, þó að hret gerði í byrjun og lok mánaðar á Norður- landi. Snjólétt var, og fé var óvíða tekið á gjöf. Hitinn var um 2 stigum hærri en í meðallagi. Desember varð kaldur, og snemma í mánuðinum kom loks talsverður snjór, einkum norðan lands, og um jólin bættist mikið við þennan snjó, bæði á Norður- og Suðurlandi. Hitinn var um 2 stigum lægri en í meðallagi. Að loknum þessum lestri mun margur spyrja: Var þetta harðæri, góðæri eða meðalár? Ég hygg, að það hafi verið í löku meðallagi á óþurrkasvæð- inu svonefnda, en í öðrum landshlutum var gott í ári. Hitinn er rétt um meðallag á öllu landinu til jafnaðar. Veturinn í fyrra var frostharður um tíma, en útmánuðir reyndust vel. Vorið er þurrt framan af, en rætist sæmilega úr. Sumarið er misjafnt, sums staðar mjög erfitt, en móti því kemur, að haustið má heita gott fram að jólum. Aflabrögð eru góð að sumu leyti, sumarsíldin bregzt að vísu, en því meira veiðist fyrir sunnan í haust. Að lokum má geta þess, hvernig gamla árið kvaddi, og skal hér lesin fyrir- sögn fréttar í einu dagblaðanna eftir nýárið: Til engra óspekta kom, og ölvun var með minnsta móti. — Veður mjög óhagstætt. Víða á landinu hafa snjóþyngsli verið með meira móti þennan mánuð, eins og áður er getið. Þetta orð, snjóþyngsli, gefur annars vel til kynna afstöðu íslendinga til snjóalaga. Það sýnir, hvað snjórinn er óvelkominn gestur í landinu. Að vísu er það nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.