Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 20
Utanfarir íslenzkra söngkóra hafa verið svo tiðir atburðir siðustu árin, að þœr eru hœttar að vekja athygli
nema rétt i bili. Hér segir SNORRI SIGFUSSON, fyrrv. námsstjóri, frá fyrstu islenzku söngförinni til ut-
landa fyrir hálfri öld siðan. Hekluförin var brautryðjendastarf, til þess að kynna islenzka söngmennt á er-
lendum vettvangi. Heklungarnir fóru hana einir og óstuddir af öðru en áhuga sínum og ágcetri söngrödd.
Er oss gott að minnast þess á vorum tímum, þegar ekkert verður gert án stuðnings og styrkja.
HEKLUFÖRIN 1905
essa dagana, fyrir hálfri öld, var lítill söng-
flokkur á Akureyri að týgja sig til utanferð-
ar, til að syngja fyrir framandi þjóð. Það var
hin fyrsta söngför frá íslandi og þótti ekki í lítið ráð-
izt. Og þar sem ég var einn í flokknum, og bráðlega
fáir til frásagnar um þennan einstæða atburð, þá hef-
ir talazt svo til, að ég ritaði hér smáþátt um þessa för.
Sennilega hefir aldrei verið meiri vorhugur í ís-
lenskri þjóð en á fyrsta áratug þessarar aldar, og
bar margt til, sem hér verður ekki rakið. En það
var sannarlegt vor í lofti, og þá einkum meðal
æskunnar í landinu, sem fylkti sér undir merki
Ungmennafélaganna: íslandi allt. Þar var ekki til
stétt eða flokkur, aðeins íslendingar. Og stjóm-
frelsið, síminn og fleiri vorboðar, fylla hugina og
skapa mikla bjartsýni. Og e. t. v. hefir aldrei verið
yndislegra að vera ungur en þá. Og þó var sá heim-
ur, sem æskan ólst upp í, ótrúlega fátækur af öllu
því, sem nú er talið til tækni og þæginda. En um
það kvartaði enginn. Allir urðu
að vinna a. m. k. hálfan sólar-
hringinn, og þar var ekkert
hangs. Og samt varð tími af-
gangs til félagsvinnu og funda-
halda. Bíósetur og sífelldir
dansleikir töfðu ekki. Þó var að
sjálfsögðu stundum dansað í
fundarlok, máske einu sinni
eða tvisvar í mánuði. Og það
var gert af fjöri heilbrigðrar
æsku. Þar var engin vælandi og
dillandi hjörð, sem s i 1 a ð i s t
áfram í einhvers konar erótískri
leiðslu eftir hljóðfalli blökku-
manna. Nei, harmónikan eða
fiðlan sáu um að svo var ekki.
Og svo var sungið af lífsins list,
mikið, og allir sungu af fjöri og
krafti hvatningaljóð og ættjarð-
arsöngva. — Já, það var sannarlegt vor í lofti, og
vorsöngur hinnar vaknandi og vaxandi þjóðar var
fjörugur og hreimsterkur í öllum sínum einfaldleik.
Þótt mikið væri sungið á þessum árum, var þú
fjórraddaður kórsöngur fremur sjaldgæfur, og raun-
ar viðburður um s. 1. aldamót að slíkur söngur
heyrðist. En einn var sá maður norðanlands, sem
varð í þessum efnum einskonar leiðarljós og braut-
ryðjandi. Það var Magnús Einarsson organisti og
söngstjóri á Akureyri. Hefi ég áður minnzt hans í
útvarpi, og skal því ekki fjölyrða um hann hér,
fram yfir það, sem nauðsyn krefur. En hann hafði
brotizt áfram til þess að mennta sig á þessu sviði,
bæði utanlands og innan, var fjölhæfur gáfumaður
og ágætlega söngvinn og músikalskur. Hann var
um tugi ára söngkennari á Akureyri og organleik-
ari við kirkjuna þar. Ög um sl. aldamót var
Magnús Einarsson miðaldra maður, sem kallað er,
og fullur af áhuga og starfsorku. Hann hafði fyrir
aldamótin stofnað blandaðan
kór, sem nefndi sig Gígju. Mun
sá kór hafa orðið til upp úr
samtökum til söngs- á Eyfirð-
ingahátíðinni á Oddeyri 1890,
er þúsund ára byggðar Eyja-
fjarðar var minnzt. En Gígja
varð ekki gömul, markaði samt
spor frumherjans m. a. með því
að láta prenta og gefa út nokk-
ur sönglög. Mun flokkurinn þó
hafa sungið á Akureyri alda-
mótaárið, en eftir það verður
hans ekki vart. En þá kemur
fram á sjónarsviðið karlakórinn
Hekla, er Magnús Einarsson
stofnaði á 1. eða 2. ári aldarinn-
ar, og fylltu nokkrir úr Gígju
þann flokk. Hekla varð athafna-
samur söngflokkur, og hinn
18 Heima er bezt