Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 22
20 Heima Nr. 1-2
--------------------------------er bezt----------------------------
Þennan vetur æfði Hekla af miklu kappi mikinn
fjölda kórlaga og hélt marga opinbera samsöngva,
en aldrei var minnzt einu orði á utanför lengi vetr-
ar. En undir niðri ólgaði kappið og eftirvænting
hinnar dularfullu og óljósu vonar, sem ágætir dóm-
ar um söng Heklu, gáfu nokkurn byr undir væng-
ina.
En svo er það í apríl 1905, að boðað var til leyni-
fundar niðri á Oddeyrartanga. Þar var málið rætt
í fullri alvöru, og skýrði Magnús Einarsson frá
því, að hann ætlaði til Noregs til athugunar á
þeim möguleikum, að Hekla kæmi þangað með
haustinu og syngi. För þessa mundi hann fara á
eigin kostnað, en vita þyrfti hann nú, hvort flokk-
urinn væri fáanlegur í þessa för, ef farið yrði, en
til þess þyrfti a. m. k. æfingar í einn mánuð áður.
Samþykktu þetta allir. Og enn var þessu ráðabruggi
haldið algerlega leyndu.
Um vorið fór svo Magnús söngstjóri til Noregs,
og mun hafa þótzt ætla að athuga kirkjusöng þar,
en þó mun suma hafa grunað hið rétta. Gekk þessi
ferð Magnúsi að óskum, og var förin ráðin. Var
meðlimum kórsins svo tilkynnt þetta og það jafn-
framt, að allir þyrftu að mæta á Akureyri um miðj-
an september til æfinga, en við vorum 5 utan úr
sveitum.
Og svo hófust æfingarnar á ný, og þá varð nú
lýðum ljóst hvað til stóð, og mun ekki hafa verið
um meira talað, í bæ og utan, en þetta uppátæki
söngflokksins. Mun flestum hafa fundizt í nokkuð
mikið ráðizt. Að vísu syngi flokkurinn vel, að dómi
Akureyringa, en það þyrfti nú meira til, ef vel ætti
að fara, því að strangar kröfur yrðu áreiðanlega
gerðar til söngflokks, sem teldi söng sinn boðlegan
á erlendum vettvangi. Þetta gæti orðið alvarlegt
frumhlaup og jafnvel landi og þjóð til hneisu. Og
sagt var að einhver hefði stungið upp á því, að fá
bæjarstjórn eða jafnvel Ráðherrann til þess að
banna þessa utanför. En þetta fór nti allt lágt, enda
sat nú Magnús Einarsson fastur við sinn keip og
dugði engum að reyna til að telja úr honum kjark-
inn. Og í þessu sambandi verður að geta þess, að
á Akureyri átti þá heima einn hinn söngmenntað-
asti maður þeirra tíma, sr. Geir Sæmundsson, er
hlotið hafði mennt sína erlendis, skólaður hjá fræg-
um kennurum, og hafði að sjálfsögðu margsinnis
hlustað á vel þjálfaða kóra, enda sjálfur mikill
smekkmaður á söng, og hafði eina þá fegurstu söng-
rödd, sem öllum, er heyrðu, verður ógleymanleg.
Þennan mann átti Magnús Einarsson að ráðunaut
og vin. Hann hlustaði á hvern samsöng Heklu,
mun áreiðanlega hafa oft gefið góð ráð og vissu-
lega hvatt til fararinnar, þótt ekki væri haft hátt
um það.
Lét nú enginn bilbug á sér finna, enda varð ekki
aftur snúið. Mátti svo heita, að fengist væri eitt-
hvað við söngæfingar frá morgni til kvölds. Og nú
þurfti margt að gera. Sauma þurfti ný föt á allan
hópinn úr svörtu klæði, öll með sama sniði. Einnig
skyldi hópurinn hafa samskonar flibba og slaufu,
en söngstjórinn vera klæddur diplómatfrakka, er
þá þótti bezt viðeigandi. Og svo varð einnig að
sauma húfur á hópinn. Þær voru með svörtu skygni
og hvítum kolli, en með blárri gjörð eða borða, og
var saumuð hörpumynd framan á, en hægra megin
við þá mynd voru saumaðir stafirnir: í s 1. (íslenzk-
ur), en vinstra megin stafirnir k ó r. Voru húfurnar
hinar skrautlegustu, og allur þótti þessi búningur
hinn snotrasti, og mundi nú hópurinn sóma sér vel
á söngpalli.
Þá þurfti að sjálfsögðu að prenta mikinn fjölda af
söngskrám með textum, bæði á íslenzku og dansk-
norsku, og var séra Matthías þar hjálplegur. En einn
úr hópnum, Snorri Snorrason, orti ávarpsljóðið:
„Vér heilsum frá konu með fannhvítan fald“, —
en Magnús söngstjóri bjó til lagið. Æfð voru 24
sönglög, ásamt þjóðsöngum, og raunar ýmsum fleiri
til vara.
Þessi 24 sönglög, sem á söngskránum voru, voru
öll eftir ísl. höfunda, og því ekki um mikið og fjöl-
breytilegt úrval að ræða. Þau voru þessi:
Eftir Bjarna Þorsteinsson: Systkinin, Kirkjuhvoll,
Vornótt, Allir eitt, Ég vil elska mitt land, Ég elska
þig stormur, Blessuð sértu sveitin mín. Alls 7 lög.
Eftir Sigfús Einarsson: Þú álfu vorrar yngsta land,
Er æðir stormur um efsta tind, Gröfin. Alls 3 lög.
Eftir Sigurð Helgason: Skín við sólu Skagafjörð-
ur, Stillið hörpu. Alls 2 lög.
Eftir Helga Helgason: Þið þekkið fold með blíðri
brá, Buldi við brestur og brotnaði þekjan. Alls 2
lög.
Eftir Jónas Helgason: Við hafið ég sat fram á
sævarbergsstall.
Eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Ó, guð vors
lands.
Eftir söngstjórann M. E.: Vér heilsum frá konu
með fannhvítan fald, Fífilbrekka gróin grund,
Vökum, vökum vel er sofið, Heill sé þér dáðfrægi
Dofri, Heil og blessuð Akureyri. Alls 5 lög.
Og svo tvö þjóðlög: Bára blá, og Ólafur reið með
björgum fram.
Þar að auki voru æfð ýms verk eftir erlenda höf-