Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 27

Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 27
Nr. 1-2 Heima 25 --------------------------------er bezt----------------------------- rétti Englendinga til lagasetningar og skattlagning- ar. Þegar Englendingar höfðu rétt nýlendnanna í þessum efnum að engu, en skattlögðu þær eftir geðþótta sínum, varð það að ráði, að nýlendurnar sameinuðust um það, að senda Franklín sem full- trúa sinn til Englands, til þess að reyna að kippa þessum málum í lag. Hélt hann því til Englands á ný árið 1764, og varð dvöl hans þar nú 10 ár. Þegar til Englands kom, var honum þar vel tekið. Hann átti fjölda kunningja frá fyrri dvöl sinni þar. Lærðir menn höfðu mætur á honum, og voru marg- ir vinir hans fullkomnir. Hann var eftirsóttur í samkvæmum og heimboðum, og dvaldist oft lang- dvölum á sumrum á landsetrum brezkra vina sinna. Erlendir menn, sem til Englands komu, sóttu hann heim og sendiherrar annarra þjóða tóku honum sem væri hann einn úr þeirra flokki, svo miklu fengu gáfur hans og persónutöfrar áorkað. En allt um þessa velgengni, og þótt hann héldi á málum þjóðar sinnar með frábærri festu og snilli, varð honum lítt ágengt. Stjórnarherrarnir brezku tor- tryggðu hann, þótt hann léti ekkert færi ónotað, til þess að bera sáttarorð á milli landanna, og leit- aði málamiðlunar í deilunum eins lengi og kostur var, því að lengi var honum algerður skilnaður við Bretland mjög fjarri skapi. Svo kom óvild ráða- manna brezkra niður á honum, að stjórnin svifti hann póstmeistaraembættinu, sem hann hafði haft í um 20 ár. Óvildin milli þjóðanna þrútnaði stöð- ugt, og loks sá Franklín að engu yrði þokað, og hélt því heimleiðis árið 1775. Var þá svo komið, að sum- ir ráðamenn í Englandi höfðu við orð að banna honum vesturförina, og jafnvel varpa honum í fang- elsi. En aðrir voru þeir, er sýndu honum fyllsta traust og virðingu. Þannig var það í lávarðadeild- inni ensku, þegar mál nýlendnanna voru þar á dag- skrá, og einn lávarðanna hafði ráðizt mjög harka- lega á Franklín, sem einn hættulegasta fjandmann ríkisins, að Chatham lávarður fór um hann þeim orðum, „að hann væri maður, sem öll Norðurálfan ber virðingu fyrir og jafnar saman við Boyle og Newton, hann er ekki einungis Englandi, heldur öllu mannkyni til sóma“. Þegar vestur kom, var Franklín ljóst, að fjand- skapurinn milli Englands og nýlendnanna var orð- inn svo magnaður, að ekki mundi lengur þýða að leita um sættir. Hver viðburðurinn rak nú annan. Vopnaviðskipti hófust milli nýlendubúa og Breta, hinir síðarnefndu sendu skipalið vestur um haf, til að kúga nýlendurnar til hlýðni, og loks 4. júlí 1776 auglýstu 13 fylki, að þau væri frjáls þaðan af og ætluðu ekki lengur að eiga stjórn sína undir Bret- um. Var Franklín einn þeirra manna, sem sömdu frelsisyfirlýsinguna. Þegar svo var komið málum, var Bandaríkja- mönnum ljóst, að þeir myndu ekki af eigin ramm- leik fá reist rönd við Bretum, og tóku að svipast um hvar helzt væri liðveizlu að vænta. Varð það að ráði að leita til Frakka í þeim efnum, og var Franklín valinn til þeirrar farar af þjóðþingi fylkj- anna. Franklín var sjötugur að aldri, er hann tókst ferð þessa á hendur. Ekki var hann nema lítillega mæl- andi á franska tungu, en sagan segir, að hann hafi lært málið til hlítar á leið sinni yfir Atlantshafið. Tókst ferðin yfir hafið giftusamlega, þótt ensk her- skip væru hvarvetna á sveimi, og myndu hafa heft ferðir skipsins, hefðu þau náð færi á því. Ekki þarf að orðlengja það, að í Frakklandi vann Franklín hug og hjarta bæði almennings og virðingarmanna. Stjórnarvöldin tóku málaleitun hans um beinan stuðning við Bandaríkin fálega í fyrstu, en þegar leið á, skiptu þau um skoðun, og 1778 kom svo, að Frakklandsstjórn viðurkenndi sjálfstæði Bandaríkj- anna og léði þeim allmikið fé, og studdi þau á ann- an hátt, auk þess sem fjöldi sjálfboðaliða streymdi til Ameríku, til þess að taka þátt í frelsisstríðinu. Eftir að sáttmáli þessi hafði verið gerður við stjórn Frakklands, gekk Franklín fyrir konung og helztu fyrirmenn Frakklands, sem sendiherra Bandaríkj- anna. Hefir franskur maður, sem ritað hefir um atburð þann, skýrt svo frá, að mikill mannfjöldi hafi fylgt Franklín, bæði Ameríkumenn og aðrir, sem þyrptust að fyrir forvitnis sakir. Segir hann svo: „Hærur hans silfurbjartar og ráðvendnissvipur og viðhafnarleysi, bæði í klæðum og framgöngu, ásamt mörgum öðrum hlutum merkilegum og ágæt- um, sem áður voru kunnugir um æfi hans, — allt þetta studdi hvað annað, honum til virðingar." Sendiför Franklíns til Frakklands reyndist Banda- ríkjunum hið mesta heillaráð. Því samtímis því, sem hann sjálfur aflaði sér vinsælda og virðingar, vann hann landi sínu og hið sama traust. Hann var því sjálfkjörinn í hóp þeirra manna, er gerðu friðar- samningana við England í lok frelsisstríðsins 1783, og síðan var hann sendiherra Bandaríkjanna á meginlandi Evrópu til 1785, og gerði þá marga mikilvæga samninga fyrir hönd þjóðarinnar, sem áttu drjúgan þátt í að tryggja henni sess meðal hinna frjálsu þjóða heimsins. Enda þótt Franklín drægist inn í deilumál, sem Framhald á hls. 30.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.