Heima er bezt - 01.01.1956, Qupperneq 31
Horemheb, hinn nýi yfirhershöíðingi, snerist gegn hinum friðsamlegu ráð-
stöfunum Akhnatons.
Baketamon fór með hinn efagjarna Sinuhe til grafar Faraós,
föður síns.
og þá loks var allt tilbúið að sýna, hvað fyrir egypzka lækninn
Sinuhe hefði komið fyrir tæpum 3400 árum.
Þeim, sem ekki hafa lesið skáldsöguna sjálfa, er kvikmyndin
eins og raunverulegur ævi-atburður, þótt rás viðburðanna sé
sums staðar þjappað svo saman að erfitt geti reynzt að fylgjast
með. En aftur á móti munu þeir, sem hafa gleypt í sig sögu
Waltaris, verða fyrir nokkrum vonbrigðum, þrátt fyrir skraut-
legar hópsýningar og stórkostlega fjölbreytni í litum og tónum.
Það hefir reynzt óhjákvæmilegt, sökum hins fjölbreytta efnis
bókarinnar, að mikill hluti hinna 30 mánaða, sem unnið var að
undirbúningi myndarinnar, hafi farið í það að komast að niður-
stöðu um, hvar byrja skyldi, og hvar enda. Og í bókinni er efni í
margar kvikmyndir, og „Fox“ hefir orðið að sleppa ýmsum
spennandi köflum, svo að eigi yrði heil dægur-kvikmynd úr
verkinu.
Aðalhlutverk myndarinnar, Sinuhe sjálfan leikur hinn ungi,
og allt til þessa ókunni, Edmund Purdom (sem kom í staðinn
fyrir Marlon Brando, er varð móðgaður og skarst úr leik).
Jean Simmons leikur aðal-kvenhlutverkið, Meritu, — og Bella
Darvi hið næstum jafnstóra hlutverk, babylónsku skækjuna
Nefernefernefer. Horemheb, æskuvinur Sinuhe, er leikinn af
hinum glæsilega Victor Mature og í öðrum hlutverkum má sjá
Peter Ustinov sem þrælinn Kaptah, Michael Wilding sem
Ekhnaton faraó, og Gene Tierney sem prinsessuna Baketamon.
Sinuhe og Horemheb skemmía
sér rækilega að Joknu prófi,
annar læknir og hinn hermað-
ur, í kránni Krókódílssporði.
Horemheb færir sig brátt upp
á skaftið og daðrar hressilega
við hina gullfallegu frammi-
stöðustúlku Merit; en hún er
bálskotin í Sinuhe.
Sinuhe lendir í ónáð hjá Faraó og verður land-
flótta. Ovinir Egypta, Hetitar, gefa Sinuhe sverð-
úr nýjum málmi — járni — í þakkarskyni fyrir
uppskurð á foringja þeirra. Sinuhe snýr aftur til
Egytalands og sýnir Horemheb þetta háskalega
vopn, en Faraó vill ekki hefja styrjöld gegn
Hetítum; telur, að þá megi vinna með góðu.
A dauðastundinni fyrirgefur Faraó Sinuhe, er
hefir byrlað Horemheb eitur. Hann iðrast þess
samt, og játar allt fyrir Horemheb og hvetur
hann til að fara til prinsessunnar: „Hún verður
forviða, því hún býst ekki við þér," segir Sinu-
he. Hann tekur að prédika umburðarlyndi og
þolinmæli meðal fátækra, — og Horemheb vísar
honum úr landi.
Heima er bezt 29