Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 31
Horemheb, hinn nýi yfirhershöíðingi, snerist gegn hinum friðsamlegu ráð- stöfunum Akhnatons. Baketamon fór með hinn efagjarna Sinuhe til grafar Faraós, föður síns. og þá loks var allt tilbúið að sýna, hvað fyrir egypzka lækninn Sinuhe hefði komið fyrir tæpum 3400 árum. Þeim, sem ekki hafa lesið skáldsöguna sjálfa, er kvikmyndin eins og raunverulegur ævi-atburður, þótt rás viðburðanna sé sums staðar þjappað svo saman að erfitt geti reynzt að fylgjast með. En aftur á móti munu þeir, sem hafa gleypt í sig sögu Waltaris, verða fyrir nokkrum vonbrigðum, þrátt fyrir skraut- legar hópsýningar og stórkostlega fjölbreytni í litum og tónum. Það hefir reynzt óhjákvæmilegt, sökum hins fjölbreytta efnis bókarinnar, að mikill hluti hinna 30 mánaða, sem unnið var að undirbúningi myndarinnar, hafi farið í það að komast að niður- stöðu um, hvar byrja skyldi, og hvar enda. Og í bókinni er efni í margar kvikmyndir, og „Fox“ hefir orðið að sleppa ýmsum spennandi köflum, svo að eigi yrði heil dægur-kvikmynd úr verkinu. Aðalhlutverk myndarinnar, Sinuhe sjálfan leikur hinn ungi, og allt til þessa ókunni, Edmund Purdom (sem kom í staðinn fyrir Marlon Brando, er varð móðgaður og skarst úr leik). Jean Simmons leikur aðal-kvenhlutverkið, Meritu, — og Bella Darvi hið næstum jafnstóra hlutverk, babylónsku skækjuna Nefernefernefer. Horemheb, æskuvinur Sinuhe, er leikinn af hinum glæsilega Victor Mature og í öðrum hlutverkum má sjá Peter Ustinov sem þrælinn Kaptah, Michael Wilding sem Ekhnaton faraó, og Gene Tierney sem prinsessuna Baketamon. Sinuhe og Horemheb skemmía sér rækilega að Joknu prófi, annar læknir og hinn hermað- ur, í kránni Krókódílssporði. Horemheb færir sig brátt upp á skaftið og daðrar hressilega við hina gullfallegu frammi- stöðustúlku Merit; en hún er bálskotin í Sinuhe. Sinuhe lendir í ónáð hjá Faraó og verður land- flótta. Ovinir Egypta, Hetitar, gefa Sinuhe sverð- úr nýjum málmi — járni — í þakkarskyni fyrir uppskurð á foringja þeirra. Sinuhe snýr aftur til Egytalands og sýnir Horemheb þetta háskalega vopn, en Faraó vill ekki hefja styrjöld gegn Hetítum; telur, að þá megi vinna með góðu. A dauðastundinni fyrirgefur Faraó Sinuhe, er hefir byrlað Horemheb eitur. Hann iðrast þess samt, og játar allt fyrir Horemheb og hvetur hann til að fara til prinsessunnar: „Hún verður forviða, því hún býst ekki við þér," segir Sinu- he. Hann tekur að prédika umburðarlyndi og þolinmæli meðal fátækra, — og Horemheb vísar honum úr landi. Heima er bezt 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.