Heima er bezt - 01.01.1956, Blaðsíða 34
32 Heima Nr. 1-2
--------------------------------er bezt---------------------------—
koma Norðmanna við söngflokkinn mótazt af viður-
kenningu á verðleikum hans, og vinarþeli til lands
og þjóðar.
Þegar ég tveim árum síðar kom aftur á þessar
slóðir og kynntist fólki þar, kom í ljós að söngur
Heklu hafði vakið mikla eftirtekt, og oft varð ég
að syngja sum lögin þar á skólaárum mínum.
F.n svo var haldið heim, stigið um borð í Egil
gamla 6. eða 7. desember og lagt á hafið. Gekk allt
sæmilega til Færeyja, og sungið var í Þórshöfn við
mikla hrifningu áheyrenda, og tóku Færeyingar
flokknum með kostum og kynjum. En skömmu
eftir að skilist var við Færeyjar, hreppti skipið af-
takaveður dögum saman, svo að allt ætlaði sundur
að ganga. Laskaðist skipið talsvert ofanþilja, og
nokkuð af matarforða þess og mikið af öli fór í
sjóinn, og sá einhver brytann á fjórum fótum á
eldhúsgólfinu hágrátandi yfir þeim mikla missi.
Hitt þótti mikil mildi, að reykingasalurinn, sem
var einskonar kassi ofanþilja og nokkrir söngmann-
anna urðu að hýrast í sökum þrengsla, skyldi ekki
sópast í hafið. Mun skipið hafa verið mjög hætt
komið, eftir því sem stýrimaðurinn trúði okkur fyr-
ir síðar. En einhvernveginn skrönglaðist gamli Egill
upp að austurströndinni, en hafði þá verið 10 daga
á leiðinni. Og það voru fegnir menn, sem eftir
mikla sjóveiki og sjóhræðslu skriðu á land og —
kysstu jörðinal Tóku Austfirðingar ágætlega móti
kórnum, og Seyðfirðingar slógu upp veizlu og dans-
leik, Heklu til heiðurs, og lifnaði þá fljótt yfir
hinum sjóhröktu söngvurum.
Og enn var lagt á djúpið, norður fyrir land, í
skammdegismyrkri og hríð. Er það raunar mikið
undrunarefni, hvernig þessum sjóhetjum tókst að
forðast land og finna þó hafnir á vitalausri strönd
að kalla, eins og þá var. En hér hefir mikið áunnizt
á hálfri öld, og er það gleðiefni. En gamli Egill
var sjáanlega vanur að rata í myrkri. Og einn hríð-
armorgun rétt fyrir jólin kastaði hann akkerum á
Akureyrarhöfn, og þótti þá ófrýnilegur ásýndum
vegna klaka og skemmda, er hann hafði hlotið í
þessari skammdegisför. Enginn í landi vissi að
Hekla var um borð, því að ekki var þá sími kom-
inn til að flytja þær fregnir. En í grárri morgun-
skímunni fvlkti Hekla liði uppi á þilfari og söng
af krafti vísu Jóns Ólafssonar: Guð minn þökk sé
þér, þú að fylgdir mér aftur hingað heim, hér vil
ég þreyja — o. s. frv. Og er ómar söngsins bárust
upp í bæinn, vissu menn hvers kyns var: Hekla var
komin heim. Og þóttust menn hana úr helju heimt
hafa því að sumir töldu sig hafa haft þunga drauma
um ástand Heklu og afdrif, en ekkert hafði af
flokknum frétzt síðan hann fór.
Þannig var einangrun lands og lýðs fyrir hálfri
öld.
Og svo voru það fjárreiðurnar. Ekki hafði Hekla
grætt fé á þessu ferðalagi. Úthaldið allt reyndist
ærið kostnaðarsamt, sem vænta mátti, og kom flokk-
urinn heim með talsverða skuld á baki, sem með-
limirnir urðu að taka á sig og skipta milli sín.
Munu það hafa verið um 200 krónur á mann. Það
þykir smáupphæð nú, en var það ekki þá. Og skal
til glöggvunar á því getið þess, að næsta sumar var
ég verkstjóri á sveitaheimili frá sumarmálum til
gangna og fékk 150 kr. í kaup yfir tímann, og þótti
hátt kaup þá, en það er álíka fjárhæð og 16 ára
unglingur hér í Reykjavík getur unnið sér inn á
einum degi í fiskvinnu nú. En öll sumarvinnan árið
1906, hrökk ekki til þess að greiða þessa áföllnu
skuld, og hún var aðeins 200 krónur. Við slíkt mat
og veltu bjó unga fólkið þá. Nú mundi þessi upp-
hæð heita svo sem 20—30 þúsund a. m. k., og mundi
þá umtalsverð.
En ekki minnist ég þess, að nokkrum okkar kæmi
þá til hugar að ætlast til þess, að bær eða ríki hlypi
hér undir bagga. Þetta var okkar baggi, og hann
yrðum við að sjálfsögðu að bera, hver um sig.
Og það munum við allir hafa gert möglunarlaust.
Við höfðum verið þátttakendur í merkilegri og
sögulegri för, og mjög skemmtilegri. Og við höfð-
um lagt okkur fram og stutt okkar ágæta söngstjóra
í hans merkilega brautryðjandastarfi.
í október 1955.
Snorri Sigfússon.
VeáriS í desember
Framhald af bls. 11.
klofsnjór, þó að bærinn heiti Grænahlíð. Ef allir
vetur væru eins, þá gerðu snjóarnir þó minni óþæg-
indi. Þá þyrfti aðeins að reikna nákvæmlega, hvað
heybirgðirnar muni endast handa mörgu fé, og
setja síðan á vetur eftir því. En ekki er því heldur
að heilsa. Hver vetur er sjálfstæð persóna, rétt eins
og manneskjurnar. Sumir eru elskulegir, mildir og
góðir. Aðrir eru rólegir með köflum, en uppstökk-
ir, og þá laus höndin. Enn aðrir eru illgjarnir fant-
ar. Margir eru skírðir viðeigandi nöfnum eftir lund-
arfari: Lurkur, Þræll og Þjófur.