Heima er bezt - 01.01.1956, Page 43

Heima er bezt - 01.01.1956, Page 43
Nr. i-2 Heima 41 --------------------------------er bezt ---------------------------- „Ég heiti Ralph,“ sagði drengurinn, um leið og hann lagði áherzlu á hvert hljóð með því að berja glasinu í borðið. „R-a-l-p-h. Nafnið mitt end- ar ekki á þessu „ie“. „Fyrirgefðu, vinur,“ sagði Dan. „Að vera á því er sama og liafa eitthvað í koll- inum, með öðrum orðum að vera drukkinn, og — hef ég nú ekki þreytt þessa mjólkurdrykkju nógu lengi?“ Elenóra brá þurrkunni fyrir andlitið og brosti. Ralphie stóð upp, ýtti til borðinu, kyssti móður sína snöggt á hárið, leit alvörugefinn á föður sinn, kink- aði til hans kolli í kveðjuskyni, svolítið ögrandi, og hljóp svo til dyranna. „Ég tek hjólið. Ég hef hálftíma til stefnu.“ Hann hvarf út um bakdyrnar, sentist með hávaða mikl- um niður þrepin og hvarf. Dan heyrði, að vagn- skýlið var opnað og varð þá hugsað til þess, að smyrja þyrfti dyralokann fyrr en síðar. „Sonur okkar Ralph, stafað R-a-l-p-h, sagði Ele- nóra, er orðinn of gamall til að kyssa pabba sinn, er hann býður góða nótt eða kveður.“ „Já, ekki eru horfur á öðru,“ sagði Dan og neyddi sig til að brosa, en í rauninni sárnaði honum þetta. „Slíkt táknar áfanga á þroskaferlinum,“ sagði Elenóra og hafði ekki augun af manni sínum. „Það eru jafnan skollans miklar breytingar sam- fara þessu skeiði ævinnar, góða,“ sagði hann. Elenóra sá fyrir sér meðalmann á hæð, lítið eitt lotinn, annars vel á fót kominn og snyrtilega til fara. Hún horfði í dökkblá augu hans, eins og svo oft áður, leit á dökkbrúnt hárið og freknurnar á stóru nefinu og djúpa drættina í andlitinu, sem gæddi svip hans persónuleika. Hún gat sér til, hvað hann væri að hugsa, og sagði: „Cindý vill gjarna fá að bjóða honum til miðdegisverðar á þakkarhátíðinni, Dan.“ Dan renndi úr bollanum, stóð upp, lagaði á sér jakkann eins og drengur, sem hefur búið sig til veizlu og vill vekja eftirtekt. „Má hún það?“ spurði Elenóra. Dan yppti öxlum. „Ella,“ sagði hann, „mig lang- ar ekki til að neita þessu og verða til þess, að Cindý rjúki upp á nef sér. En — ja, þakkarhátíðin er raun- ar fjölskylduhátíð.“ Elenóra teygði sig til hans til að fá kveðjukoss- inn, gekk svo að eldhúsglugganum, en Dan stikaði út um bakdyrnar með yfirfrakkann á handlegg sér í stað þess að fara í hann. Þegar hún opnaði gluggann, kom kaldur gustur inn í eldhúsið, fyrirboði vetrarins, sem í nánd var. Hún sá Dan renna bílnum út úr skýlinu og aka framhjá litla bílnum hennar Cindý, sem var á ak- brautinni. Og nú kallaði hún til hans, ekki svo mjög af hugsanlegri brýnni þörf, heldur gömlurn, rótgrónum vana: „Farðu nú varlega, mundu mig um það.“ Dan svaraði þegar: „Lokaðu glugganum,“ og hvarf henni svo úr augsýn. Elenóra hlýddi skipun hans, eins og hún var vön að gera fimm daga vikunnar. Hún fékk aldrei kvef, og það vissi Dan ofurvel og því ástæðulaust að sýna þessa varkárni. Hvað var að varast? Um leið og Elenóra setti hreinan disk á borðið fyrir Cindý, ákvað hún að minnast ekki aukateknu orði á Karl Wright, einkurn sökum þess, að Dan liafði óbeint liafnað tillögunni um miðdegisverðar- boðið þakkarhátíðardaginn. Allar hugsanir hennar varðandi þenna unga mann voru næstum óræðar. Orð fór víst af því, að Karl væri galgopi í meira lagi og gerði sig einlægt sekan um einhverja vit- leysu. Nú mundi Cindý, nítján ára stelpukrakkinn, svara því til, að þetta væri allt styrjöldinni að kenna, og láta síðan skína í, að henni væri kunnugt um einhvern dramatískan harmleik eða mikla hetju- dáð, sem mundi, ef flíkað væri, skýra hvílíkur mað- ur bjó í Karli Wright og verða til þess að hann yrði kunnur um land allt. Elenóra opnaði útvarpið, þrýsti á hvern hnapp- inn af öðrum, unz hún loks ákvað að hlýða á frétt- ir, meðan hún væri að búa til kaffisopa. Er hún hafði hlustað í fimm mínútur eða svo án þess að veita fregninni um þrjá fanga, sem slopp- ið liöfðu úr Terre-Haute-fangelsinu og sagðir voru vopnaðir og því hættulegir, nokkra sérstaka athygli, — heyrði hún, að Cindý var að fara niður bakstig- ann, sem fjölskyldan ein notaði, og lét hátt í stig- anum undan skóm hennar. Elenóra lokaði útvarp- inu og setti bollann á borðið. Nú, er Cindý var far- inn, varð lnin að hefjast handa um dagsverkin. í skrifstofu lögreglustjórans, sem stóð í stöðugu sambandi við fangahús Marionumdæmisins í India- napolis, var dagsverkið hafið fyrir löngu. Allan morguninn hafði Jessi Webb haft samband við ríkislögregluna, umdæmislögregluna, útvarpsblaðið, sambandslögregluna. Þeir höfðu nú mjög nákvæma lýsingu á gráu bifreiðinni, einkennistölu hennar og vissu með nokkurri vissu, á hvaða tíma henni hefði verið stolið á bæ einum fyrir sunnan Terre-Haute. Jessi þoldi ekki þessa bið, skapið var svo heitt,

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.