Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 45

Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 45
Nr. 1-2 Heima 43 --------------------------------er bezt---------------------------- eitthvað miður sín, var á gangi bæjarfangelsisins daginn, sem sambandslögreglan hafði hann á brott með sér. Þótt Jessi væri þá ekki lengur í umdæmis- lögreglunni, en starfaði á skrifstofu lögreglustjóra, hafði hann lagt ríka áherzlu á að vera við, er hann væri fluttur brott. Bindin höfðu verið tekin af and- liti fangans, sem var náfölt og hver dráttur stríður. Hann var rólegur í tali, en hvass. „Ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið, góð- urinn,“ sagði hann án allrar heiftar og æsings. Jessi Webb stóð upp og reyndi að bægja þessum hugsunum frá sér. Hann strauk svitann af sér með handarbakinu, sem var þvalt og volgt. Svo gekk hann út úr skrifstofunni, álútur að venju, langur og dálítið slyttislegur. Hann skálmaði út úr hús- inu, hélt rakleitt yfir miðbæinn, þræddi hringbraut- ina við styttuna og nam loks staðar við þinghús- bygginguna. Hann hefði getað hringt, og hann hefði líka getað farið þetta í bílnum sínum. En hann þarfnaðist göngunnar og svalans úti. Rauðbirkið andlit Dorns ríkislögregluforingja varð að einu sólskinsbrosi, er Jessa skaut upp við afgreiðsluborðið. Hann var súr á svip í meira lagi. „Umdæmislögreglunni hefur ekki tekizt að rekja slóð Helenu Lamar, Jessi. Leitað hefur verið grann- gæfilega í fjölda húsa. Við vitum ekkert nema þetta hvað vagninn hefur sézt þrjátíu og tveim sinnurn síðan klukkan sjö. Eitt sinn norður frá, í annað sinn austur frá, síðan vestur frá og þar næst hér syðra. En þetta er ekki staðfest. Ég geri því skóna, að stúlkan sé einhvers staðar fyrir vestan, ef til vill í Kaliforníu, og svo leitum við okkur uppgefna hér. Þeir eru á leiðinni til hennar, sennilega hafa þeir Illinois að baki.“ Svo sneri hann sér við og gaut augunum til Jessa. „Skolli er að sjá þig, maður. Hefur þú kannski sofið illa í nótt?“ „Nei,“ sagði Jessi stuttaralega. „Nei,“ dróst út úr honum og hann hugsaði til Katrínar. Os: svo var sem leiftri slæi niður í hus;a hans. o O Þetta var að vísu aðeins möguleiki af mörgum, og raunar ólíklegur, að því er ætla mátti. En hann ætlaði að hafa vaðið fyrir neðan sig. Hann þreif símtólið og hringdi á skrifstofu sína. „Tom,“ sagði hann, er Winston kom í símann, „sendu bíl eftir konu minni, aktu henni á skrifstof- una. Segðu henni að mér vegni hið bezta, en mig langi aðeins til að sjá framan í hana. Og reyndu nú að gera hana ekki alveg vitlausa í hræðslu. Mundu mig um það, Tom!“ Við öllu var að búast, er um mann eins og Griffin var að ræða. En ef sá mannfjandi ætlaði sér að vinna Katrínu mein, þá. . . . Nú hafði Glenn Griffin tekizt að aka bifreiðinni umhverfis bæinn, með því að velja hinar ótrúleg- ustu koppagötur, sem hann virtist kunna manna bezt skil á. Oftast hafði hann haldið sig í sextíu til sjötíu kílómetra fjarlægð sunnan hans og síðar þrjátíu kílómetra austan hans. Um miðjan dag nálgaðist hann samt bæinn, ók eftir smágötu við bæinn norðvestanverðan, svo ómerkilegri götu, að þar gat ekkert hvítt skilti, sem jafnan var til marks um bæjarmörkin: Takmörk Indianapolis. Klukkan var nú tíu mínútur yfir tólf. Robish svaf og skar hrúta. Hank neri handarbökunum í sífellu niður skyrtuna að framan, yfir rifin, rétt eins og hann væri í óðaönn að reyna að núa einhvern ósvnilegan blett af, sem sæti í grófri skyrtunni. Glenn Griffin blístraði las: 02: ók áfram. O O Með öllum þessum krókaleiðum höfðu þeir verið sex stundir að fara leið, sem raunar var ekki nema hundrað og tuttugu kílómterar. En hingað voru þeir nú komnir heilu og höldnu og á svo auðveld- an hátt, að það var sem þeir hefðu farið leiðina í flugvél, óséðir af öllum. Allir voru þeir orðnir sársvangir, en Glenn þver- neitaði að stanza. Katrín Webb sat ásamt manni sínum í veitinga- húsi við hornið á lögreglustöðinni og reyndi að fá liann til að láta eitthvað ofan í sig. En í þess stað rétt dreypti hann á kaffinu, raunar fimmta boll- anum, og starði niður í hann, meðan hann gerði sér í hugarlund atburði, sem ekki höfðu gerzt til þessa og ekki var ástæða til að ætla að í vændum væri: að Glenn Griffin kæmi að húsi þeirra, kveddi dyra, gengi inn og brosti við Katrínu á sama hátt og liann hafði brosað til kviðdómendanna forðum. En Jessi ætti að vera farinn að vita það, sagði hann kuldalega við sjálfan sig og brosti í kampinn, að Jrað, sem mestan ótta vekur, gerist sjaldan. Á hinn bóginn gerast þeir atburðir, sem ofvaxnir eru mannlegu ímyndunarafli, einkum og sér í lagi, þegar í hlut eiga rólegir borgarar. Voveiflegir hlut- ir eru þar tíðari, en nokkurn grunar. Dan Hilliard, sem þessa stundina átti í viðræðum við umsækjanda ábyrgðarmikillar stöðu í heimsendingardeildinni, sat við skrifborð sitt á sjöttu hæð í vöruhúsinu og hafði hugann allan við þenna starfa og reyndi um leið að gera sér grein fyrir upplagi umsækjanda.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.