Heima er bezt - 01.01.1956, Page 50

Heima er bezt - 01.01.1956, Page 50
48 Heima Nr. 1-2 -------------------------------er bezt---------------------------- má um, hvort heppilegt sé að gefa út rit með því formi, þar sem allt er tekið með, náttúrufræði landanna, staðfræði, saga, bók- menntir, menning o. s. frv. Verða slík yfirlit ætíð hraflkennd, þótt góðir menn fjalli um, og það sem verst er við úgáfuna, er að fyrstu ritin verða úrelt, löngu áður en flokkurinn er allur kominn út. Um hitt verður ekki deilt, að rit Ástvaldar Eydals er hið merkasta, sem út hefir komið í þessum flokki og hið eina þeirra, sem er í senn alþýðlegt fræðirit og ágæt handbók. Gegnir furðu, hversu miklu efni hann hefir getað þjappað í jafnlítið rúm, og þó gert frásögnina lifandi og skemmtilega. En vitanlegt er, að ef átt hefði að gera efni þessu nokkuð viðunanleg skil, hefði ritið þurft að vera að minhsta kosti helmingi stærra. Af köflum, sem til dæmis hefði þurft að segja meira um, má nefna eldgos, loft- lagsbreytingar, ísaldir, svo að eitthvað sé nefnt. En ekki verður höfundur sakaður um það, þótt bók hans veki forvitni um meira og fleira en hún flytur. Ber að þakka það sem fengið er, því að hér er í senn stórfróðleg bók og skemmtileg. Charles Morgan: Saga dómarans. Það er föst venja, að ein fé- lagsbókanna sé skáldsaga, annaðhvort þýdd eða frumsamin. Að þessu sinni hefir ensk skáldsaga orðið fyrir valinu, og þýðandinn er síra Gutinar Árnason. Höfundurinn, Charles Morgan, er kunn- ur meðal enskumælandi manna, en ekkert mun hafa verið þvtt eftir hann fyrr á íslenzku. Er vel farið að kynna hann íslenzkum lesendum, því að hér mun vera um merkishöfund að ræða. Saga dómarans er eftirtektarverð bók, sem margt má læra af. Dómaritin er persóna, sem verður flestum ógleymanleg, fyrir sakir skaphafn- ar hans. Og vænlegt er að bera saman viðhorf hans til lífsins og verðmæta þess, og hins kaldrifjaða fésýslu- og stjórnmálamanns Severidges, sem hyggst að kaupa allt fyrir peninga. Má að vissu leyti segja, að sagan sé barátta andans og efnisins, með ótvíræðum sigri andans. Og varla munu margir sleppa bókinni úr hendi fyrr en hún er á enda lesin. Aukafelagsbækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Menningarsjóður hefir verið athafnasamur um bókaútgáfu á síðari árum. Hefur sá háttur verið upp tekinn, að gefa félags- mönnum Þjóðvinafélagsins kost þessara útgáfubóka við allmiklu lægra verði en þær eru annars seldar. Eru þetta veruleg hlunn- indi, því að hér er um merkar bækur að ræða. Verður nú getið þeirra helztu frá síðastliðnu ári. Þorkell Jóhannesson: Ævisaga Tryggva Gunnarssonar. Þetta er fyrsta bindið af þremur, sem Þorkell Jóhannesson prófessor hyggst rita um ævi og störf Tryggva Gunnarssonar. Heitir þetta bindi Bóndi og timburmaður, og lýsir það uppvexti Tryggva og hinum fyrstu starfsárum hans, er hann stundaði smíðar og bjó búi sínu á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Er ævi Tryggva og athafnir mjög ýtarlega rakið og gerð glögg grein fyrir aldarfari og umhverfi því, sem hann óx upp í og dvaldist með. Er þar að vísu margt smátt til tínt, en allt verður það þó til aukins skilnings á því, hversu ævi Tryggva ræðst. Margt er þarna sagt um atvinnu- og menn- ingarsögu byggðanna við Eyjafjörð og vestanverða Þingeyjarsýslu. Sumir kaflar bókarinnar hefðu að skaðlausu mátt vera styttri, svo sem allt hreppstjóraþvargið við Pétur Havsteen amtmann, og eins dagbókarkaflarnir úr Kaupmannahöfn, en allt um það er bókin í senn skemmtileg og fróðleg. Tryggvi Gunnarsson var einn hinn merkasti athafna- og framkvæmdamaður landsins á seinni hluta 19. aldar og kom svo víða við, að firnum sætti, að einn maður skyldi geta haft svo mörg járn i eldi í einu. Hefir hann flestum mönnum fremur markað spor á framfarabraut þjóðar- innar. Það er því að maklegleikum, að minningu hans sé á loft haldið. Má þegar ráða það af hinu fyrsta bindi sögu hans, að hér sé í uppsiglingu eitt hinna merkustu rita, sem enn hefir verið skráð um sögu þjóðar vorrar. Oscar Clausen: fslenzkar dulsagnir. Út eru komin tvö hefti af safni þessu, sem Oscar Clausen safnar saman. í fyrra bindinu eru nær eingöngu sagnir teknar úr prentuðum ritum, mest úr tímaritinu Morgni, en í síðara bindinu er meiri hlutinn prent- aður nú í fyrsta sinn, og er þar mest úr eigin reynslu safnandans sjálfs. Þó eru þar allmargar sögur úr Dulrænum smásögum Bryn- jólfs á Minna-Núpi. — Dulsagnir sem þessar eru merkilegt við- fangsefni, og vitað er, að margir íslendingar eru gæddir dular- gáfum, og menn hafa veitt þessum atburðum eftirtekt og athygli. En einmitt vegna þess, að hér er um að ræða merkilegt efni, er mikilsvert, að ekki sé höndum kastað til um skrásetningu þeirra og útgáfu, en þvi miður hefir það allt of oft viljað brenna við. Allt of sjaldan er gerð tilraun til að vottfesta sagnirnar, og meira að segja hafa ýmsar þær sögur, sem birtar hafa verið í Morgni, ekki verið vottfestar. En þótt ekki sé verið að draga í efa sann- leiksást þeirra, sem sögurnar segja, þá er það vitanlegt, að þá fyrst fá sögurnar almennt gildi, bæði fyrir samtíð og framtíð, ef vel er gengið frá vottfestingu þeirra. Annars er hætt við, að þær verði taldar til þjóðsagna. Þegar því hafizt er handa um að safna þessum sögum saman úr dreifðum heimildum bóka og tímarita, hefði einkum átt að taka þær sagnirnar, sem gildastar sannanir höfðu með sér, í öðru lagi hefði átt að flokka sagnirnar niður eftir efni þeirra og eðli fyrirbrigðanna, en um þá hluti eru til ágætar fyrirmyndir i ritum Sálarrannsóknarfélagsins brezka. í þessari bók er hvorugt gert, og hefði þó verið ágætt tækifæri til þess, fyrst farið var að safna sögnum þessum saman. Ef svo-hefði verið gert, þá hefðu sögurnar ekki aðeins verið skemmtilestur heldur einnig góður stuðningur fyrir hvern þann, sem kynna vildi sér fyrirbrigðin fræðilega. Vafasamt er og, hvort réttmætt er að taka í svona safn sögur eins og hina skemmtilegu frásögn Indriða Einarssonar af sýnunum á Mælifellsdal, sem vissulega liggur á mörkum sannfræði og skáldskapar, og söguna um Grýtu- bakkaundrin, sem mjög miklar veilur eru í frá sannanasjónarmiði. Er þetta miður farið, því að þarna eru annars margar mjög merki- legar sögur og vel sagðar, en eins og þær eru út gefnar, þá minna þær um of á þjóðsagnasöfn, og hætt er við að sögurnar verði teknar sem slíkar. Væri æskilegt, að hinn heiðraði útgefandi, sem er sagnamaður góður og áhugamaður um dulræn efni og gæddur nokkrum dulargáfum, legði eftirleiðis meiri vinnu í undirbúning og útgáfu slíkra safna, ef hann heldur þeim áfram. Með því ynni hann þarft og gott verk, og rit hans næðu betur tilgangi sínum en þau gera nú. Árni Óla: Frásagnir. Árni Óla ritstjóri hefir nú um alllangt skeið unnið að því að smíða nýjar frásagnir upp úr brotasilfri munnmæla, annála og dómsmálabóka og raunar fleiri heimildum. Hefir honum tekizt að gera úr þessu marga læsilega þætti, þar sem brugðið er upp myndum úr þjóðlífi voru á liðnum ölduin. Margar eru þó myndir þessar fremur ömurlegar, enda eru við- fangsefnin oft af því taginu, þ. e. sakamál og ýmiss konar mis- ferli, slysfarir og þvi um líkt. Mun það og vera svo, að um auð- ugastan garð söguefna sé að gresja á því sviði. En Árna er sú list lagin, að gæða frásögnina lífi og litum, og verður honum oft furðumikið úr litlum kveikjum og sundurlausum. Er ljóst, að slíkt kostar í senn mikla vinnu og lagni við að vinna úr efninu.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.