Heima er bezt - 01.01.1956, Side 52
50 Heima Nr. 1-2
--------------------------------er bezt----------------------------
mikil um efnisval. Og hann sýnir það líka, að hann er sér þess
meðvitandi. Bækur hans eru því heillandi og gott lesefni. Og
fyrirsagnir eins og þessar: „Týnda flugvélirí', „FlugferÖin Hl
Englands“, örva til athygli og lestrar.
Bækur Ármanns Kr. Einarssonar eru í flokki hins bezta af
þessu tagi, sem nú er hér á boðstólum.
Snorri Sigfússon.
FRANCES F. NEILSON: Gullhellirinn. Gunnhildur Snorradóttir
þvddi. Bókaforlag Odds Björnssonar 1955. — Verð kr. 45.00.
Bók sú, sem hér skal vakin athygli á, sameinar það tvennt: að
vera skemmtileg aflestrar og fræðandi um lífsháttu frumstæðra
þjóða i fjarlægri álfu. — Ég hefi oft verið að velta því fyrir mér,
hvernig bæri að haga landafræðikennslu barna og ungmenna, svo
að góðu gagni mætti hún koma. Helzt hygg ég, að leggja bæri
aðal-áherzluna á að lýsa þjóðunum, lífsháttum þeirra og náttúru-
fari landanna, þar sem þær byggju, í söguformi. Ég hefi sáralitla
trú á þurri upptalningu borga, fljóta, fjalla og vatna, enda minn-
ist ég dapurrar eigin reynslu í þeim efnum. Ég held, að kennslu-
bækur í landafræði ættu skáldsagnahöfundar að semja. Ég er viss
um, að börn og unglingar tileinka sér fróðleikinn betur, þegar
hann er borinn fram í söguformi. Og víst hygg ég líka, að þau
börn, sem erfitt eiga með að læra þann þurra fróðleik, sem landa-
fræðibækur skólanna bjóða venjulega upp á, myndu eiga auð-
veldara með að læra sér eitthvað að gagni um líf og menningu
þjóðanna af lestrarbókum í léttu söguformi.
Bókin „Gullhellirinn" er spor í þessa átt að hyggju minni. Mér
finnst dálítið „'fossahljóð" í landafræði hennar. Ég mæli með því,
að foreldrar gefi börnum sínum hana, ekki sízt drengjunum. Þeir
myndu hafa gott af því að kynnast þeim Tomma og Mikka og
lífinu í þeirra „sveit“.
Nokkrar myndir eru í bókinni, og auka þær gildi hennar.
PIPALUK FREUCHEN: ívik bjarndýrsbani. Þýtt hefur Sigurður
Gunnarsson skólastjóri. Bókaforlag Odds Björnssonar 1955.
Verð kr. 38.00.
Ég get ekki neitað því, að mér finnst bókin byrja nokkuð hroða-
lega. Viðureign rostungsins og föður Iviks litla er dálítið svakaleg
og eiginlega ekki heppileg „barnafræðsla". En framhaldið er víða
með þeim ágætum, að upphafið gleymist. É:g er viss um, að Ívík
litli gleymist ekki ungum lesendum, og það er vel farið. Saga hans
og ágætir eðliskostir vekja samúð og hrifningu þeirra. Kærleikttr
hans til fjölskyldu sinnar og frábær fórnarlund hlýtur að hafa
áhrif. Og það er ekkert smáræði, sem þessi hungraði vesalingur
leggur á sig fyrir fólk sitt. Sá „rauði þráður“ sögunnar er góður
texti fyrir laginn kennara. — Ég tel bókina í heild sinni góða
barna- og unglingabók. 1 henni er fögrum og göfugum hugsjón-
um haldið á loft í söguformi. Sýnir sagan fram á, að þær getur
verið að finna í sárustu eymd og erfiðustti lífskjörum. — Ég er
viss um, að börnum og unglingum mun þykja gaman að lesa
bókina og fylgjast með Ivik litla. Þau leggja bókina tæplega frá
sér hálflesna. Þýðing bókarinnar virðist vera góð og frágangurinn
prýðilegur. — Ég mæli með bókinni. Vald. V. Snævarr.
DAPHNE DU MAURIER: Mary Anne. í þýðingu Guðna Guð-
mundssonar. Bókaforlag Odds Björnssonar 1955. Verð kr. 115.00.
Nýlega hefir mér borizt í hendur bókin Mary Anne eftir skáld-
konuna Daphne du Maurier, í íslenzkri þýðingu Guðna Guð-
mundssonar.
Daphne du Maurier er dóttir Sir Geralds Maurier og sonar-
dóttir Georg du Maurier, sem báðir voru kunnir rithöfundar og
listamenn. Einkum var þó afi hennar frægur teiknari og nafn-
kunnur fyrir skáldsögurnar Trilby og Peter Ibbetson, sem unnu
sér miklar vinsældir í Bandaríkjunum og á Englandi. Árið 1932
giftist þessi skáldkona Frederick Browning hershöfðingja, sem nú
er látinn, svo að í einkalífi sínu kallast hún Lady Browning, en
heldur ættarnafni sínit sem rithöfundur. Hún hóf að skrifa skáld-
sögur laust fyrir 1930 og náði fljótt allmiklum vinsældum, og
minnir mig, að a. m. k. ein skáldsaga hennar, Rebecca, hafi verið
þýdd á íslenzku.
Árið 1937 skrifaði hún bráðskemmtilega bók um ættfeður sína,
er hún nefndi The Mauriers, og fjallar sú bók aðallega um afa
hennar og langafa, en þar er einnig nokkuð minnzt á langalang-
ömmu hennar, Mary Ann, sem fræg varð á sinni tíð fyrir ástar-
brall sitt með hcrtoganum af York (syni Georgs 3. Englakonungs)
á árunum 1803—06, og endaði það ástarævintýri með ósköputn.
Þessa sögu hefur nú skáldkonan tekið upp að nýju, skyggnzt eftir
uppruna þessarar ættmóður sinnar og gert grein fyrir, hvernig
hún hefst vegna fegurðar sinnar og gáfna af lágum stigum til að
verða ástmær hertogans, og hvernig hún vegna ófyrirleitni sinnar
hrapar aftur skyndilega frá auði og áhrifum.
Allt þetta er nánar rakið hér en í hinni fyrri bók, og er allur
meginþráður sögunnar sannur, þó að sagður sé í skáldsagnastíl.
Saga þessarar gáfuðu og skapmiklu konu, sem sneri karlmönnum
um fingur sér, er bráðskemmtileg og hverri skáldsögu hugnæmari
eins og lífið sjálft venjulega er. Væri gaman að fá einnig hinni
ættarsögunni snúið á íslenzku.
FRANCOISE SAGAN: Sumarást. í þýðingu Guðna Guðmunds-
sonar. Bókaforlag Odds Björnssonar 1955. Verð kr. 78.00
Sami þýðandi hefir einnig snúið skáldsögunni Bonjour Tristesse
eftir frönsku skáldkonuna Fran^oise Sagan á íslenzka tungu með
mikilli prýði, og er útgáfan alla vega fallega af hendi leyst. Nefn-
ist sagan í íslenzku þýðingunni Suinarást. — Skáldkonan, sem
reyndar heitir Francoise Quorrez og er af spönskum ættum, dóttir
auðugs iðnrekanda í París, skrifaði þessa skáldsögu 18 -ára gömul,
og þykir það einstakt afrek af svo ungri stúlku.
Sagan lýsir gleðilífi á Rivieraströndinni, þar sem efnishyggjan
situr í öndvegi og aðeins er hugsað um það að njóta lífsins. Unga
stúlkan, sem líkt og faðir hennar, er önnum kafin í þessu nautna-
lífi, mætir allt í einu konu, sem steypt er úr öðrum málmi, er
gáfuð og siðfáguð og vill sveigja líf þeirra til annarrar stefnu,
að námi og starfi. Henni tekst að vinna hug föðurins, sem hyggst
kvænast henni. Þá sér unga stúlkan að frjálsræði sínu er hætta
búin og berst eins og ljón fyrir því að losa föður sinn undan
áhrifavaldi hinnar tilvonandi stjúpmóður. Þó vegast á í sál
hennar tvö öfl: aðdáun á hinni göfugu konu og því lífi, sem
hún vill kenna henni, og nautnafýsnin. En máttur holdsins verður
sterkari. Með slægvizku tekst henni að losna undan oki andans,
en það kostar dauða hinnar konunnar. Frelsið er fengið, en til-
gangsleysið og sorgin sitja eftir í huganum.
Þessi saga er snilldarvel sögð og af furðulegri djúpskyggni af
svo kornungri stúlku.
Benjamín Kristjánsson.
--*o<338KSX>»-—