Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 2
KARL KRISTJÁNSSON: Hátíbir Nú eru hátíðir. Hvað eru hátíðir? Athugið orðið sjálft: hátíðir. Hátíðir eru stundir, sem ætlazt er til að séu öðrum stundum meiri, eins og t. d. háfjöllin eru hólum og fellum miklu hærri, — hvað þá dalnum. Til þess er ætlazt, að hátíðisdagar gnæfi yfir aðra daga og veiti mildu meira útsýni og unað en þeir. Hrífi menn og hefji í geði. Til liðinna hátíða eiga menn að geta horft af lág- lendi venjulegra daga eins og tinda, sem ber við himin og notið hefur víðsýnis af á sínum tíma. Og til ókom - inna hátíða á að líta eins og fjalla, sem hlakkað er til að lyfti ennþá hærra en fyrri hátíðir, gleðji ennþá meira, veiti enn víðari sjónhring. Enginn þekkir dalinn sinn fullkomlega, nema að hann hafi gengið upp á fjallið og séð dalinn líka þaðan, — fengið þá yfirsýn um dalinn, sem þaðan fæst. Enginn þekkir heldur venjulega daga til hlítar, né getur gert sér grein fyrir hversdagsleikanum, nema að hafa lifað hátíðisdaga og notið þeirra. — Nú spyr ef til vill einhver: Hvernig á að mæta til hátíða? Hvernig eiga menn að búast til þeirrar fjall- göngu? Það gerir vitanlega hver með sínum hætti. Hver maður þarf í þeim efnurn að vera hann sjálfur, — eins og enginn getur verið annar en hann sjálfur, þegar hann nýtur. En til eru þó lögmál, sem allir menn verða að lúta, í þessum efnum sem öðrum, af því að menn eru hver öðrum alllíkir. Ég hef að undanförnu verið að líta í bókina „Mann- fundir". Hún er tekin saman af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni og er sýnisbók íslenzkra úrvalsræðna á eitt þúsund ára skeiði, eða frá dögum Egils Skallagrímssonar og allt til ársins 1948, en að vísu enginn núlifandi ræðu- rnaður tekinn í safnið. t bókinni eru ýmsar hátíðaræður; þar á meðal Krists- minni, flutt á hátíð á 15. öld. í þessari gömlu ræðu er blátt áfram og einfaldlega sagt fyrir um það, hvernig rnenn skuli haga sér til þess að njóta hátíðarinnar. Forskriftin er á þessa leið: „Veri menn glaðir og góðmannlegir, góðgjarnir og grandvarir, siðsamir og siðvandir, sannorðir, sáttgjarn- ir, hugprúðir og hjartaglaðir, kurteisir og kátínufullir, og hafi það jafnan til gamans, er góðum sæmir, syngi vísur og kveði.“ Ennfremur segir þar: „Sjáist um glaðlega, svarið öllu af hófi, hryggist menn eigi, en hlægi þó varlega. Biðjum guð hann bjargi oss öllum. Þiggjum þakksamlega það, sem guð lánar, neytum svo lánsins, að lofið hans eigi dvíni, því allt er nógu gott í garðinum meðan guð er í fulltingi. Með Kristninni skulum vér svo fara sem siður er góðra manna. Högum svo minninu sem háttur er í landinu. — Gleðji maður mann....“ Síðan þetta var mælt eru fimm hundruð ár liðin. Samt sem áður eru þessi fyrirmæli um hátíðahöld ennþá í fullu gildi. Glaðir eiga menn atíð að verci á hátíðum, — hjarta- glaðir, siðavandir, sáttfúsir, hugprúðir, — hlæja þó var- lega, — svara hóflega. — Skyggnast eða „sjást umu. — „Sjást um“ hvaðan? Auðvitað af sjónarhæðum há- tíðanna, sem eru hafnar yfir láglendur venjulegra daga. Og svo er áminningin: „Gleðji maður mann.u Er það ekki enn þann dag í dag hið gullna boðorð mannlífsins, ef hátíð skal halda. Loks er svo þetta: „Högum svo minninu (þ. e. hátíð- inni), sem, loáttur er í landinu.u Mennirnir eru furðu líkir því, sem þeir voru fyrir fimm hundruð árum; það sannar ræðan. En hátturinn í landinu er breyttur. Og hátíð skal halda — svo sem hinn vitri ræðumaður sagði, — eins og hátturinn er í landinu. Annars verður engin hátíð. Okkur, sem erum komnir nokkuð á aldur, hættir til þess að sakna um of liðna tímans, sem hefur á okkar ævi skyndilegar og gjörsamlegar en nokkurntíma áður á jafn stuttu tímabili í sögu mannkynsins umhverfst að háttum í „nýjan tíma“. Við söknum þess meðal annars, að laufabrauðinu og jólakökunni er ekki tekið með eins miklum fögnuði og fyrrum. F.n auðvitað stafar þetta af því, að tertan er góm- sætari og ljúffengari og jólakakan er orðin hversdags- leg. En ber ekki að gleðjast yfir því, að lærst hefur að búa tertuna til, og efnahagur almennings leyfir dýrari brauðgerð en fyrrum. Það er oft vitnað í kvæði Matthíasar Jochumssonar unt jólagleði hans sem barns, þegar hann í lágreistu baðstofunni að Skógum „sviptur allri sút“ sat með jóla- gjöfina sína: „rauðan vasaklút“. Og víst er hin auð- 342 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.