Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 8
348 Heima ---er bezt Nr. 11—12 Frá heimsókn forsetahjónanna til Suðureyrar í Súgandafirði. syni, kandidat í guðfræði og núverandi forseta fslands. Fyrst í stað var heimili þeirra ekki fyrirferðarmeira en svo, að frú Dóru fannst hún hafa alltof lítið að gera og hugsa um, en hún kunni ráð við því. f Reykjavík voru nokkrar konur, sem söknuðu þess að hafa ekki aðgang að góðum bókum án þess að kaupa hverja bók. Þær stofnuðu með sér félag, sem þær nefndu „Lestrarfélag kvenna í Reykjavík“. Frú Dóra varð mjög snemma meðlimur í því félagi. Markmið félagsins var, eins og nafnið bendir til, að kaupa góðar bækur eftir þekkta höfunda og lána þær út félagskonum gegn vægu ársgjaldi. Félagið hafði engan styrk, að minnsta kosti ekki fyrst framan af. Félagskonurnar urðu því að vinna öll félagsstörf í sjálfboðavinnu, og störfin voru mörg og margvísleg, fyrst og fremst útvegun og kaup nýrra bóka, reikningshald allt og síðast, en ekki sízt, útlán bókanna og varzla safnsins. Frú Dóra var alla tíð virk- ur og athafnasamur félagi í þessum félagsskap, og var í stjórn félagsins í fjölda mörg ár. Ffún hafði brenn- andi áhuga á þessu starfi, en vænst þótti henni um barnalesstofuna, sem var stofnuð innan félagsins, þar vann frú Dóra í sjálfboðavinnu og naut þess að vera með börnunum, leiðbeina þeim urn bókaval og svara spurningum þeirra. Frú Dóra var kjörin heiðursfélagi Jestrarfélagsins um það leyti, sem hún hætti vegna anna að geta verið í stjórn þess. En nú fara heimilisskyldurnar að breytast. Þau hjónin eignuðust elskuleg og mannvænleg börn, sem öll eru nú gift og í góðum, ábyrgðarmiklum stöðum í þjóðfélag- inu. Meðan börnin voru lítil og öll heima, þurftu þau síns með, eins og gengur, en störf frú Dóru urðu nú smám sarnan umfangsmeiri, eftir því sem tímar liðu. Hún tók virkan þátt í safnaðarstarfi dómkirkjusafn- aðarins og var mörg ár í safnaðarstjórn, og mörg síð- ustu árin, áður en hún varð forsetafrú, starfaði hún í stjórn kvennaskólans í Reykjavík. Hún varði miklum tíma til leikfimi og stundaði sund af kappi og gerir enn. En ennþá er aðalatriðið framundan. Asgeir Asgeirsson fór að gefa sig við stjórnmálum, og eftir að hafa verið biskupsritari og bankastjóri Landsbankans, varð hann fræðslumálastjóri, þá fjármála- ráðherra. Forseti sameinaðs Alþingis var hann 1930, þegar 1000 ára Alþingishátíðin var haldin. Að sínu leyti tók frú Dóra mjög mikinn þátt í þessu margþætta starfi manns síns, og þá einkum og sér í lagi sem húsfreyja á heimili þess manns sem þjóðin hafði falið svo mörg trúnaðarstörf — störf, sem meðal annars gerðu móttökur gesta, útlendra sem innlendra, nauðsynlegar. Árið 1938 varð Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri Utvegs- bankans og hætti þá að mestu allri flokkabaráttu í stjórnmálum. Þó var hann þingmaður Vestur-ísfirð- inga alla tíð, þangað til hann var kjörinn forseti Islands sumarið 1952. Þessi 14 ár, sem Ásgeir Ásgeirsson var bankastjóri, voru að mörgu leyti hvíldarár fyrir frú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.